Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1972, Síða 41

Frjáls verslun - 01.10.1972, Síða 41
er u. þ. b. 1,5—2,0. Þetta er að vísu nokkuð mismunandi eftir lönduin. Hlutfallið var að með- tali um 1,2 á íslandi 1955— 1968, 1,8 í Noregi og 2,7 á Ítalíu, sem var það langhæsta. Þá er og vert að veita því athygli, að verðbólguvöxtur hefur ekki verið eins ör í EBE og á Norðurlöndum eða í EFTA sem'heild. Með stækkun Efnahags- bandalagsins mun það ná til um 250 milljóna manna og hafa þjóðarframleiðslu, sem slagar upp í helming þjóðar- framleiðslu Bandaríkjanna. Rétt er að gera greinarmun á formlegri efnahagssamvinnu og raunverulegri. Þanig á sér einatt stað raunveruleg sam- vinna án þess að hún sé form- leg, sbr. tækniaðstoð, miðlun þekkingar, fjárfestingar í dótt- urfyrirtækjum, jafnvel flutn- ing vinnuafls á milli fyrir- tækja og sérhæfingu milli landa. Fordverksmiðjurnar í Evrópu höfðu t. d. á síðasta ári sömu liti á öllum bílum framleiddum í Evrópu, og þær hafa miðað framleiðslutilhög- un á einstökum hlutum við það, að Evrópa yrði nánast einn markaður til þess að geta notið afraksturs af góðu skipu- lagi, alþjóðlegri sérhæfingu og framleiðslu í stórum stíl. PÉTUR GAUTUR SAGÐI NEI, EN HAMLET SAGÐI JA. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar í Noregi eru mjög merkileg í alla staði. Reyndar hefði það komið enn meira á óvart, ef Danir hefðu fellt að- ildina, þar sem þeir hafa miklu meiri og beinni hagsmuna að gæta. Úrslitin í Noregi eru ekki hvað sízt athyglisverð vegna þess, að flestir fjölmiðlar voru á valdi já-manna. Ríkisstjórnin sagði já. embættismenn sögðu já, forvígismenn í iðnaði og siglingum sögðu já, jafnvel biskupinn sagði já, en fólkið sagði nei, og fór þetta ekki alveg eftir flokkslínum, þar sem einkum verkamannaflokk- urinn var klofinn. Hér er ekki unnt að rekja þær ástæður, sem réðu vali Norðmanna, enda samtvinnast þar margar orsakir. Þau atriði sem deilt var um, voru einkum eftirfar- andi: HINAR BRENNANDI SPURNINGAR. Missir Noregur sjálfstæði við að ganga í EBE? Hvað vinnst í alþjóðlegu samstarfi? Verður hagvöxtur meiri, svo um munar? Hvernig stendur iðnaðurinn að vígi? Hver er staða landbúnaðar- ins, sem nýtur mikilla styrkja frá ríkinu? Hvað um sjávarútveginn og landhelgina? Hver verður verðlagsþróun- in með og án aðildar? Hver er réttur útlendinga til að kaupa upp norsk fyrirtæki? Hvaða kostir og gallar eru samfara frjálsum vinumarkaði, sem í sjálfu sér hafði þegar verið komið á milli allra Norð- urlandanna (nema íslands)? Hverjir eru kostir og gallar frjálsari fjármagnsflutnings? Hvað um menningarlífið og nýnorskuna? Hvað um jafnvægi í byggð landsins? Er Dandalagið auðvaldskerfi? Svíkjum við vanþróuðu rík- in? Verður erfiðara að ráða við hagsveiflur í stórri heild en litlu landi? Hvað um siglingarnar? Flýja fyrirtækin frá Noregi, eða setja upp útibú innan EBE? Verður atvinnuleysi meira eða minna? Hvað um varnarmálin? Er betra að eiga atkvæðis- rétt í Brussel en vera fyrir utan og ráða örlögum sínum að takmörkuðu leyti, o. s. frv.? SUMIR VILDU TIL ÍSLANDS. Umræður urðu svo heitar í Noregi, að sumir andstæðingar aðildar munu jafnvel hafa lát- ið að því liggja, að þeir mundu flytjast til íslands, ef aðildin yrði samþykkt. Þannig mætti lengi telja. Ef ég mætti benda á nokkur atr- iði, sem skipt hafa máli í þessu sambandi, vildi ég nefna eftir- farandi: 1. Allir hafa ekki gert sér grein fvrir hvað EBE er— og enn síður hvað það er í fram- kvæmd. Bandalagið hefur alls ekki megnað að uppfylla þá hugsjón sem lá að baki stofn- unar þess, hvað sem síðar verð- ur. Sérhagsmunir hafa ráðið miklu t.d. í stefnu Frakklands og Luxemborgar. Greinilegt er, að fjöldi Norðurlandabúa efast um miðstýringu Evrópu og til- gang bandalagsins. 2. Bandalagið hefur haft of mikið sjálfstraust og mætti gjarnan skýra betur hlutverk sitt út á við og tilgang sinn inn á við. Sem dæmi má nefna stefnuna í landhelgismálum, sem skiptir bandalagið litlu máli í raun, en hefur hleypt illu blóði í Norðmenn og Is- lendinga. 3. Ákjósanlegt hefði verið, ef NORDEK hefði verið komið á laggirnar og Norðurlönd hefðu fengið tækifæri til að treysta samtakamátt sinn og láta reyna á hann, áður en gengið var til þjóðaratkvæða- greiðslna. 4. Það tók alltof langann tíma að koma EBE-málinu í höfn 1 Noregi og Danmörku, sem er bandalaginu sjálfu að kenna. 5. Margir villast á því, að allt hafi gengið eins og í sögu í EFTA og því sé engin ástæða til að örvænta, þótt staðið se utan bandalagsins. En EFTA var of laust í reipunum til að geta verið framtíðarlausn. 6. Afstaða Svía hefur skipt talsverðu máli, en viðskipti Norðmanna við Svía hafa auk- izt hraðar en við önnur Ev- rópulönd, eftir stofnun EFTA. 7. Spilað hefur verið á þjóð- ernistilfinningar. Það er langt til Brussel og þeir tala ekki nýnorsku þar. 8. Ekki er óliklegt, að Norð- menn hafi náð því efnahags- stigi, að þeir gefi ekki eins mikið fyrir enn meiri velferð og áður, en þó er ekki víst að andstæðingar aðildar verði fyrstir til að sætta sig við minni laun í beinhörðum pen- ingum en ella. 9. Traustið á NORDEK sem lausn i stað EBE er misskiln- ingur. Samstarfið innan Norð- urlanda er komið lengra á mörgum sviðum en í EBE og sjálfsagt er að halda því áfram og efla það, en sameiginlega hefðu Norðurlöndin getað haft þó nokkur áhrif á framtíðar- stefnuna innan EBE. En NORDEK getur aldrei komið í stað SBE, heldur einungis orð- ið til viðbótar halds og stuðn- ings. NORÐMENN STANDA UPPl SAMNINGSLAUSIR. Viðvíkjandi bandalaginu sjálfu, mun verða enn erfiðara að uppfylla hugsjón þess og anda Rómarsamningsins eftir aðild Breta, sökum skuldbind- inga þeirra um allan heim og stórveldishugmynda. Öllu auð- FV 10 1972 41

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.