Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Síða 14

Frjáls verslun - 01.08.1971, Síða 14
(Jtlönd Efnahagsráðstafanir Nixons og áhrif þeirra á heimsviðskiptin Fyrsta sem menn hafa lík- lega spurt sjálfa sig á Vestur- löndum eftir hina sögulegu sjónvarpsræðu Nixons Banda- ríkjaforseta nú fyrir skömmu e'r „hvaða áhrif hefur þetta á mín mál, hvar stend ég? hvað á ég að gera?“ Margir eru lík- lega enn að velta þessum spurn ingum fyrir sér ásamt ótal öðr- um, því að þótt að Nixon hafi i ræðu sinni sagt að innflutn- ingstollurinn yrði lagður á all- ar vörur hefur síðan komið í ljós að ýmislegt er undanskilið og eru ekki öll kurl komin til grafarinnar í því sambandi, því að í hvert skipti sem skip kem- ur til hafnar í Bandaríkjun- um, því að þótt Nixon hafi vandamál um hvernig varan skuli tollafgreidd. Flestir reyna að hugga sig við að hér sé að- eins um bráðabirgðaráðstafan- ir að ræða og að bjartari tím- ar séu framundan. Ljóst er þó að iðnaðarlönd á Vesturlöndum verða harðast úti, en þeir sem selja Banda- ríkjunum hráefni sleppa með skrekkinn. Japanir hafa þegar lýst því yfir að tollurinn muni kosta þá 1,2 milljarða dollara það sem eftir er af árinu í viðskiptum þeirra við Banda- ríkjamenn. Sviss segir að 90% af útflutningi þess til Banda- ríkjanna (áætlaður 50 milljón- ir dollara fram til áramóta) lendi í tollinum. Belgía segir að 6% af heildarútflutningi hennar lendi undir tollinum og v-þýzka iðnrekendasambandið grípur svo sterkt til orða að það segir að tollurinn muni eyðileggja viðskiptasambönd landanna. Þessir kveinstafir erlendra útflytjenda til Bandaríkjanna ásamt bættum vöruskiptajöfn- uði Bandaríkjanna, gefa Bandaríkjamönnum sterkt vopn í hendur í kröfum þeirra um heildarendurskoðun al- þjóðafjármálakerfisins, sem líklegt er að fari fram á næst- unni og hefur þegar verið byrj- að að undirbúa. Hinn vestræni heimur var fljótur að gera sér grein fyrir því að Nixon var ekkert að gera að gamni sínu. Hann var orðinn þreyttur á sí- felldum árásum erlendra fjár- málaspámanna á dollarann og sagði hreinlega „herrar mínir, hingað en ekki lengra, nú er komið nóg af svo góðu“. Hér átti það líklega stærsta þáttinn að vöruskiptajöfnuður Banda- ríkjanna var óhagstæður um rúmlega 10 milljarða dollara fyrstu 6 mánuði ársins og eitt- hvað varð að gera til að bæta úr því ástandi. Kunnur bandarískur banka- maður sagði eftir ræðu Nixons og eftir að hann hafði heyrt viðbrögðin utan úr heimi: „Ef löndin kvarta um viðskipta- höft. getur stjórnin bara sagt við þau: „Allt í lagi, hækkið gengi gjaldmiðils ykkar og hættið að leika ykkur að doll- aranum og við skulum afnema höftin“. Þetta myndi einkum eiga við Japani, sem hafa þrjóskazt við að hækka gengi Yensins. þrátt fyrir að japanskt efnahagslíf stendur með mikl- um blóma og efnahagur þess einn sá sterkasti í heimi ásamt V-Þýzkalands. Tollurinn var hugsaður með það fyrir augum að hann he'fði lágmarksáhrif á viðskipti S- Ameríkulanda, Afríkulanda og Nixon ásamt fjármálaráðherra sínum, lohn Connally, sem talið er, að sé helzti höfundur efnahagsráðstafananna. Connally, sem er demókrati og fyrrverandi ríkisstjóri í Texas, er nú einn sterkasti maðurinn í stjórn Nixons, og um hann hefur verið rcett sem varaforsetaefni Nixons í kosningunum 1972. 14 FV 8 1971

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.