Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1972, Síða 18

Frjáls verslun - 01.12.1972, Síða 18
íslenzk frímerki 3000 fastir áskrifendur erlendis Frímerkjasala pósthússins í Reykjavík afgreiðir að jafnaði 5000 pantanir til erlendra safn- ara, þegar ný frímerki eru gef- in út hérlendis, og á fastri „áskrifendaskrá“ eru um 3000 útlendingar. Fyrir viðskipti frímerkjasölunnar komu inn um 30 milljónir króna í fyrra, þar af 80% í erlendum gjald- eyri. Samkvæmt upplýsingum Rafns Júlíussonar, hjá Pósti og síma, pöntuðu Þjóðverjar ís- lenzk frímerki fyrir sem svar- ar 5 milljónum króna í fyrra, Svíar fyrir 4 milljónir, Danir 3,7 og Bandaríkjamenn 1,7 milljónir. Hefur frímerkjasal- an reglulegt samband við fjölda aðila erlendis með kynn- ingu á frímerkjaútgáfum. 2-4 MILLJÓNIR AF HVERJU MERKI Það eru eingöngu frímerki, sem almennar afgreiðslur póst- húsanna selja, sem frímerkja- salan hefur á boðstólum. Frí- merkjabúðunum er látið eftir að selja gömul merki, sem ekki eru lengur notuð almennt fyr- ir burðargjald bréfa. Hefur áhugi útlendinga á íslenzkum merkjum farið vaxandi með ár- unum og kemur þar fyrst og fremst til, hvað merkin eru gefin út í smáu upplagi, miðað við það, sem erlendis tíðkast. Upplag frímerkja hérlendis er á bilinu 2-4 milljónir merkja, en það fer mikið eftir verð- gildi hvers einstaks og er upp- lag aldrei tilkynnt fyrirfram heldur nokkrum mánuðum eft- ir að merki kemur út. Er stund- um um viðbótarprentanir að ræða. samstæðuútgáfur á ári, en í Svíþjóð til dæmis eru ný frí- merki gefin út í hverjum ein- asta mánuði. Mikil aukning varð í íslenzku frímerkjaútgáf- unni upp úr 1956, þegar Norð- urlandamerki með svönunum fimm var gefið út. Af nýjum frímerkjum á þessu ári hefur skákeinvígis- merkið tvímælalaust vakið mesta athygli, en í pósthúsinu í Laugardalshöllinni seldist það fyrir 15-20 milljónir. Fyrir liggur bráðabirgðaáætlun um útgáfu frímerkja á næsta ári. Ber þar hæst frímerki í tilefni af 100 ára afmæli skildinga- merkjanna svokölluðu, sem voru hin fyrstu íslenzku frí- merki. Þá verður af því tilefni líka efnt til frímerkjasýningar, sem opnuð verður 31. ágúst, og mun standa í 7-10 daga. ELLEFU ÞJÓÐHÁTÍÐAR- MERKI 1974 Væntanleg eru líka á næsta ári tvö Evrópufrímerki, tvö Norðurlandamerki með mynd af Norræna húsinu og verða slík merki gefin út á öllum Norðurlöndunum þann 26. júní. Þá er væntanlegt merki með mynd Herra Ásgeirs Ás- geirssonar, fyrrverandi forseta Islands, og frímerki í tilefni af afmæli Alþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar. Þjóðhátíðarárið 1974 verður svo gefin út 11 merkja sam- stæða, eitt merki helgað hverri öld Islandsbyggðar. Það ár verður líka gefið út Evrópu- merki og merki vegna 100 ára afmælis Alþjóðapóstmálastofn- unarinnar. Alls munu hafa komið út á íslandi frá byrjun milli 500 og 600 frímerki. tnme'ricjasaia Pósts og síma seldi söfnurum fyrir 30 milljónir í fyrra. FRÍMERKJASÝNING Á NÆSTA ÁRI Að jafnaði koma hér út 4-6 18 FV 12 1972

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.