Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1972, Side 37

Frjáls verslun - 01.04.1972, Side 37
Ráðstefnur Ráðstefnugestir koma fyrst og fremst í sumarleyfi sínu tii íslands lllikið verk framundan ef koma á upp alþjóðlegri miðstöð fyrir ráðstefnuhald hér á landi Rætt við Erling Aspelund, forstjóra tflótels Loftleiða „Reynslan, sem fengizt hef- ur af ráðstefnu- og fundahaldi í hinum nýju húsakynnum okkar, sem nú eru ársgömul, er tvímælalaust góð, og sumir erlendir 'þátttakendur í ráð- stefnum hafa sagt, að aðstað- an hér gefi ekkert eftir bví, sem þeir hafa kyn.nzt til dæm- is í Genf, hinni miklu ráð- stefnuborg.“ Þannig mælti Erling Aspe- lund, forstjóri Hótels Loftleiða, er FV ræddi við hann um ráð- stefnuhaldið í hótelinu. „Reynslan varð þegar góð í fyrrasumar. í sumar eru bók- aðar átta ráðstefnur og sjö á næsta ári, en sú áttunda er í undirbúningi. Þegar er ein ráð- stefna ráðgerð 1974. Það kem- ur í ljós, að ráðstefnurnar eru einkanlega haldnar á tímabil- inu maí/ágúst. Það er senni- lega staðreynd, sem við verð- um að sætta okkur við, að langmestur hluti þátttakenda kemur í sumarleyfi sínu. Aft- ur á móti ber okkur tvímæla- laust að stefna að því að fá vinnuráðstefnur svo kallaðar á öðrum árstímum." í aprílmánuði var haldin ráðstefna með erlendri þátt- töku um mengun hafsins á vegum utanríkisráðuneytisins. Sagði Erling það mjög lofs- vert, þegar opinberar stofnan- ir riðu þannig á vaðið og boð- uðu til fundahalda utan aðal- ferðamannatímans. Nýtingin á Hótel Loftleið- um hefur verið minni nú en á síðustu árum, og er það afar eðlilegt með þeirri miklu aukn- ingu á gistirými, sem varð í Erling: „Reynslan í nýju húsa- kynnunum er góð." fyrra. Árið 1971 var heildar- nýtingartalan 60,2% fyrir allt árið, en 74,8% árið áður. í júlímánuði í fyrra komst nýt- ingin í 67%, en það hlutfall verður greinilega hagstæðara nú í sumar eftir því sem bók- anir gefa til kynna. Til kynningar á aðstöðu sinni til ráðstefnuhalds hefur Hótel Loftleiðir nú gefið út möppu með upplýsingum um hótelið sjálft ásamt öðrum landkynningarritum. Hefur henni verið dreift til fyrir- tækja, sem vitað er, að þinga reglulega. Þá gáfu hótel og flugfélögin út sameiginlegan kynningarbækling fyrir rúmu ári með þátttöku Reykjavíkur- borgar. Hefur honum verið dreift til ferðaskrifstofa víða um heim. Ennfremur hefur Hótel Loftleiðir auglýst mikið í handbókum, sem ætlaðar eru til notkunar á ferðaskrifstof- um. Erfiðlega hefur gengið enn sem komið er að fá ráðstefnur til íslands með þátttöku fólks utan Norðurlanda. Ef litið er á skrá yfir ráðstefnurnar, sem nú eru fyrirhugaðar, kemur í ljós, að langmestur hluti þeirra er boðaður vegna þátttöku ís- lendinga í norrænu samstarfi, og að fundir af þessu tagi eru haldnir til skiptis á Norður- löndunum. Erling Aspelund segir, að það virðist erfitt að fá menn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýzkalandi, svo dæmi séu nefnd, til að breyta um, og mikið verk sé framundan, ef ná skuli því marki, að raun- verulegri alþjóðlegri miðstöð fyrir ráðstefnuhald verði kom- ið á hér á landi. FV 4 1972 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.