Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1972, Side 12

Frjáls verslun - 01.04.1972, Side 12
FLUGAFGREIÐSLA í HÓTELINU? Fyrsti áfangi Hótel Esju, sem nú er notaður, er 25.772 rúmmetrar og 134 herbergi. Eítir stækkun verður húsið 46.153 rúmmetrar og 268 her- bergi. Þá er hugsanlegt að reisa til suðurs frá aðaibygg- ingunni álmu fyrir heilsurækt og siðast en ekki sízt hefði Fiugiélag íslands tækifæri til að koma sér upp flugafgreiðslu í annarri álmu, sem byggja má til suðurs frá hótelinu að vest- anverðu. Þaðan er stutt að fara út á Kringlumýrarbraut og beint suður á Reykjanesbraut til Ketlavikurflugvallar. Öll þessi mál eru enn á stigi írumathugunar, en ljóst er, að línurnar hijóta að skýrast á næstunni. Viðræðum flugfélag- anna um sameiningu hefur enn ekki verið lokið og opin- ber yfirvöld gera sér vonir um, að samkomulagsumleitunum verði haldið áfram, eins og fram kemur í viðtali við Hannibal Valdimarsson, sam- gongumálaráðherra, annars staðar í þessu blaði. í því við- tali segir ráðherrann, að fari svo, að félögin komi ekki í veg fyrir alvarleg átök sín á milli á flugleiðunum til Norður- landa, kunni svo að fara, að stjórnvöld skipti ferðum á milii þeirra. Slíka lausn vill ráðherrann þó forðast í lengstu lög, og hver veit nema reynsl- an sýni, að friðsamleg sambúð geti ríkt 1 Norðurlandafluginu, þó að ólíklegt kunni að virðast fljótt á litið. FRIÐSAMLEG SAMBÚÐ HUGSANLEG í þessu sambandi er þó rétt að hafa hugfast, að Loftleiðir hafa lagt ríka áherzlu á að kynna Norðurlandaflug sitt í Bandaríkjunum og auglýstu meðal annars á átta síðum í litum í mjög víðlesnu banda- rísku ferðamálablaði í vetur| Loftleiðir hafa líka hvatt Norð- urlandabúa til að ferðast með sér vestur um haf og í sumar hafa þegar verið bókaðir fjöl- mennir hópar vestur um haf með félaginu á vegum ferða- skrifstofa í Svíþjóð. Þar er um að ræða viðskipti, sem ekki eru rekin í beinni samkeppni við Flugfélag íslands. Sana á Akureyri fær sjálfeyðandi flöskur Öl- og gosdrykkjagerðin Sana á Akureyri er inn þessar mundir að semja við sænska verksmiðju um kaup á plast- flöskum, sem eru sjálfeyðandi að notkun lokinni, og kemur til greina, að Sana hefji fram- leiðslu á þessum umbúðum hérlendis. Að sögn Magnúsar Þórisson- ar, verksmiðjustjóra, hafa for- ráðamenn Sana rætt þessi mál við framleiðslufyrirtækið Rig- ello í Svíþjóð, og verður gerð markaðskönnun hérlendis fyr- ir umbúðir af þessu tagi nú á næstu mánuðum. Mun Sana fá 250 þús. flöskur í tilrauna- skyni og selja framleiðslu sína í þeim til að kanna viðtökur. HAFA REYNZT VEL í SVÍÞJÓÐ Þessar flöskur, sem hafa ver- ið í notkun í Svíþjóð í þrjú ár, eru þeim eiginleikum gæddar, að þegar kolsýran rýkur úr þeim með drykknum og súr- efni loftsins kemst að, verða efnabreytingar, sem eyða flöskunni algjörlega. Er þetta mjög áhrifarík vörn gegn mengun af gleri og dósum utan af öli og gosdrykkjum. Notar sænska ölframleiðslan Pripps nú plastflöskur af þess- ari gerð fyrir um 70% af allri framleiðslu sinni. VÉLAR AÐ LÁNI? Ef umbúðirnar hljóta góðar viðtökur hérlendis, er gert ráð fyrir því, að Sana fái fram- leiðsluleyfi og vélar að láni frá Svíþjóð. Þær, sem nú eru í notkun, þykja nokkuð af- kastamiklar fyrir íslenzkar að- stæður, enda framleiða þær milljón flöskur á mánuði. Minni samstæður, sem betur myndu henta, eru þó í undir- búningi hjá verksmiðjum. ÓDÝRARI EN GLER- FLÖSKUR Eins kemur til greina að flytja umbúðirnar inn, og hef- ur Sana leitað tilboða frá skipafélögunum í flutninginn. Þessar umbúðir eru mjög létt- ar og ódýrari en glerflöskurn- ar, sem nú eru notaðar hjá ís- lenzkum gosdrykkjaverksmiðj- um. 12 FV 4 1972

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.