Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1973, Page 79

Frjáls verslun - 01.11.1973, Page 79
Um heima 05 geima Gunni var farinn að gera félaga sína dálítið þreytta á sér með gífurlegri bjartsýni og hæfileika til að geta alltaf séð björtu hliðarnar á öllu. Hversu alvarlegir sem atburð- irnir voru var Gimni vanur að segja: „Ja, þetta hefði getað farið verr.“ Nú höguðu örlögin því svo, að voveiflegir atburðir gerð- ust, sem vinir Gunna töldu, að myndu hafa djúp áhrif á hann. Þegar þeir hittu hann næst, sögðu þeir: — Hef'urðu heyrt um Bjössa. Hann kom heim í nótt og fann konuna í rúminu með öðrum. Fyrst skaut hann þau bæði og svo sjálfan sig á eftir. — Þetta hefði getað verið verra, sagði Gunni. — Hvern fjandann mein- arðu maður? — Það hefði getað orðið verra fyrir mig, hefði þetta gerzt í f.vrrinótt. — ★ — Á veitingastaðnum: — Þjónn það er fluga í súpunni minni. — Já, hún er svo glæný, að við höfum ekki komið henni á matseðilinn enn. — Þjónn. Ég get ekki borð- að þessa súpu. — Hvað? Er kannski fluga í henni? — Nei. Mig vantar skeið. 2 — Þú sérð, að ein mynd dugði alls ekki. — ★ — — Þjónn. Það eru tvær flug- ur í súpunni minni. — Það er ábyggilega kær- ustupar, sem hefur kosið að drekkja sér saman. — ★ — — Þjónn. Það er dauð fluga í súpunni minni. — Hvaða misskilningur. Það hefur bara liðið yfir hana. — ★ — — Hvort hún getur talað. Síðast þegar hún kom frá Majorca var hún sólbrennd á tungunni. — ★ — — Hann lifir mjög reglu- sömu lífi. Hann vinnur átta tíma og sefur í átta tíma. — Já, og til þess að spara tíma gerir hann hvort tveggja í einu. — Heyrðu vinur. Ég sé nú ekki almennilega til hvers ég er að sitja fyrir hjá þér. FV 11 1973 79

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.