Frjáls verslun - 01.10.1972, Page 39
Hver er staðan
í Efnahagsbandalagsmálum?
eftir dr. Guðmund IHagnússon, prófessor
Efnahagsbandalag Evrópu
hefur verið ofarlega á baugi í
mörguni löndum að undan-
förnu vegna fyrirhugaðrar
stækkunar handalagsins. Ehki
hvað sízt hafa umræður orðið
heitar 1 Noregi og Danmörku.
Hér á landi hafa hin mismun-
andi úrslit þjóðaratkvæða-
greiðslnanna í þessum tveim-
ur löndum vakið einna mesta
athygli. en einnig hefur nýlega
verið gengið frá viðskiptasamn-
ingsuppkasti milli íslands og
bandalagsins.
Þessi samningur hefur^ enn
ekki verið samþykktur á Al-
þingi og Efnahagsbandalagið
hefur gert fyrirvara fyrir sitt
leyti um, að viðunandi lausn
verði ao fást á landhelgismál-
inu, áður en samningurinn tek-
ur formlega gildi.
TILGANGUR EFNAHAGS
BANDALAGA OG HELZTU
SAMVINNUÁFANGAR í
EVRÓPU.
Erfitt er að átta sig á því,
hvað fellst í EBE, NORDEK
eða EFTA o.s.frv., nema menn
viti hvaða tilgang víðtækt
efnahagssamstarf hefur. Enda
þótt vitna megi til margra
bóka i þessum efnum, er góð
vísa aldrei of oft kveðin. Þess
vegna mun hér farið nokkrum
orðum um aðalhugsunina að
baki fríverzlun og fastmótaðra
efnahagssamstarfi.
Kenningar um hagkvæmni
hinnar alþjóðlegu verkaskipt-
ingar og frjálsa verzlun má
rekja til iðnbyltingarinnar á
Englandi. Urðu þær arftakar
merkantílismans, eða gullsöfn-
unarstefnunar, og kenningin
um hagkvæmni verkaskipting-
arinnar var hugmyndafræðileg-
ur bakhjarl þess tímabils
frjálsrar verzlunar, sem ríkti
seinni hluta 19. aldar og allt
fram að heimsstyrjöldinni
fyrri. Að vísu hafði sameining
ýmissa landssvæða í Evrópu
átt sér stað nokkru áður. Þann-
FV 10 1972
ig var sameining þýzku ríkj-
anna í eitt tollabandalag árið
1834 — Zollverein — merkur
áfangi. Mikill afturkippur kom
í fríverzlun frá heimsstyrjöld-
inni fyrri og þangað til eftir
bá síðari. Þannig nam t. d.
útflutningur og innflutingur
Bretlands um 30% af þjóðar-
framleiðslunni fyrirheimsstyrj-
öldina fyrri, en um 17% rétt
eftir þá seinni. Sömu til’hneig-
ingu má sjá af verzlunartölum
annarra Janda Vestur—Evrópu.
Eftir 1945 hefur þróunin í átt
til frjálsari samskipta orðið ör.
Ekki er unnt að rekja allt það,
sem skeð hefur á þessu sviði,
en helztu áfangarnir eru
GATT, OEEC, OECD, Kola- og
stálsamsteypan, Rómarsáttmál-
inn 1957 og EBE, EFTA 1960,
umræður um NORDEK og nú
nýverið útvíkkað Efnahags-
bandalag.
Sú upprunanlega kenning, að
nægilegt væri að sleppa öllum
tollum til að tryggja hag-
kvæmni hinnar alþjóðlegu
verkaskiptingar, á sér nú fáa
áhangendur. Margoft hefur
verið bent á og reynslan hefu-
ur sýnt, að einstök ríki geta
rekið innanlandsstefnu, sem
stendur fríverzlun fyrir þrif-
um og mismunandi ákvæði,
reglur og lög á ýmsum svið-
um geta hindrað frjálsan flutn-
ing vöru og þjónustu milli
landa, hvaðþá heldur frjálsan
flutning vinnuafls, fjármagns,
hugmynda og þekkingar. En
tilgangurinn með efnahagssam-
starfi í fastara formi er ein-
mitt að tryggja samræmdar
reglur á sem flestum sviðum
og reyna að koma í veg fyrir
handahófskenndar ákvarðanir
einstakra landa í eiginhags-
munaskyni, sem reyndar oft,
koma niður á þeim seinna í
einni eða annarri mynd.
Nú er það staðreynd. að
mestöll utanríkisviðskipti í
heiminum eiga sér stað milli
háþróaðra landa innbyrðis, þ.e.
70—80 % vörustreymis er milli
þeirra, en 20—30% falla i hlut
vanþróaðra ríkja. Einnig er
greinilegt, að viðskiptin hafa
vaxið örar í þróuðu ríkjunum
en þróunarlöndunum, og innan
þróunarríkjanna hefur vöxtur-
inn orðið örastur hjá samstarfs-
bandalögum eins og EBE og
EFTA. Mörgum finnst þessi til-
hneiging miður fyrir þróunar-
löndin, sem vonlegt er. Hins
vegar hefur alls ekki verið
sýnt fram á, að staða þróun-
arlandanna hefði ekki orðið
jafn léleg, ef til efnahags-
bandalaganna hefði ekki verið
stofnað, því að enda þótt verzl-
un innan bandalaganna styrk-
ist, hlýtur almenn hagvaxtar-
aukning þeirra einnig að leita
út á við.
AUKNING ÞJÓÐARFRAM-
LEIÐSLU 220% Á 12 ÁRUM.
Svo teknar séu nokkrar töl-
ur, þá steig samanlögð þjóðar-
framleiðsla í Efnahagsbanda-
lagslöndunum úr 163,4 millj-
örðum dollara í 427,4 milljarða
dollara frá 1958—1969, eða yf-
ir 220% (á hlaupandi verð-
lagi). 1 Noregi var aukningin
á sama tíma 140% í Bretlandi
70%, 110% í Bandaríkjunum
og 75% í EFTA sem heild.
Framleiðsluaukningin á mann
1959—1969 var sem hér segir:
EBE 5,5%
EFTA 3,7%
USA 4,3%
Japan 11,4%
Heildarinnflutningur EBE
jókst um 170% á hlaupandi
verðlagi frá 1958—1968, en út-
flutningur um 180%. Á sama
tíma jókst verzlun milli land-
anna innbyrðis um 320%. Vert
er að veita þessu breytta
mynztri athygli. Einnig má
benda á, að einmitt vegna auk-
innar fríverzlunar hafa við-
skipti landa í Vestur—Evrópu
aukizt tiltölulega hraðar en
þjóðarframleiðslan, þ. e. hlut-
fallið á milli viðskiptavaxtar
og þjóðarframleiðsluaukningar
39
L