Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1972, Síða 55

Frjáls verslun - 01.04.1972, Síða 55
Til Bangkok með SAS Eftir að hafa hugsað mig svolítið um og litið á nokkra ferðabæklinga hef ég ákveðið að benda yður á ferð með SAS til Bangkok. Frá Kaupmanna- höfn er lagt af stað kl. 1500 og lent í Bangkok kl. 0935 dag- inn eftir. Þetta er sérstaklega þægilegt flug með þotu af gerðinni Douglas DC-8. Aðeins ein millilending er á leiðinni, en það er í Tashkent í Rúss- landi og viðdvöl þar er um það bil 45 mínútur. Flugvöllurinn í Bangkok er ásamt Tokíó-flugvelli stærsti flugvöllur í Austurlöndum fjær. Þessi annar dagur ferðar- innar er til frjálsra afnota og vegna hins mikla tímamismun- ar verður lítið úr framkvæmd- um, en gott er að fá sér hress- andi bað í sundlaug hótelsins. Næstu tvær vikur er dval- izt í Bangkok og tímann verður að nota vel, enda margt að sjá í þessari fögru og sérstæðu borg. Hinn fljótandi markað- ur er eitt hið fyrsta, sem skoð- að er, og bezt er að gera það snemma morguns, meðan sól- in er enn lágt á lofti og mest um að vera á markaðnum. Far- ið er með vélbát eftir hinum ýmsu leiðum Chao Phya fljóts- ins, en á bökkum þess vaxa litskrúðugar orkideur eins og fífill í haga. Hitinn eykst með hækkandi sól og er því bezt að vera kominn heim á hótel um hádegið, því að oft er þá um 35 stiga hiti og loftslagið er rakt. Síðari hluta dagsins er bezt að nota til innkaupa, en í Bang- kok, eins og í öðrum austur- Jónas Jónasson hjá SAS. landaborgum, má gera góð kaup á ýmsum varningi, sem kostar of fjár hér á Vestur- löndum. Má þar nefna hið al- kunna Thai-silki, postulín og ýmsa skartgripi. Á kvöldin þarf engum að leiðast, og hægt er að velja milli rólegra mat- staða, með austurlenzkum mat, og margs konar næturklúbba, því að Bangkok er dæmigerð „24-tíma“ borg. Þegar svona langt er komið er freistandi að líta eilítið meira í kring um sig og frá Bangkok er greiðfært til allra hinna freistandi staða Austur- landa. Nepal, Burma, Hong Kong, Malasía svo eitthvað sé nefnt, og vandi er að velja, en ég hef kosið þriggja daga ferð til Nepal með Thai-Inter- national. Flogið er yfir hæstu tinda Himalajafjalla og þrátt fyrir stutt flug er eins og að koma í annan heim þegar lent er í höfuðborginni Kathmandu. Þarna er allt miklu frumstæð- ara en í Thailandi og um leið mjög heillandi. Allir dagar í þessari ferð eru fyrirfram skipulagðir og tíminn flýgur áfram í þessum undraheimi austursins. Fyrst er sjálf borg- in skoðuð og gefinn góður tími til kaupa á alls konar hand- gerðum varningi, sem svo mjög er eftirsóttur. Einnig eru skoðanaferðir um fjallahéruð Nepal og bær hinna heilögu „Bhaktapur“ sóttur heim. Til Kaupmannahafnar er svo haldið að morgni dags og komið kl. 1800 sama dag, en tímamismunur er sex klukku- stundir. Af hverju ekki Færeyjar? „Færeyjar, vinin í Atlants- hafi“ er lítill, vel skrifaður og fróðlegur bæklingur um Fær- eyjar, útgefinn af Flugfélagi íslands. Þar er m. a. svo til orða tekið, „að á eyjum þess- um búi einhver smæsta menn- ingarheild jarðar“, en íbúatal- an er í dag röskar 40.000 manns. Síðan flugsamgöngurnar hóf- ust hefur ferðamannastraum- urinn milli Atlantshafsvinj- anna tveggja aukizt ár frá ári og til þess leitt, að Flugfélag íslands áætlar í sumar að halda uppi þremur ferðum vikulega. Sérfargjald, sem gildir í minnst 6 daga og mest tvær vikur, er kr. 6.567,00. Haraldur Jóhannsson, sölu- stjóri hjá Flugfélagi Islands. FV 4 1972 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.