Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1973, Side 61

Frjáls verslun - 01.11.1973, Side 61
Skrifstof ubúnaður: Hvar fást skrifstofuvélar og tæki? F.V. birtir kynningu á skrifstofuvélum og áhöldum ÞÓR h. f., Skólavörðustíg' 25. Fyrirtækið hefur einkaumboð fyrir Bowmar vasarafreikna, sem eru mest seldu vasaraf- reiknar í Bandaríkjunum. Bow- mar er 8 stafa með samlagningu, frádrætti, margföldun og deil- ingu. Ennfremur fljótandi kommu og konstant. MX reikninum fylgir raf- geymir, hleðslutæki og taska. Verð á Bowmar vasarafreikni er kr. 11.583.00. Bowmar hentar þeim sem þurfa fyrirferðalítinn og ódýran rafreikni. Ennfremur eru fáanlegir Bowmar rafreiknar með 10 stafa útkomu. Einnig með fleiri reikniaðferðum svo og minni. Þessar vélar slökkva á sér sjálfar að 20 sekúndum liðnum eftir notkun, ef þær eru með raf- hlöðu. Þá er hægt að kalla fram töluna í henni með sérstökum takka ef vill. MAGNÚS KJARAN h. f., Tryggvagötu 8. ADDO bókhaldsvél, model 7653—83 Alsjálfvirk bókhaldsvéi útbú- in þrem teljurum (tvö reikni- verk, eitt minni) með credit-mis- mun. Vélin hefur núllprófun, sem vinnur þannig, að komi fram mismunur við prófun á jöfnuði hleypur vélin sjálfkrafa til baka í byrjunarstöðu. Raf- drifin ísetning og línustilling á bókhaldsspjaldi. Prógramveljari fyrir fjögur prógrömm, sem hægt er að stilla fyrir öll verk- efni er fyrir koma í bókhaldi fyrirtækja. Við vinnslu á ADDO bók- haldsvélar er að langmestu leyti notaður aðeins einn lykill vélarinnar, aðallykillinn. Á þennan hátt er mögulegt að ná mjög miklum færsluhraða og ADDO rafeindareiknivél, model 9101 Flestar rafeindareiknivélar hafa hingað til verið fremur lé- legar samlagningarvélar, en samkvæmt nýlegri könnun er 80% af almennri skrifstofu- vinnu samlagning og frádráttur. ADDO býður nú elektroniska reiknivél sem sameinar kosti samlagningarvélar og kalkula- tors. ADDO 9101 hefur lykilborðs- loku, svörun í hverjum lykli og sömu skipun lykilborðs og aðr- ar ADDO reiknivélar. Þá hefur vélin tvö reikniverk, aukastafa- stillingu frá 0 til 7 óbrotið, auk stillingar fyrir samlagningu, prósentutakka, deili- og marg- földunarkonstant og lykilborðs- auka þar með afköstin til mik- illa muna. Þetta er hægt með stillingu programveljara, en auk þess hefur bókhaldsvélin sama lykilborð og ADDO reikni- vélar. Það eru því allir færir um að bóka á vélina og jafnvel flóknustu verkefni, svo sem sölureikninga, kostnaðar- og launareikninga svo eitthvað sé nefnt. Léttur ásláttur og eðlileg skipun valborðslykla er það at- riði sem ADDO vélarnar eru hvað þekktastar fyrir. Án fyrir- hafnar geta starfsmenn farið á milli ólíkra gerða ADDO véla og nýtt sér möguleika þeirra til hins ítrasta. Sama gildir um bókhaldsvélina, sá eða sú sem hefur gott vald á ADDO reikni- vél getur á skömmum tíma orð- ið leikin í að vinna á bókhalds- vélina. minni fyrir hraðan innslátt. Tölustafir eru stórir og greini- legir með kommu fyrir framan aura og bil milli þriðja hvers stafs. Öllum vélum fylgir eins árs ábyrgð, viðhald og viðgerðar- þjónusta er framkvæmd af eig- in verkstæði í Tryggvagötu 8. Fyrirtækið selur ennfremur: Búðarkassa, Ijósprentunarvélar, reiknivélar, skjalaeyðingarvél- arvélar, skjalaskápa, pappírs- vörur, litarbönd, skjalabindi og margt fleira. FV 11 1973 fil

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.