Frjáls verslun - 01.11.1973, Qupperneq 15
Atlantshafsbandalagið veitir Islending-
um beztu tækifærin tiE að fylgjast
með þróun heimsmála
— Islenzk stjórnvöld sniðganga samstarf bandalagsþjóðanna ■ mikilvægum
Ein af Phantom-orrustuþotum Bandaríkjahers, sem nýlega bætt-
ust í tækjakost varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli.
málaflokkum
í aðalstöðvum Atlantshafs-
bandalagsins í Briissel er venju
fremur fylgzt af áhuga með
stjórnmálaþróuninni á íslandi.
Er það að vonum, þar sem
fulltrúar ríkisstjórna banda-
lagsins og embættismenn þess
eru mjög uggandi um samn-
ingsstöðu hinna vestrænu
þjóða í viðræðum um af-
vopnun, verði það ofan á, að
íslendingar hafi frumkvæði í
að veikja vamarmátt banda-
lagsins á næstu misserum.
Ritstjóri F.V. var ásamt
fleiri íslenzkum gestum á ferð
í Brússel fyrir skömmu og
hitti þá að máli allmarga em-
bættismenn bandalagsins og
herfræðinga auk íslenzku
sendimannanna þar. Vitaskuld
bar málefni íslands mjög á
góma í þessum viðræðum og
var það samróma álit allra, að
fyrir bandalagið í heild myndi
brottför varnarliðsins frá ís-
landi nú á þessu stigi málsins
veikja stöðu Atlantshafsbanda-
lagsins út á við og rýra til
muna árangurinn af öryggis-
málaviðræðunum milli austurs
og vesturs fyrir bandalagið.
ÞARF AÐ SÝNA STYRK
SINN
Mr. P. J. S. Moon, fulltrúi í
hinni pólitísku deild bandalags-
ins, sagði, að ekkert væri nú
jafnbrýnt og að Atlantshafs-
bandalagið sýndi styrk sinn í
undirbúningsviðræðunum um
öryggismálaráðstefnu Evrópu,
og á fundunum um gagnkvæma
fækkun í herafla, því að
minnsta veikleikamerki yrði af
hálfu ríkjanna í Austur-Evrópu
hent á lofti og notað til hins
ýtrasta í því augnamiði að gera
hlut Vestur-Evrópu lakari en
ella. Það væri því algjörlega
ótímabært eins og sakir stæðu
að draga einhliða úr varnar-
mætti Atlantshafsbandalagsins.
Stríð ísraelsmanna og Araba
var nýafstaðið, er bessi fundur
fór fram og fjallaði Mr. Moon
því allýtarlega um það og
hvern lærdóm mætti af því
draga. Hann benti á, að þrátt
fyrir hina svonefndu „þíðu“ i
samskiptum Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna og yfirlýsingar
beggja aðila um, að þeir myndu
leggja sig fram um að koma
í veg fyrir hernaðarátök, meðal
annars með meiri og nánari
skiptum á upplýsingum, hefðu
Sovétmenn ekki gefið Banda-
ríkjastjórn neina vísbendingu
um að hernaðarátök væru yfir-
vofandi við botn Miðjarðar-
hafsins. Sovétstjórnin hefði þó
haft fulla vitneskju um, að
hverju stefndi og því flutt
hernaðai'ráðsjafa sina á brott
úr Arabalöndum nokkru fyrir
upphaf stríðsins, án þess þó að
veita ráðamönnum í "Washing-
ton neina viðvörun. Mátti
þó öllum Ijóst vera, að þessi
átök hefðu getað leitt til víð-
tækra og miög alvarlesra
hernaðarátaka. f stríðinu sjálfu
hefðu Sovétmenn síðan byrjað
geysilegar vopnasendingar til
Arabaríkjanna og valdamenn í
Moskvu hvatt Arabaleiðtoga
leynt og ljóst til blóðugra
átaka.
Taldi Mr. Moon einsýnt, að
hefðu úrslit átakanna við botn
Miðjarðarhafsins orðið með
öðrum hætti, myndu Sovét-
ríkin hafa notfært sér ástandið
út í yztu æsar til þess að hagn-
ast á því pólitískt og ná sér
niðri á Bandaríkjamönnum.
KRÖFUR UM FRELSI
AUSTUR-EVRÓPUÞJÓÐA
Það er því eðlilegt, að ráða-
menn á Vesturlöndum efist
enn um hinn raunverulega til-
gang Sovétleiðtoganna. Mörg-
um þykir reynslan úr stríði
Araba og ísraelsmanna benda
ótvírætt til þess, að kaldrifjað
valdatafl í alþjóðastjórnmálum
sé eini leikurinn, sem Sovét-
menn taki hátíðlega enn sem
komið er. Það væri því sorg-
FV 11 1973
15