Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1973, Page 67

Frjáls verslun - 01.11.1973, Page 67
flóknustu sundurliðunar. Þar sem hraði er nauðsynlegur má t. d. nefna, að á SWEDA Seríu 1000 má fastsetja einingarverð á ákveðna afgreiðslutakka og er þá ekki þörf á að stimpla verð hverrar einingar fyrir sig, því að það hefur verið gert um leið og einingarverðið var valið. Upphæðin fer síðan sjálfvirkt inn á réttan vöruflokksteljara. Möguleg eru 9 ákveðin föst ein- ingarverð. Verð SWEDA af- greiðslukassa er allt frá kr. 85.024.00. Á síðustu árum hefur notkun myntar stóraukizt hér á landi eins og kunnugt er. Um leið skapast þörf fyrir vélar til þess að greina og telja mynt. Fyrir- tækið hefur umboð fyrir og sel- ur slíkar vélar frá PERCONTA í V-Þýzkalandi. Við nefnum sem dæmi: PERCORTEX I mynttalning- arvél, rafknúna, er telur ákveð- ið. Verð kr. 65.000.00. PERCORTEX II mynttalning- ar- og myntgreiningarvél, raf- knúna, sem greinir mynt og tel- ur jafnframt í ákveðið magn í poka. Verð kr. 110.000.00. Fyrirtækið hefur umboð fyr- ir og selur fjölbreytilegt úrval skrifstofuvéla og tækja ásamt SWEDA afgreiðsluköttum. SKRIFSTOFUVÉLAR h.f.; Hverfisgötu 33 Fyrir rúmu ári kom á mark- aðinn í Bandaríkjunum vasa- tölva, sem ekki þekkti þá sína líka í Bandaríkjunum og gerir vart enn. Þetta var smátölv- an HP-35, sem framleidd er af bandarísku fyrirtækinu Hewlett Packard. Skrifstofuvélar h.f. hafa nú hafið sölu á Hewlett Packard tölvunum hér á landi, og hafa á boðstólum H.P. 35, H.P. 45 og H.P. 80. Tölvan reiknar með tölum hvort heldur sem vera skal með venjulegum rithætti (t. d. 312,631) eða með hinum vísindalega rithætti (t. d. 3,12631x10“ eða 0,312631x10“) og er lykillinn EEX þá not- aður til að gefa til kynna, að talan sem á eftir kemur tákni veldisvísi. Talnasvið tölvunnar er 10-" til 10-". í tölvunni eru fimm talna- verk. Hún getur reiknað með gildum nokkurra hinna algeng- ustu falla stærðfræðinnnar, og það tekur hana ekki nema hálfa sekúndu að reikna út þessi föll með 12 stafa ná- kvæmni. í glugga tölvunnar eru 10 ljósastafir til að sýna talnagildi (með kommu) en þar fyrir aftan tveir ljósa- stafir, sem sýna veldivísinn og er slökkt á þeim, þegar þessi ritháttur er notaður. í þessu litla kríli eru um 30 þúsund smárar og senni- lega annað eins af öðrum bút- um rafeindatækninnar. Tölvan er með innbyggðum NiCd rafhlöðum. Hún vegur 260 gr, og stærð hennar er: Lengd 14,7 sm breidd 8,1 og hæð 1,8-3,3 sm. Verð hennar á heimamarkaði er $395. Verk- smiðjan hefur ekki annað eft- irspurninni, og hefur lengst af verið 3 mánaða biðtími fyr- ir þá sem óskað hafa eftir slíkri tölvu. Skrifstofuvélar h.f. hafa einnig á boðstólum IBM raf- ritvélar. Þar á meðal nýju IBM kúluritvélina með leið- réttingarútbúnaðinum, Rico- mac og Monroe elektroniskar reiknivélar, Apeco ljósritunar- vélar, Hasler búðarkassa, Sim- plex stimpilklukkur og fleiri tæki til að nota á skrifstof- um. Fyrirtækið leggur mikla áherzlu á þjónustu við við- skiptavininn, og er verkstæði þess það stærsta á landinu með 16 starfsmönnum. SKRIFVÉLIN: Suðurlandsbraut 12, sími 85277 Skrifvélin hefur einkaumboð fyrir eftirfarandi skrifstofuvél- ar: Canon Canola rafeinda reiknivélar. Möguleiki er að; velja á milli 22ja mismunandi gerða. Ódýrasta gerðin er Palmtronic Le 80 fyrir raf- hlöðu, sem hægt er að fá með eða án hleðslutækis. Kostar það án hleðslutækis kr. 15.320 en með hleðslutæki 18.400. Ódýrasta vélin með strimli er TP 120, sem kostar kr. 30.260, en dýrasta Canon vél- in er SE 600, sem hefur 100 minni. Hún hefur verið seld til verkfræðinga menntastofn- ana, frystihúsa og fyrirtækja og kostar 225.490. Hægt er að fá fjölbreytt úrval með ljós- borði, prentverki eða pró- grammspjöldum. Diktafónar, sem fást hjá Skrifvélinni eru bæði fyrir rafhlöður sem ferðatæki og skrifstofutæki. Kosta þeir frá 14.795 og upp í 46.687. Gross peningakassar kosta með teljara fyrir dagssölu kr. 60.910 og með átta reiknivél- um kr. 97.230. Skrifvélin sel- ur ennfremur Antarex ritvélar og Brother ritvélar, Marvzen stimpilklukkur, rafheftara, ljósritunarvélar og fleiri skrif- stofuvélar. Fyrirtækið rekur eigið þjón- ustu og viðgerðarverkstæði. FV 11 1973 67

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.