Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1973, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.11.1973, Qupperneq 25
Svona eru forstjórabílarnir útleiknir eftir vélbyssuárás. vandamál, sem framkvæmda- stjórar og aðrir háttsettir starfsmenn þurfa að glíma við i vaxandi mæli, af umrædd- um ástæðum. Það er einnig erfitt fyrir umrædda menn að einbeita sér að vandamálum fyrirtækisins, ef þeir þurfa jafnframt stöðugt að hafa á- hyggjur af örýggi fjölskyldu sinnar. Það hefur komið í ljós, að þessi nýju flóknu vanda- mál, koma mjög illa við vel- gengi ákveðinna fyrirtækja, eða deilda innan þeirra. Fyrir skömmu var gerð könnun á því, hvort framkvæmdastjórar á hættusvæðum óskuðu eftir áhættuþóknun af þessum sök- um.. Þeir voru allir andvígir hugmyndinni, þrátt fyrir það, að þeir gætu ekki búið við eðlilegt heimilislíf, eða vinnu- friði. Þeir sögðu að aukin laun væru ekki lausn vandans. ÁSTANDTÐ ER TVTTSIVTUNANDI EFTIR STÖÐUM Hættuástandið og öryggis- ráðstafanir eru aidrei eins í ólíkum borgum eða ríkjum. í Argentínu ræna öfgamennirnir umræddum aðilum vanalega þegar hinir síðarnefndu eru annað hvort á leið til eða frá vinnu. Af þeim sökum þurfa framkvæmdamenn þar að gæta mikillar varúðar á ferðum sín- um milli staða. Eitt bandarískt fyrirtæki, sem rekur útibú í. Argentínu, ekur starfsmönnum sínum til og frá vinnu í bíla- lest mannaði öryggisvörðum. Aðalframkvæmdastjóri fyrir- tækisins hefur öryggisverði með sér allan sólarhringinn. Þessi varúðarráðstöfun kostar fyrirtækið tæpar 700 þús. krónur á mánuði. í Argentínu er ekki óalgengt að forstjórar hafi öryggisverði á vakt all- an sólarhringinn við heimili sín, og börn þeirra eru send í skóla í sérstökum bílurn. Sum börn slíkra manna, hafa eigin lífverði. Á N-ÍRLANDI ER SPRENGJUHÆTTAN MEST Á Norður-írlandi er hættan mest í verksmiðjum frá stærri fyrirtækjum, þar sem öfga- menn reyna að koma fyrir tímasprengjum. í kringum flestar verksmiðjur eru öflug- ar girðingar og á þeim eru hlið, þar sem allir bílar og menn, sem eiga erindi á staðr inn, eru vandlega skoðaðir. Brezka útibú Du Pont Com- pany á N-írlandi hefur komið þeirri reglu á, að hver starfs- maður, en þeir eru 1600 tals- ins, leitar að sprengjum á staðnum, sem hann vinnur á, þegar hverri vakt lýkur. Ef sprengjuhótun berst er sprengjuleit fyrirskipuð. Im- pei’ial Chemical Industries (ICI) í Belfast fær að meðal- tali eina sprengjuhótun á mán- uði. Hver starfsmaður þarf af þessum sökum að hafa sér- stakt vegabréf og öflugar ör- yggisvörður er hafður við fyrirtækið. Varúðarráðstöfunin kostar ICI um eða yfir 14 milljónir króna á ári. Það undarlega er, að umræddur kostnaður reynist oft hag- kvæmnari fyrir fyrirtækið, en ef það kaupir sérstaka öryggis- tryggingu. HERMDARVERKAMENN HAFA AUGASTAÐ Á BÖNKUM Öfgamenn, úr röðum kaþ- ólskra eða mótmælendatrúar íra, hafa jafnan mikinn auga- stað á bönkum þar í landi. Ulster Bank Ltd. rekur 60 bankaútibú víðsvegar um land- ið. Umræddir öfgasinnar reyna að ræna eitthvert útibúanna aði meðaltali einu sinni til tvisvar í mánuði. Bankastjór- inn óskaði eftir tryggingu, til þess að bæta peningaþjófnað- ina, en iðgjöldin reyndust svo há, að það borgaði sig ekki að kaupa slíka tryggingu. Nú hefur öryggisvörðum fjölgað og reynt er að geyma eins lítið fjármagn og hægt er á hverjum stað. Hættan, sem fylgir starfi ráðamanna í slík- um fyrirtækjum, kemur fram í taugaveiklun og ofneyzlu á- fengra drykkja. ÞAÐ ER ERFITT AÐ STARFA Á HÆTTUSVÆÐUNUM Framkvæmdastjóri, sem starfað hefur um 10 ára skeið í Argentínu sagði nýlega, að reynslan sýndi, að stöðugur ótti um líf sitt hefði slæm áhrif á getu einstaklingsins, til þess að taka mikilvægar ákvarðanir. „Það er ekki hugs- anlegt að maður, sem aldrei fer út fyrir hússins dyr án lífvarðar, geti starfað á sama hátt og maðiur, sem þarf ekki lífvörð. Hann hlýtur ætíð að vera með hugann við sitt eig- ið öryggi, þegar hann ætti að vera að einbeita sér að allt öðrum hlutum“. Eric Brewis, útibússtjóri British-American Tobacco Co. í Bangladesh, segir um stríðið 1971: „Þegar maður er inni- lokaður í verksmiðju sinni uppi í sveit í 15 kílómetra fjarlægð frá borginni og fjöl- skyldan er í úthverfi hennar meðan átökin standa sem hæst, þá hlýtur slíkt að hafa áhrif á löghlýðni manns“. Það er ekki fyrr en fjölskyldan er komin á öruggan stað, „að maður getur einbeitt sér 100% að starfinu“, bætti hann við. Þá er það sönn saga um framkvæmdastjóra nokkurn í Argentínu, sem naut lifsins í kvöldsamkvæmi. Undir mið- nætti kom eiginkonan til mannsins og bað hann að koma heim. Hún sagðist ekki vilja láta lífvörðinn og bíl- stjórann bíða öllu lengur úti FV 11 1973 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.