Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Side 13

Frjáls verslun - 01.01.1970, Side 13
FRJALS VERZLUN 13 ÍSLENZK HÚSGÖGN: STÖÐUGT VAXANDI KRÖFUR UM GÆÐS OG FJÖLBREYTNI — endurskoSa þarf framleiðsluhœtti vegna erlendrar samkeppni. □ Húsgagnaiðnaðurinn er ein af stærri iðngreinum landsmanna, og jafnframt ein af þeim sem mest ber á, m. a. vegna þess að hús- gagnaverzlanir eru jafnan stærri en aðrar verzlanir og auglýsinga- starfsemi mikil, þó mjög 'sé það misjafnt. Erfitt er að afla ábyggilegra upplýsinga um þessa iðngréin, eins og aðrar. Þó er að finría tölur í Fjármálatíðindum, fyrsta hefti 1969, tölur um sölu húsgagna í smásölu í Reykjavík á árinu 1968. Kemur þar fram að starfandi eru í Reykjavík 32 húsgagnaverzl- anir, sem hafa þó ekki í þjónustu sinni nema 53 starfsmenn, en það gefur til kynna að flestar þeirra eru smáar. Verður að reikna með að hér sé átt eingöngu við sölu- fólk. Húsgagnasala í þessum verzlun- um nam rúmum tvö hundruð milljónum á árinu 1968 og varð 62,7% aukning á sölu í desember, miðað við sama mánuð árið áður, aukning, sern er harla stórbrotin, með tilliti til þess að þá var ný- afstaðin mikil gengislækkun. Rétt er að hafa í huga að hér er aðeins átt við sölu í Reykjavík og hús- gagnasala utan Reykjavíkur hefur varla verið minni hlutfallslega. □ Húsgagnaiðnaðurinn er sér- kennilega samansettur að því leyti, að óskýr mörk eru á milli fram- leiðslu og sölu. f eðli sínu greinist hann í innflutning efnis, trésmíð- ar, bólstrun og loks sölu framleiðsl- unnar. Trésmíðin er nær alltaf umvinni af sérhæfðum trésmiðj- um, þó að til séu undantekning- ar frá því. Bólstrarar og hús- gagnaverzlanir kaupa þessar grindur og bólstra þær. Hafa flestar húsgagnaverzlanir bólstr- ara í sinni þjónustu, sem bólstr- ára í sinni þjónustu, sem bólstra gögn, sem verzlanirnar selja. Und- antekningar eru þó frá þessu líka, svo sem Húsgagnahöllin, sem læt- ur lítið bólstra, en selur fyrir aðra. Meginástæðan fyrir þessu fyrir- komulagi er sú, að samkeppni um verð er svo hörð, að það þolir ekki eðlilega álagningu á þremur fram- leiðslustigum, trésmíði, bólstrun og sölu. Þar að auki flytja margar verzlanir sjálfar inn áklæði. á eig- in húsgögn. Trésmiðjurnar skiptast í megin atriðum í fjóra hluta. Þær sem stunda þjónustustörf, svo sem við- gerðir, margs konar smíði eftir samningum og útboðum o. s. frv. í öðru lagi þær sem framleiða grindur fyrir verzlanir og bólstr- ara. í þriðja lagi þær, sem fram- leiða tréhúsgögn, svo sem sófa- borð, kommóður, borðstofuhús- gögn og fleira, og lolcs þær, sem framleiða aðallega hurðir og inn- réttingar. Oft getur sama tré- smiðja framleitt fleira en eitt af þessu eða allt þetta. Stærstu húsgagnaverksmiðjurn- ar hafa allar bæði trésmiðju og bólstrun, en þær munu vera Tré- smiðjan Víðir, Gamla Kompan ið, Ingvar og Gylfi, Kristján Siggeirs- son og Valbjörk. Stærstar húsgagnaverzlananna eru Húsgagnahöllin, Skeifan, Hi- býlaprýði, Víðir, Kristján Sig- geirsson, Valhúsgögn, gg Vöru- markaðurinn. Það er athyglisvert, hversu lít- il sérhæfing er á meðal stærstu húsgagnaverksmiðjanna og hús- gagnaverzlananna. Vottar aðeins fyrir þessari sérhæfingu, en hlýt- ur að þurfa að verða miklu meiri, áður en samkeppni erlendra að- ila hefst fyrir alvöru. □ Þegar gengið er um og rætt við menn í hinum ýmsu fyrirtækj- um húsgagnaiðnaðarins, kemur í Ijós að margvíslegar breytingar eru á döfinni, þó að ekki séu þær allar áberandi. Guðmundur Jóhannsson, verzí- unarstjóri í Skeifunni, bendir á að smekkur fólks sé að breytast og verða fjölbreyttari. Fólk hefur nú meiri áhuga fyrir gömlum hijs- gögnum og stökum gripum inn- an um settin. Flest húsgögn hafa núna lausa púða, en eru ekki al- stoppuð, eins og áður tíðkaðist. Þá fer vaxandi, að sögn Guðmundar, að fólk kaupi máluð húsgögn, sér í lagi í borðstofur. Þá eru pluss- áklæði að ná vinsældum að nýju. Hann segir sölu á venjulegum sófasettum fara heldur minnkandi. Nú kaupi fólk frekar tveggja sæta sófa og fleiri stóla, oft ekki alla í sama stíl. Innflutningur á húsgögnum er háður kvótaákvæðum og hefur verið lítill. Skeifan hefur flutt inn nokkuð af húsgögnum, en ekki í stórum stíl, enda eru þau dýrari en íslenzk. Stafar það fyrst og

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.