Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1973, Qupperneq 49

Frjáls verslun - 01.11.1973, Qupperneq 49
HINN DÆMIGERÐI STARFSMAÐUR Skýrslan um vinnuna í Bandaríkjunum átti að lýsa viðhorfum hins dæmigerða starfsmanns til vinnunnar al- mennt, hvað honum fyndist ábótavant og benda á leiðir til úrbóta. Úrtakið var 1.533 Banda- ríkjamenn úr öllum stéttum, en þeir voru beðnir um að raða 25 atriðum, er talin voru hafa áhrif á vinnuna, eftir því hve mikilvæg þau voru fyrir starfsánægju þeirra. Niður- staða þessa varð sú, að mikilvægast væri að starf- ið væri áhugavekjandi, næst mikilvægast var að hafa yfir að ráða nægri aðstoð og nauðsynlegum tækjum að inna starfið af höndum. í þriðja sæti hvað mikilvægi snerti var að hafa nægar upp- lýsingar til að vinna starfið, númer fjögur var að hafa nauðsynleg völd til að inna starfið af hendi, en finimti mikilvægasti þátturinn var góð laun. Af þessu öllu var síðan dregin sú niðurstaða, — að það sem starfsmennirnir vilja fyrst og fremst er að hafa stjórn yfir nánasta umhverfi sínu og þeim finnst að mikil- vægustu þættir starfsánægju séu starfið sjálft og staða þeirra í kerfinu. Þessar niðurstöður voru sem fyrr getur gagnrýndar tölu- vert. M. a. fór einn gagnrýn- endanna yfir þessi 1.533 við- töl og lét flokka þau eftir starfshópum. Kom þá t. d. í ljós, að þeir starfsmenn, sem höfðu lægst launin lögðu mest upp úr góðum launum — og að mikill munur var á milli starfshópa. Einnig kom í ljós, að mikill munur var á því, hve atriði eins og laun, starfs- öryggi og lífeyrissjóðsgreiðslur voru mikils metnar eftir aldri þeirra, sem spurðir voru. Jafn- framt voru eldri starfsmenn yfirleitt ánægðari í starfi. Niðurstöður þær, sem gefn- ar voru í skýrslunni miðuðust þannig við hinn dæmigerða starfsmann — eða meðalstarfs- manninn — sem ekki var til, því að þegar talað er um þarfir manna og tilfinningar, gilda engin meðaltöl. Þar verð- ur að líta á einstaklinginn. MERKI UM ÁNÆGJU Kannanir af því tagi, sem hér er talað um geta vafalaust verið mjög gagnlegar en það verður að fara varlega í að túlka niðurstöðurnar og draga ályktanir. Auk þess á stjórn- andinn að geta gert sér nokkra hugmynd um starfsandann í fyrirtæki sínu án þess að leggja sérstaka spurningalista fyrir starfsfólkið eða gera aðr- ar hávísindalegar kannanir. Sjálfsagt er fyrir hvern stjórnanda að fylgjast stöðugt með og bera saman fjarvistir og mætingar, vörurýrnun, af- köst og slys á vinnustað þar sem það á við. Þá gefur sam- komulag starfsmanna innbyrð- is og samstarfsvilji þeirra einnig ailtaf nokkra vísbend- ingu um andann á vinnustaðn- um. Óeðlilegar vinnustöðvanir og í sumum tilvikum hrein skemmdaverkastarfsemi eru hins vegar dæmi um að óá- nægja starfsmanna sé komin á alvarlegt stig og farin að standa fyrirtækinu (eða þjóð- félaginu) fyrir þrifum. Þegar svo er komið verður að snúa sér beint að vanda- málinu og gera tilraun til að grafast fyrir um hina raun- verulegu orsök óánægjunnar — og það er ef til vill í þess- um tilfellum að vart verður hjá því komizt að fara með góðan spurningarlista og ræða við starfsmennina sjálfa. • SPORTFELGUR fyrir ameríska og evrópska bíla. • Skálarformaðar MOTTUR fyrir evrópska og japanska bíla. • Allt til að mála bílinn. — Lökk, grunnur, spartl o. fl. • HALOGEN ljós og perur. • Heilar KEÐJUR og SKYNDIKEÐJUR. • ÍSSKÖFUR og ÍSEYÐIR. • Viðurkenndir BARNA- og ÖRYGGISSTÓLAR í bíla. Úrval af ýmsum aukahlutum t. d.: SPORTSTÝRI — FLAUTUR — TÖSKUR fyrir kasettur og cartridge — HÖFUÐPÚÐAR — ÁLÍMDIR BORÐAR og MERKI — LJÓSROFAR í úrvali o. m. fl. LÍTIÐ INN EÐA HRINGIÐ. G.T. búðin hf. Ármúla 22. — Sími 37140. FV 11 1973 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.