Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1972, Side 69

Frjáls verslun - 01.04.1972, Side 69
Hvar á að gista innanlands? FRJÁLS VERZLUN fer í hringferð um landið með lesendur sína o'g kynnir aðstæður á hótelum úti á landsbyggðinni samkvæmt upplýsingum frá forstöðumönnum þeirra. HÓTEL BORGARNES, Borgarnesi, símar: 93-7119 og 7219. Herb.: 20. Svefnpokapláss ekkert. Opið allt árið.Verð á herb. 1 manns kr. 603,00, 2 manna 802,00 og 922,00 og með baði 1.222,00, öll gjöld innifalin og auka rúm kostar kr. 250,00. Morg- unverður frá kr. 132,00. Hádegisverður frá kr. 270,00. Kvöldverður frá kr. 370,00. Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi. Vínveitingar. Sund- laug. Veiði: Hægt að útvega veiðileyfi í nær- liggjandi vötnum. Annað: Skemmtilegar dags- ferðir um Borgarfjörðinn og Snæfellsnesið. Borgarnes liggur vel við öllum leiðum um Borg- arfjörðinn og nærliggjandi sveitir. Áætlunar- ferðir til og frá Reykjavík, 3—4 á dag á sumrin. Hótelstjóri Geir Björnsson. * * * HÓTEL EDDA, Varmalandi, Borgarfirði, sími um Svignaskarð. Herb.:l, 2 og 3 manna m. handlaug. Alls 54 rúm. Pokapláss í skólastofum. Opið 22. júní til 31. ágúst. Verð: 1 manns kr. 505,00, 2 manna 705,00 og 3 manna 925,00. Veðlisti f. mat sam- kv. matseðli. Matsalur opinn frá 8.00 til 24.00. Dægrastytting: Setustofa og sjónvarp. Sundlaug á staðnum. Annað: Miðsvæðis í Borgarfirði, stutt að aka í Norðurárdal, Borgarnes, Mýrar, Reykholtsdal og í Húsafellsskóg og m. fl. * * * HÓTEL BIFRÖST. Norðurárdal, Borgarfirði, sími um Borgarnes. Herb.: 26 með 60 rúmum. Svefnpokapláss ekkert. Opið 10. júní fram í lok ágúst. Verð á herb.: 1 manns frá kr. 812,00, 2 manna kr. 1216,00. Morgunverður: frá kr. 150,00. Hádegis- og kvöldverður einnig framreiddur. Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi. Sundlaug er að Varmalandi (15 mín. akstur). Annað: Lítill 9 holu golfvöllur. borðtennis. badminton. leik- fimisalur. Hægt er að útvega hesta með dags fyrirvara, gufubað og gönguferðir. Hótelstjóri: Jónína Pétursdóttir. -)< tK tK SUMARBÚSTAÐIR HÚSAFELLI, Húsafelli, sími um Reykholt. 12 bústaðir með rúm fyrir 2—5 manns. Eld- unartæki og borðbúnaður. 10 smáhýsi fyrir 2— 3 í svefnpokum. Opið allt árið. Leiga 500—800 fyrir bústaðina, 400 kr. fyrir smáhýsin á sólar- hring. Dægrastytting: Sundlaug. Útvega veiðileyfi í Arnarvatni. hestaleiga á næsta bæ. Umsjónarmaður: Kristleifur Þorsteinsson. SUMARHÓTELIÐ STYKKISHÓLMI, Stykkishólmi, sími 93-8231. Herb.: 18. Svefnpokapláss aðeins fyrir hópa. Opið frá byrjun júní og fram í miðjan sept. Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi. Sundlaug í bænum. Veiði: Hópar geta fengið bát út 1 Breiðafjarðar- eyjar. Annað: Hópferðir í Breiðafjarðareyjar, vinsælar ferðir með Flateyjarbátnum, 2 til 3 í viku. Hótelstjóri: María Bæringsdóttir. * * * HÓTEL BJARKARLUNDUR, Reykhólasveit, A-Barðastrandarsýslu, sími um Króksfjarðarnes. Herb.: 15. Opið: 1. júní fram til 1—15. okt. Verð: 1 manns kr. 505,00, 2 manna kr. 705,00. Dægrastytting: Sjónvarp í setustofu. Sundlaug: útilaug að Reykhólum 15 km. akstur. Veiði: Silungsveiði á staðnum. Annað: Bjarkarlundur er miðsvæðis á Vestfjarðaleið og tilvalinn áningarstaður á leiðinni til og frá Reykjavík. Fallegt lands- lag fyrir gönguferðir, stuttar ökuferðir m.a. upp á Þorskafjarðarheiði og í Húnaflóa. Hótelstjóri: Svavar Ármannsson. -K -X * HÓTEL FLÓKALUNDUR, Vatnsfirði, sími um Patreksfjörð. Herb.: 4 en um miðjan júlí bætist við ný hótelálma með 16 herb. og 34 rúmum. Hvert hinna nýju herb. með sér snyrtiherb. Opið: 10. júní og þar til vegir lokast á þessum slóðum i nóv. Verð á herb. 1 manns kr. 505,00 og 2 manna kr. 705,00. Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi í nýja hótelinu. Sundlaug á Birkirnel 20 mín. akstur. Veiði: Sil- ungsveiði í Vatnsdalsvatni. Annað: Fallegt landslag er í Vatnsfirði og margt að skoða, þá er hægt að fara í dagsferðir á Látrabjarg eða hringferð til Patreksfjarðar og Arnarfjarðar og til baka í Flókalund. í Dýrafjörð er 2 klst. akstur. Hótelstjóri: Guðbjartur Egilsson. IIÓTEL MÁNAKAFFI, ísafirði, sími 94-3777. Herb.: 20. Svefnpokapláss ekkert. Opið allt árið. Verð á herb.: 1 manns kr. 502,00, og 2 manna kr. 670,00. Morgunverður frá kr. 130,00. Hádegis- og kvöldverður samkv. matseðli. Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi. Sundlaug í bænum. Annað: Dagsferðir um Vestfirðina. Hringferðir með djúpbátnum eru vinsælar og taka einn dag. Hótelstjóri: Bæringur Jónsson. FV 4 1972 69

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.