Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1972, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.04.1972, Qupperneq 33
Hotel—veitingastaðir „Fyrir alla muni bjóðið okkur eitthvað annað en lambakjöt“ — Fjölbreytni á íslenzkum matseðlum skortir, segir Skúli Þorvaldsson< á Hdtel Holti. Um þessar mundir er unn- ið að stækkun á Hótel Holti við Bergstaðastræti í Reykja- vík. Bætast þar 18 tveggja manna herbergi við þau 35 herbergi, þar af 6 eins manns, sem fyrir eru. Viðbótin mun því rúma 36 gesti og kostar um 25 milljónir króna. í þessum nýju húsakynnum verður líka lítill funda- og samkomusalur á neðstu hæð ásamt eldhúsi og litlum bar. Skúli Þorvaldsson, hótel- stjóri á Hótel Holti, segir, að aðsókn að hótelinu hafi farið stöðugt vaxandi á þeim átta árum, sem það hefur starfað. Síðasta ár var þó tvímælalaust hið bezta á rekstrarskeiði hót- elsins. Innlendir og erlendir viðskiptavinir Holts, einkan- lega kaupsýslumenn, kunna vel að meta nálægð þess við miðborgina, og hversu hljóð- látt er í næsta nágrenni við hótelið, enda umferð lítil sem engin þar verulegan hluta sól- arhringsins. Hefur forráða- mönnum Holts tekizt að ná föstum viðskiptavinum með samningum við sendiráð og verktakafyrirtæki, svo að dæmi séu nefnd um aðila, sem þurfa oft að fá gistingu í Reykjavík. KYNNING ERLENDIS Nýting á Hótel Holti á síð- asta ári var að meðaltali 67%. í viðleitni sinni til að afla við- skiptavina gefur Hótel Holt út árlega kynningarrit, sem sent er til nokkur hundruð ferða- skrifstofa erlendis. Þannig hef- ur bæklingur þessi verið send- ur í átta ár samfleytt til ferða- skrifstofu í Belgíu, sem hefur engin viðbrögð sýnt fyrr en í fyrra, að hún sendi einn gest til dvalar á Holti. Á þessum vetri hefur hins vegar rignt niður pöntunum frá henni fyr- ir gesti, sem ætla að koma til íslands í sumar. Þar er ein- göngu um einstaklinga að Skúli: „Gerct á mönnum kleift að reka nœturklúbba." ræða, því að Hótel Holt bind- ur viðskipti sín að mjög tak- mörkuðu leyti við hópferðir. VÍNVEITINGALÖGGJÖFIN Skúli Þorvaldsson telur nauðsynlegt, að breytingar verði gerðar á vínveitingalög- gjöfinni, og er reyndar ekkert nýtt að heyra það sjónarmið frá veitingamanni. Skúli telur, að daglegan vínveitingatíma eigi að lengja, fella niður bann- ið á miðvikudögum, og gera mönnum ennfremur kleift að reka næturklúbba, sem væru opnir þrjú kvöld í viku fram til fjögur eða fimm að morgni. Hinir almennu dansstaðir, sem veitingahúsin reka, ættu svo þar að auki að vera opnir á hverju kvöldi til kl. eitt eða tvö eftir miðnætti, í stað helg- anna eingöngu, eins og nú ger- ist. VERÐLAGIÐ Á VEITINGA- STÖÐUM Allnokkuð hefur borið á gagnrýni á skorti á flokkun veitinga- og gististaða á ís- landi, og þá bent á, að greiða- sölustaðir úti á landi hagi verðlagningu hjá sér með því að taka upp sömu verð og gilda á beztu veitingastöðum í Reykjavík. Skúli bendir á það í þessu sambandi, að verð á mat og gistingu sé ekki háð verðlagsákvæðum, nema hvað verðstöðvun hefur náð til þess. Þar af leiðandi geti veitinga- menn úti á landi haft nokkuð frjálsar hendur meðan þeir eru í þeirri aðstöðu, að sam- keppni er ekki fyrir hendi, en ferðafólkinu nauðsyn að kaupa veitingar þeirra. FÓLKI OFBÝÐUR ALLT LAMBAKJÖTIÐ „í framhaldi af þessu,“ seg- ir Skúli, „finnst mér ástæða til að rifja upp ummæli ferða- manna, sem ég hef rætt við eftir ferðir þeirra um landið á vegum ferðaskrifstofanna. Þegar þeir koma hingað til okkar og eiga að setjast að snæðingi, er það vanalega við- kvæðið: „Fyrir alla muni bjóð- ið okkur bara eitthvað annað en lambakjöt.“ Þetta lamba- kjötsát á veitingastöðum á ís- landi er gengið út í öfgar, og það hlýtur að teljast skylda ferðaskrifstofanna, sem annast skipulagningu ferða um land- ið, stundum 10—12 daga, að koma því svo fyrir, að FV 4 1972 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.