Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 8
Matvöruverzlunin er of dreifð á höfuðborgarsvceðinu. vörukaupmanna, auk þess að SÍS hefur rekið í Reykjavík birgðastöð fyrir kaupfélögin. Með þessum samtökum hefur verið ste'fnt að samstæðari inn- kaupum og einfaldari vörudreif- ingu til verzlana, í einu orði sagt hagræðingu á þessu sviði. Ljóst er, að þrátt fyrir þessar aðgerðir, standa ýmsir „úti í kuldanum“. og þörf er enn víð- tækari aðgerða meðal kaup- manna. bæði á sviði innkaupa og birgðahalds og með tilliti til greiðsluhátta. Athuganir FV virðast leiða í Ijós, að mesti vandinn í sam- bandi við frekari aðgerðir, sé sá, að matvöruverzlun á höfuð- borgarsvæðinu sé of dreifð. Hin mikla dreifing sem átt hefur sér stað, stafar af ýmsum or- sökum, en þungar eru á met- unum ástæður sprottnar frá nú- gildandi verðlagningarreglum og skorti á aðhaldi sveitarfélag- anna varðandi skipulag verzl- unar af þessu tagi. Verzlanirn- ar eru nálægt 150, að meðtold- um verzlunum KRON, en af þessum fjölda eru æði margar örsmáar verzlanir, jafnvel á okkar mælikvarða, sem engar venjulegar rekstursreglur ná yfir. Við þetta bætist síðan. að Mjólkursamsalan rekur tugi mjólkurbúða, sem selja mest notuðu mjólkurvörurnar og, rýrir það að sjálfsögðu enn rekstursgrundvöll eðlilegra og vel búinna matvöruverzlana. Það er svo aftur á móti ör- ugglega mjög viðkvæm spurn- ing, hvort unnt sé að brjóta málið til mergjar frá þessari hlið, og vissulega þýðir ekki um það að tala fyrr en gert hefur verið ráð fyrir því í að- búð matvöruverzlunar, að hún geti borið sig við venjulegar aðstæður og miðað við almenn- ar kröfur nútímafólks um vöru- úrval og þjónustu. A meðan beinist áhugi kaup- manna einkum að auknu sam- starfi í viðskiptum við heild- verzlanir, bæði um vörubirg- ingu og greiðsluhætti, svo og saimstarf um fræðslu og fleira á þessum sviðum. En aukið sam starf af þessum toga er veru- legum vandkvæðum bundið, vegna þess hve verzlanirnar eru í rauninni ákaflega ólíkar í eðli 'sínu. vegna gífurlegs stærð- armunar og af fleiri ástæðum, og einnig vegna þess skipulags- skorts, sem fengið hefur að hreiðra um sig til skamms tíma. Þess vegna er hætt við, að ekki verði miklu meiru um þok- að í átt til aukinnar hagræð- ingar, fyrr en almenn aðbúð og skipulag matvöruverzlunar- innar verður tekið til endur- skoðunar bæði af hájfu ríkis og sveitarfélaga og svo verzlunar- innar sjálfrar. 8 FV 8 1971

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.