Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1973, Side 77

Frjáls verslun - 01.11.1973, Side 77
Hoffell s.f.: Vörur til íþróttaiðkana Umboðs- og heildverzlunin Hoffell sf., Armúla 1 hefur umboð fyrir íþróttavörur frá Þýzkalandi, Danmörku og Bretlandi. Heildverzlunin sel- ur m. a. vörur til íþróttaiðk- ana frá þýzka fyrirtækinu Möbus svo sem knattspyrnu- körfubolta, handbolta- og leik- fimiskó, og ennfremur æfinga- töskur frá sama fyrirtæki. Heildverzlunin var stofnuð árið 1964 af Jóni Tómassyni og Magnúsi V. Péturssyni, sem eru eigendur fyrirtækisins. Var heildverzlunin til húsa að Laugavegi 31, en flutti síðan í Ármúla, þar sem hún er starfrækt nú. Fyrirtækið hefur mikið úr- val af ýmsum íþróttaskóm og selur m. a. knattspyrnuskó frá fyrirtækinu Mitre í Eng- landi. Fyrirtækið selur einnig frá sama fyrirtæki körfu-, blak, og fótbolta. Af öðrum vörum til íþrótta- iðkana frá Englandi sem heild- verzlunin selur eru vörur til iðkunar billiards, en leikurinn á nú vaxandi vinsældum að fagna hérlendis. Þessar vörur eru billiardborð, kúlur, kjuðar, áklæði og ýmsir varahlutir. Dönsku vörurnar eru frá Master og Berri. Boltar frá Master svo sem handboltar, körfuboltar, fótboltar og blak- boltar. Vörurnar frá Berri eru aðallega íþróttafatnaður ýmis konar svo sem æfingagallar, æfingapeysur, sokkar og bux- ur. Þjóðhátíð 1974: Þrír veggskildir í takmörkuðu upplagi Þrír veggskildir, er gefnir hafa verið út í tilefni þjóðhá- tíðar 1974, eftir Einar Hákon- arson, listmálara, eru komnir í verzlanir. Veggskildirnir hlutu sérstaka viðurkenningu bjóðhátíðarnefndar í sam- keppni um gerð þeirra, en fyrstu verðlaun fengu skildir eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur, og eru þeir væntanlegir í verzl- anir innan skamms. Einar Hákonarson sótti fyr- irmyndir sínar í landnámabók og er hér um seríu að ræða. Fyrsta myndin sýnir Hrafna- Flóka á leið sinni til íslands, er hann sendir þriðja og síðasta hrafn sinn á loft, sem vísaði leið- ina til landsins. Önnur myndin sýnir er Hrafna-Flóki gengur upp á fjall eitt hátt og sér norð- ur yfir fjöllin fjörð fullan af haf- Þjóðhátíðarveggskjöldur eftir Einar Hákonarson. ís og kallaði hann þá landið ís- land. Þriðji skjöldurinn sýnir er landnámsmenn helguðu sér land með eldi. Serían er gefin út í haglega gerðum pappaumbúðum og á þær er rituð saga hverrar mynd- ar,bæði á íslenzku og ensku. Aft- an á hverjum platta er að finna útskýringu myndefnisins, bæði á íslenzku og ensku. Hér er um mjög skemmtilega gjöf að ræða, bæði fyrir inn- lenda sem erlenda aðila. Vegg- skildirnir kosta í verzlunum 2600 krónur og eru þeir gefnir út í mjög takmörkuðu upplagi. Framleiðandi er Gler og postulín h. f. í Kópavogi, en dreifingu annast O. Johnson & Kaaber h. f. og Samband ís- lenzkra samvinnufélaga. æL þéttitækni h.f. í roðfellivélar. X'C _/ Tryggvagötu 4 - Sími 25366 Varahlutir í fisk- vinnsluvélar. “ Ny/ Sendum þéttiefnið í póstkröfu • Renmsmiði. 5 5 Gunnarsson hf. • Nýsmíði. SÚÐARVOGI 18. um land allt. • Viðgerðir. SÍMI 8-50-10. REYKJAVÍK. FV 11 1973 77

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.