Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1972, Page 8

Frjáls verslun - 01.04.1972, Page 8
Island Eignir fimm lífeyrissjóða rúmar 2000 milljónir í árslok 1970 Heildareignir uxu um 519% á 10 árum Ríkisstjórnin hefur sem kunnugt er farið fram á það við lífeyrissjóðina, að þeir ráð- sta.fi ákveðnu hlutfalli af ráð- stöfunarfé sínu til fjármögnun- ar lánakerfis Byggingasjóðs ríkisins. Af þessu tilefni er forvitnilegt að kanna stærð þessara sjóða, hve mikl- um fjármunum þeir ráða. yfir. í skýrslu Seðlabanka íslands, sem birt var í marzlok, koma fram ýmsar athyglisverðar upplýsingar um þetta efni. Lífeyrissjóðum hefur fjölgað mjög ört á undanförnum árum eða úr 41 árið 1961 í 90 árið 1971 og er nú talið, að 70—80 % allra vinnandi karla og kvenna á landinu séu í lífeyr- issjóðum. Eignir lífeyrissjóð- anna hafa líka vaxið mjög hratt undanfarin ár, mun hrað- ar en eignir annarra stofnana, er hafa ávöxtun á fé með hönd- um. 519% EIGNAAUKNING Á TÍU ÁRUM. Á árunum 1961—70 uxu heildareignir lífeyrissjóða um 519% en það jafngildir 22,5% aukningu á ári að meðaltali. Ráðstöfunarfé innlánsstofnan- anna hefur á sama tíma aukizt um 261%, sem jafngildir 15,3 % árlegri aukningu. Útlán líf- eyrissjóðanna hafa svo vaxið á sama tímabili um 475% eða 21,5% á ári til jafnaðar borið saman við aukningu í útlánum innlánsstofnana, er nemur 230 % eða 14,2% á ári til jafnað- ar. Elztu lífeyrissjóðirnir eru yf- irleitt fyrir opinbera starfs- menn ríkis og sveitarfélaga og ríkisbankanna. Nokkrir sjóðir fyrir starfsmenn einkafyrir- tækja, svo sem eftirlaunasjóðir Eimskipafélagsins og Skelj- ungs, eru einnig nokkuð gaml- ir, en mest fjölgun sjóðanna á þessum sl. áratug átti sér stað árið 1970, en þá hófu starfsemi sína lífeyrissjóðir þeir, sem fé- lög innan Alþýðusambands ís- lands stofnuðu eftir samning- ana við atvinnurekendur 1969. Fyrir stofnun lífeyrissjóða ASÍ var talið, að í lífeyrissjóð- um væru 25—35.000 manns. Með tilkomu hinna nýju lífeyr- issjóða árið 1970 má áætla, að a.m.k. 20.000 manns hafi bætzt í hópinn. Þá nær hinn nýstofn- aði lífeyrissjóður bænda til a. m.k. 4.000 manns. Er því tal- ið, að a.m.k. 50.000 til 60.000 manns eigi aðild að lífeyris- sjóðum, en fjöldi vinnandi manna er um 83.000. GÖMLU SJÓÐIRNIR 9.805 MILLJ. 1975? í árslok 1970 voru eignir lífeyrissjóða annarra en ASI- sjóðanna samtals 3.553 milljón- ir kr. en eignir ASÍ-sjóðanna eru áætlaðar 59 milljónir. Uppistaðan í vexti lífeyrissjóð- anna á sjöunda áratugnum hef- ur verið í gömlu lífeyrissjóðun- um. Ef gert er ráð fyrir, að árlegur vöxtur þeirra verði áfram hinn sami árin 1970—• 75 og hann var á sjöunda ára- tugnum, verða heildareignir þessara gömlu sjóða komnar í 9.805 milljónir í árslok 1975. Ekki er víst, að vaxtarhraðinn verði hinn sami en þó er ó- líklegt, að hann fari niður fyrir 18% á ári og ekki yfir 27%. Sé lægra markið notað verða eignir þeirra í árslok 1975 komnar í 8.240 milljónir en sé hærra markið notað, þá verða þær komnar i 11.790 milljónir króna það ár. Ekki er unnt að áætla, hverj- ar verða orðnar eignir ASÍ- lífeyrissjóðanna árið 1975, en það er að miklu leyti komið undir þeim lífeyrisgreiðslum, sem frá sjóðunum koma. í því efni er ekki mögulegt að styðj- ast við þá reynslu um hlutfall iðgjaldatekna og lífeyris- greiðslna, sem ríkt hefur í eldri sjóðum, m.a. vegna þess að reglur um lífeyri úr ASÍ- sjóðnum eru nokkuð frá- brugðnar reglum um sama efni hjá öðrum sjóðum. Eftir því sem næst verður komizt er tal- ið, að iðgjaldatekjur ASÍ-sjóð- anna verði 550 milljónir árið 1975. FIMM STÆRSTU SJÓÐIRNIR. Lífeyrissjóður ríkisstarfs- manna hefur ávallt verið lang- stærsti lífeyrissjóðurinn. í árs- lok 1970 námu eignir hans l. 000,4 milljónum króna eða tæpum 28% af heildareignum lífeyrissjóða. Næstir honum að stærð er lífeyrissjóður verzlun- armanna með 370,2 milljónir í eignum í árslok 1970, en síðan kemui’ lífeyrissjóður sjómanna (307,8 m. kr.), lífeyrissjóður SÍS (297,2) m. kr.) og lífeyris- sjóður barnakennara (145,2 m. kr.). Samtals námu eignir fimm stærstu sjóðanna 2.126,8 m. kr. í árslok 1970, eða um 58,9% af heildareignum lífeyr- issjóða. 8 FV 4 1972

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.