Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 41
LM HEIMA OG GEIMA Of þreytt ... „Eg veit ekki hvað er að mér,“ sagði vændiskonan við lækninn, ,,ég hef ekkert þrek þrátt fyrir öll vítamínin sem ég fæ.“ Læknirinn skoðaði hana gaumgæfilega og kvað síðan upp úrskurð sinn: „Það er ekk- ert að yður, þér vinnið aðeins of mikið. Ég legg til að þér farið ekki í rúmið næstu daga.“ Boðið út. Við skulum hafa dásamlegt kvöld, sagði verzlunarskólanem andinn við vinstúlku sína. „Eg fékk þrjá miða í Þjóðleikhús- ið.“ „En hvers vegna þrjá miða?“ spurði vinstúlkan. „Einfalt mál,“ svaraði verzl- unarskólanemandinn, „þeir eru fyrir mömmu þína, pabba og bróður.“ — Segðu símastúlkunni að hringja í lögregluna eftir hálf- tíma! Játningin. Ragnar sat við dánarbeð konu sinnar, Sigríðar. Rödd hennar var mjög veikburða. „Ragnar, elskan, ég verð að játa fyrir þér áður en ég fer .. . Það var ég sem tók peninga úr peningaskápnum í fyrra, það var ég sem hélt við vinnufélaga þinn, það var ég sem hrakti vinkonu þína burtu úr bænum „Þetta er allt í lagi, hugsaðu ekki meira um það,“ svaraði Ragnar. „Það var ég, sem eitr- aði fyrir þig.“ Þessi sérstœða kröfuganga átti sér stað í Kaupmannahöfn fyr- ir nokkru. Sú, sem mótmœlir, er hin 19 ára gamla Sarsona Christensen. Að grípa fram í. Móðir Bjarna hafði verið í bui’tu í nokkra daga og var nú komin heim. Hún spurði Bjarna um síðustu daga. ,Jæja,“ sagði Bjarni, „eitt kvöldið var ægilegt óveður, svo þá svaf MIG og pabbi saman." „Bjarni,“ greip fallega vinnu- konan inn í, „þú meinar pabbi og ég.“ „Nei, alls ekki,“ útskýrði Bjarni. „Það var sl. þriðjudag, en ég var að tala um mánudag- inn.“ Hér er verið að velja Ungfrú alheimur (nakin). Þœr hafa ekkert að fela fyrir dómendum og œttu úrslitin því að vera sanngjörn. Sölumaður á ferð Ég er viss um að þú hefur heyrt um sölumanninn sem fór norður í vor og bíllinn bilaði í vonda veðrinu. Hann gekk til næsta bæjar og bankaði á dyrn- ar. Gamall bóndi kom til dyra og sölumaðurinn bað um nætur- gistingu. „Þú mátt gista^ en ég á enga dóttur fyrir þig til þess að sofa hjá,“ svaraði bóndinn. „Jæja,“ svaraði sölumaður- inn, „hvað er langt á næsta bæ?“ FV 8 1971 41

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.