Frjáls verslun - 01.02.1975, Síða 11
Þjóðarbúskapurinn 1974:
Þjóðartekjurnar stóðu nokkurn
veginn í stað í fyrra
Verðlag innflutnings hækkaði um 49% í krónum
Þjóðhagsstofnunin hefur nýlega gert grein fyrir breytingum nokkurra helztu hátta þjóðarbúskap-
arins á árinu 1974, og er stuðzt við niðurstöður siðustu áætlana ársins. Fer hér á eftir yfirlit yfir
helztu þætti, sem þessi greinargerð stofnunarinnar nær til.
Þjóðarframleiðslan 1974 varð
um 3 - 3 Vz % meiri að raun-
verulegu verðgildi en árið 1973.
Viðskiptakjörin við útlönd,
mæld sem breytingar útflutn-
ingsverðlags m.v. breytingar
innflutningsverðlags, eru hins
vegar talin hafa rýrnað um 10-
11%, sem veldur 3% skerðingu
þjóðartekna.
Þjóðartekjur eru því áætl-
aðar hafa staðið nokkurn veg-
inn í stað frá árinu áður. Verð-
lag útflutnings hækkaði að
meðaltali á árinu um 34% í
krónum - um 21-22% í erlendri
mynt - en innflutningsverðlag
hækkaði mun meira, eða um
49% í krónum - 34-35% í er-
lendri mynt. Hækkun innflutn-
ingsverðlags umfram hækkun
útflutningsverðlags stafaði fyrst
og fremst af þreföldun olíu-
verðs frá árinu áður. Mikil og
almenn verðhækkun varð raun-
ar á innfluttum vörum yfirleitt.
Útflutningsframleiðslan er
aðeins talin hafa aukizt um 2%-
3% að magni á árinu 1974.
Áætlað er, að framleiðsla
sjávarafurða hafi aukizt um
2 V2 %, en í öðrum greinum varð
framleiðslumagn til útflutnings
svipað eða minna en á árinu
1973. Vegna sölutregðu erlendis
söfnuðust fyrir miklar birgðir
útflutningsvöru á árinu, bæði
sjávarvöru og áls, og er áætlað,
að magn vöruútflutnings hafi
dregizt saman um 5% frá árinu
áður.
Framleiðslan í öðrum grein-
Hækkun olíuverðsins átti ekki síst þátt í að viðskiptakjör íslend-
inga rýrnuðu mjög í fyrra.
FV 2 1975
11