Frjáls verslun - 01.04.1972, Qupperneq 75
Mismunandi reglur um
nagladekk í Evrópu
í Svíþjóð má aðeins nota
naglahjólbarða á tímabilinu 1.
október til 30. apríl. Nagladekk-
in verða að vera á öllum hjól-
um, og sé ekið með aukavagni
með hemlum, eiga þar einnig
að vera nagladekk. Engar á-
kveðnar reglur hafa verið sett-
Settar verða reglur til að
koma í veg fyrir akstur á
nagladekkjum á Islandi að
sumarlagi.
ar um fjölda nagla, gerð eða
búnað. í Svíþjóð eru einnig sér-
stakar reglur um naglahjól-
barða á áætlunarbifreiðum og
vörubifreiðum. Séu nagladekk á
framhjólum, verður einn hjól-
barði hvorum megin öxuls líka
að hafa nagladekk.
I Finnlandi má einungis nota
nagladekk á tímabilinu 1. októ-
ber til 15. maí.
í Danmörku eru nagladekk
leyfð á tímabilinu 1. október til
30. apríl. Þar gildir einnig regl-
an um, að nagladekk skuli vera
á öllum fjórum hjólum.
Vestur-Þýzkaland hefur sér-
stakar reglur um notkun nagla-
hjólbarða. Notkunartíminn er
takmarkaður frá 15. nóvember
til 15. marz, og ekki má nota
nagladekk á bifreiðar, sem eru
þyngri en 2,8 tonn. Hámarks-
hraði, sem er leyfður fyrir bíla
með nagladekk, eru 100 kiló-
metrar á klukkustund. Aftan á
öllum bílum með nagladekk
skal einnig hafa sérstakt skilti
með tölunni 100, og þetta á
einnig við um bíla útlendinga.
f Frakklandi má einungis
nota nagladekk á tímabilinu 15.
nóvember til 15. marz. Fyrir
ökutæki undir 3,5 tonnum má
nota nag'ladekk allan þennan
tíma, og hraðinn má ekki fara
yfir 90 kílómetra á klst. Einnig
í Frakklandi þarf að merkja
bíla, sem hafa nagladekk, sér-
staklega með skilti, sem á stend-
ur talan 90 og þýðir, að þetta
er hámarkshraði fyrir bíla með
nagladekkjum Fyrir ökutæ'ki
yfir 3.5 tonna heildarþunga eru
nagladekk ekki leyfð í Frakk-
landi, nema fyrir almennings-
vagna.
í Sviss er notkunartími nagla-
dekkja frá 15. nóv. til 15. marz,
og þar er hámarkshraði fyrir
bíla með nagladekkjum 90 km
á klst., án tillits til aðstæðna.
í Sviss er einnig krafizt, að
skilti sé aftan á bílnum, þar
sem greinilega sé gefið til
kynna, að ekið sé með nagla-
dekkjum, og skiltið er merkt
tölunni 90. í Sviss gilda einn-
ig sérstakar reglur fyrir fjölda
nagla og lengd. Fyrir hjólbarða
13" og minna er hámarkið 110
naglar á hjólbarða, en fyrir
stærri hjólbarða en 13" má
fjöldi nagla ekki verða meiri
en 130 á hjólbarða. Hámarks-
fjarlægð frá slitfleti hjólbarða
er 1,5 mm. Nagladekk eru á
öllum hjólum, og bílar með
meiri heildarþyngd en 3,5 tonn
mega ekki hafa nagladekk.
í Bretlandi, Hollandi og Belg-
íu hafa ekki verið settar reglur
um notkun nagladekkja.
í norskum reglum er tekið
fram, að séu notuð nagladekk
fyrir ökutæki, sem er innan við
3,5 tonn, verði að vera nagla-
dekk á öllum hjólum. Notkun-
artíminn er frá 15. október til
1. maí. Við sérstök ökuskilyrði
er þó heimilt að nota nagladekk
á öðrum tímum en þessum. Fyr-
ir ökutæki yfir 3,5 tonn segir í
aðalatriðum í reglugerð, að hafa
skuli nagladekk á hjólum á
sama öxli og verði að vera sem
næst jafnmargir naglar á
hverju hjóli.
Á íslandi eru ekki í gildi
nein sérstök ákvæði um nagla-
dekk. Hins vegar munu vera í
undirbúningi reglur til að
koma í veg fyrir akstur á
nagladekkjum að sumarlagi.
Samtímis er ekki ólíklegt, að
sett verði ákvæði um nagladekk
í vetrarnotkun, þó að tillit verði
tekið til annarra leiða í því efni,
eins og keðjunotkun og snjó-
dekkjanotkun.
FV 4 1972
75