Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1972, Síða 15

Frjáls verslun - 01.04.1972, Síða 15
ur einmitt skort til þessa, þótt þær séu forsenda aukinna tengsla Afríkuríkja. Þannig liggur fljótasta leiðin fyrir kaupmann frá Casablanca til Kairo enn um París eða Róm, frá Dar-es-salem í Tanzaníu til Kinshasa í Kongó er fljótast að fara um Jóhannesarborg í S.-Afríku. Fjarritunarsamband milli Nairobi og Khartum í Súdan fer um London, og að- eins 16 aðildarríkja OAU hafa beinar flugsamgöngur sín á milli. „Þegar tengslin skortir, verðum við að skapa þau,“ sagði Kenyatta. Fyrstu vísar þeirra eru nú þegar til stað- ar. Sex ríki hafa ráðagerðir um þjóðveg yfir Afríku, sem tengi hafnarborgina Mombasa í Kenía,' við Indlandshaf, yfir 7000 kílómetra leið við At- lantshafið hjá Lagos, höfuð- borg Nígeríu. Að þessum fram- kvæmdum standa Úganda, Kenía, Zaire, Kamerún, Níger- ía og Miðafríkulýðveldið. ERFIÐ SAMBÚÐ Fjórtán þúsund menn úr verkfræðideildum kínverska hersins eru að leggja teina fyr- ir járnbrautarlínu milli Lús- aka og Dar-es-salam, 1850 kílómetra veg. Vestur-þýzk byggingafyrirtæki vinna að endurbótum á vegakerfi Níger- íu, og bandarískir vegagerðar- verktakar eru að tengja Zam- bíu við Tansaníu í austurhluta álfunnar og við Botsvana í suðri. Forsætisráðherra Nígeríu, Yakubu Gowon, leggur til að fyrsta þrepið í stofnun „stórs efnahagsbandalags Afríku, sem felli niður allar hömlur á verzlun milli Afríkuríkja“, verði svæðisbundin efnahags- bandalög. Til þessa hafa til- raunir til að gera viðskipta- samninga á ákveðnum svæð- um álfunnar nær alltaf farið út um þúfur. Til dæmis skýrði forseti Tsad, Francois Tombalbaye, í febrúar síðastliðnum frá úr- sögn ríkis síns úr fjölþjóðlega flugfélaginu Air Afrique. Ástæðan til úrsagnarinnar var, að Tombalbaye móðgaðist, þegar flugfélagið flutti svæðis- höfuðstöðvar sínar frá Duala í Kamerún til Libreville í Gabon, en ekki til Tsad. Kamerún hafði strax í fyrra hætt þátttöku í flugfélaginu. Þegar fulltrúar EBE ætluðu í febrúar í fyrra að hitta að máli í Nairobi fulltrúa þeirra ríkja í Afríku, sem hafa tengsl við EBE, neituðu fulltrúar Úganda í fyrstu að ganga í ráðstefnusalinn. Það var ekki fyrr en búið var að setja mynd af Amin fyrir framan inngang- inn í stað myndar af fyrrver- andi forsætisráðherra Úganda, Milton Obóte, að fulltrúarnir gengu til sæta sinna á ráð- stefnunni. Þrátt fyrir alla öfundina og rifrildið vona framfarasinnað- ir Afríkumenn, að Afríkurík- in geti komið fram sem ein heild í samningum ,,svörtu“ ríkjanna og EBE, þegar fjall- að verður um framlengingu aukaaðildarsamninga þeirra við EBE-ríkin á næstu árum, en samningarnir gilda nú til 1975. „Það mundi vera mikilvæg- asta skrefið í átt til einingar Afríku,“ ritar blaðamaðurinn og forsetasonurinn í Kenía, Peter Kenyatta. Rcrfkerfi Rafkerfi °g dieselkerfi SMITIIS K'LG Mœlar og miðstöðvar Rafkerti og hitakerti SKIPHOLTI 35 BifreiSalökk GIRLING hemlakerfi og höggdeyfar SÍMAR 81350-2 FV 4 1972 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.