Frjáls verslun - 01.12.1972, Síða 35
Fyrirtæki vörur
þjónusta
Mikil umsvif Héðins
lllinnzt 50 ára afmælis vélsmiðjunnar
Vélsmiðjan Héðinn h.f. átti
50 ára afmæli þann 1. nóvern-
ber s.l., og til marks um þenslu
fyrirtækisins má nefna, að í
upphafi störfuðu þar fjórir
menn, nú 200, gólfflötur smiðj-
unnar var þá 60 fermetrar, er
10.000 nú, og öll tæki voru
knúin með einum fjögurra kíló-
watta rafmótor, en nú eru
mótorar 203 og framleiða 1203
kílówött.
Bjarni Þorsteinsson vélfræð-
ingur, og Markús ívarsson vél-
stjóri, stofnuðu Héðin árið
1922 með því að kaupa vél-
smiðju, er Bjarni Jónsson hafði
starfrækt í Aðalstræti. Var til-
gangurinn að koma upp full-
kominni vélsmiðju er gæti ann-
azt smíði og viðhald véla og
áhalda.
Starfsemin jókst hröðum
skrefum og var orðið þröngt
um hana, er hafizt var handa
um byggingu þess húss, sem
Héðinn er nú í við Seljaveg,
árið 1941. Brátt tók enn að
þrengjast að fyrirtækinu og ái’-
ið 1966 var reist útibú frá
Héðni í Garðahreppi, og nefn-
ist það Garða-Héðinn.
Bjarni og Markús veittu fyr-
irtækinu forstöðu fyrstu 20 ár-
in, en að Bjarna látnum, tók
Sveinn Guðmundsson núver-
andi forstjóri við stjórninni, en
Markús lézt ári síðar.
Starfssemi Héðins var eink-
um tvíþætt, framleiðsla og
verzlun. Framleiðslan er reynd-
ar flestum kunn, og má nefna
að Héðinn hefur reist nær all-
ar síldarverksmiðjur á Austur-
og Suðvesturlandi og komið
upp fjölda frystitækja í frysti-
húsum um land allt.
Tæki þessi eru yfirleitt hönn-
uð í Héðni og smíðuð þar að
mestu eða öllu leyti. Héð-
inn hefur alltaf verið í nánum
tengslum og samstarfi við
sjávarútveg landsmanna, og
tekið að sér margvíslegar fram-
kvæmdir, er snerta hagnýtingu
sjávarafurða. Fyrirtækið rekur
einnig víðtæka viðgerðarþjón-
ustu fyrir bátaflotann og verk-
smiðjur, og annast hvers kon-
ar nýsmíði til fullkomnunar.
Meðal nýjunga í framleiðsl-
unni, sem nú eru á döfinni, er
ísvél, sem getur framleitt 35
tonn af ís á klst. en þær stór-
virkustu nú framleiða aðeins
18 tonn.
Árið 1966 var reist útibú í
Garðahreppi, sem fyrr segir,
Sveinn GuSmundsson forstjóri á skrifstofu sinni í Héðni.
FV 12 1972
35