Frjáls verslun - 01.04.1972, Side 51
BOSWEEL
HERRASKYRTUR
UMBOÐSMENN:
ÁGÚST ÁRMANN HF.
SÍMI 22100
— Ekkert virðist hafa miðað
áfram í viðræðum fulltrúa
Flugfélags Islands og Loftleiða
um samvinnu þeirra, þó að um-
ræðum hafi ekki lokið form-
lega. Félögin náðu t. d. ekki
samkomulagi um samræmda á-
ætlun fyrir Norðurlandaflugið
í sumar. — Teljið þér, að við-
ræður fulltrúa flugfélaganna
hafi þar með farið út um þúfur,
og ætlar ríkisstjórnin að grípa
í taumana til að koma í veg
fyrir þessa samkeppni, sem
margir álíta, að muni ríða öðru
hvcru félaginu að fullu á þess-
um umræddu flugleiðum?
— Já, umræður þær, sem
samgönguráðuneytið hafði milli
göngu um milli Loftleiða og
Flugfélags íslands um aukið
samstarf eða sameiningu,
horfðu lengi allvel og gáfu
vonir um árangur. Bæði félög-
in virtust viðurkenna, að skyn-
samlegt væri að snúa bökum
saman og eyða ekki kröftunum
í háskalega samkeppni sín á
milli, heldur sameina kraftana
út á við gegn ofurefli erlendra
keppinauta. En því miður er
það svo, að eins og er virðast
samkomulagsleiðir hafa lokazt.
Þau keppa villt um Norður-
landaflugið að því er virðist
meira af kappi en forsjá. Þó
verður að ætla, að svo þroskuð
og þrautreynd fyrirtæki, sem
hér er um að ræða, kunni fót-
um sínum forsjá, og séu ekki að
stefna opnum augum út í ófæru.
Þér spyrjið, hvort ríkisstjórn-
in ætli að grípa í taumana með
valdboði til að koma í veg fyrir
þessa blindu samkeppni? — Um
það hefur ríkisstjórnin ekki
tekið ákvörðun, en það er mín
persónulega skoðun, að slíkt
beri að forðast í lengstu lög. Þó
getur komið til mála, að skipta
leiðum milli félaganna, ef
hætta teldist á, að þessi hat-
ramma samkeppni yrði öðru
hvoru þeirra að grandi. En von-
um samt, að ótti um það sé
ástæðulaus, og annað hvort sýni
sig, að möguleikar séu fyrir
bæði félögin á þessum leiðum,
eða þá að samkomulagsleiðir
milli þeirra opnist á ný.
FV 4 1972
51