Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 13

Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 13
um jókst yfirleitt mun hægar 1974 en á árinu 1973. Áætlað er, að landbúnaðarframleiðslan hafi þó aukizt um svipað hlut- fall og árið áður eða um 3^2% og gætti þar talsvert hinnar góðu uppskeru garðávaxta. Iðn- aðarframleiðslan er talin hafa aukizt um 4% 1974, en það er talsvert hægari vöxtur en orðið hefur undanfarin ár. I öðrum greinum er áætlað, að framleið- sla hafi aukizt um svipað eða heldur lægra hlutfall en árið 1973. Þjóðarútgjöld eru áætluð hafa aukizt um 9Y2% að raun- verulegu verðgildi á árinu 1974 að meðtöldum birgðabreyting- um, en um 6% að þeim frátöld- um. Áætlað er, að einkaneyzla hafi aukizt um 7 Yz%, og gætti þar einkum hinnar miklu neyzluaukningar í kjölfar kjara- samninganna á fyrri hluta ár- sins. Samneyzlan er talin hafa aukizt um 6%, en það er svipuð aukning og undanfarin ár. Loks er áætlað, að fjármunamyndun í heild hafi aukizt um 3Yz%, hin almenna fjármunamyndun jókst mun meira (7Yz%) en á móti minnkaði hin sérstaka fjármunamyndun í skipum og flugvélum og stórvirkjunum um 91/2%. Þróoin utanríkisviðskipta 1974 einkenndist fyrst og fremst af þrennu: Rýrnun við- skiptakjara eins og áður er get- ið, mjög mikilii aukningu inn- flutnings og minnkun útflut- ings og minnkun útflutnings- magns. Áætlað er, að verðmæti vöruinnflutnings hafi aukizt um 66% á árinu, en verðmæti vöru- útflutningsins hafi aðeins auk- izt um 26%. Hér kom hvort tveggja til, veruleg magnaukn- ing innflutnings (13%) á móti magnminnkun útflutnings (5%) og hækkun innflutnings- verðlags langt umfram hækkun útflutningsverðs. Vöruskipta- jöfnuðurinn varð því óhagstæð- ur um 15,6 milljarða króna. Við þennan halla bættist svo um 700 m.kr. áætlaður halli í þjón- ustuviðskiptum við útlönd, þannig að viðskiptahallin nam um 16,3 milljörðum króna. Við- skiptahallinn 1974 nam um 12% af þjóðarframleiðslu árs- ins, en hafði numið um 3% 1973. Staða þjóðarbúsins út á við versnaði því verulega á árinu, en því olli einkum rýrn- un viðskiptakjara ekki sízt hækkun olíuverðs, sölutregða á erlendum markaði og mikill almennur innflutningur. Fjár- magnshreyfingar frá útlöndum eru áætlaðar hafa orðið um 10.400 m.kr. umfram endur- greiðslur til útlanda, en þar í munu ný erlend lán til langs tíma hafa numið um 9.080 m.kr. umfram afborganir eldri lána. Heildargreiðslujöfnuðurinn við útlönd reyndist óhagstæður um 5.800 m.kr. á árinu samanborið við um 1.000 m.kr. hagstæðan greiðslujöfnuð 1973. í árslok nam nettógj aldeyriseign bank- anna rúmum 1.900 m.kr. og hafði rýrnað um fjóra fimmtu frá upphafi ársins. Gjaldeyris- staðan í árslok 1974 svaraði til um hálfs mánaðar almenns vöruinnflutnings, en í árslok 1973 nægði nettó-gjaldeyriseign- in fyrir u.þ.b. 4 mánaða innflut- ningi. í janúarlok 1975 var gjaldeyriseignin uppurin. Atvinnuástand var að mestu óbreytt 1974 frá árinu áður, lengst af gætti nokkurrar um- fram eftirspurnar eftir vinnu- afli og hörgull var á fólki til vinnu í mörgum greinum. Atvinnuleysisskráning var svip- uð og undanfarin ár eða innan við Y-í % af heildarmannafla og var sem fyrr eingöngu árstíða- og staðbundin. í lok ársins voru fremur færri en fleiri á atvinnuleysisskrá, en aðeins hafði gætt styttingar daglegs vinnutíma í nokkrum starfs- greinum. Kauptaxtar og tekjur hækk- uðu afarmikið á árinu 1974. Er áætlað, að kauptaxtar launþega hafi hækkað að meðaltali um rúmlega 48% og atvinnutekjur aukizt um rúmlega 50%. Vegna breytinga á sköttum og trygg- ingabótum á árinu jukust ráð- stöfunartekjur heimilanna nokkru meira, eða um 52 - 53% á mann. Verðlag vöru og þjónustu er áætlað hafa orðið um 42-43% hærra að meðaltali 1974 en á árinu 1973 og samkvæmt því er talið, að kauprpáttur ráðstöfun- artekna á mann hafi aukizt um 7%á árinu 1974. Þróun peningamála á sl. ári einkenndist helzt af gífulegri aukningu útlána, en á móti vó versnandi greiðslujöfnuður og tæplega 6 milljarða króna gjaldeyrissala umfram kaup, þannig að dró úr aukningu peningamagns. Peningamagn jókst um 2.600 m.kr. á árinu eða um 25% samanborið við 46% aukningu 1973. Útlán inn- lánsstofnana námu um 15,2 milljörðum króna og jukust um 48V2% frá fyrra ári, og var útlánaþensla án efa snar þáttur í þeirri eftirspurnar- og verð- bólguþróun, sem ríkti á árinu. Spariinnlán jukust hins vegar aðeins um 26% á árinu, en eftir fremur hæga innlánsaukningu fyrri hluta ársins gætti mun meiri aukningar síðustu fjóra mánuði ársins. í kjölfar þessar- ar þróunar útlána og innlána versnaði lausafjárstaða innláns- stofnana gagnvart Seðlabank- anum um 4 milljarða króna á árinu 1974. Ríkisfjármálaniðurstöður árs- ins 1974 liggja ekki endanlega fyrir, en viðskipti ríkissjóðs við Seðlabankann sýna, að veruleg- ur greiðsluhalli varð á sl. ári. Nettóskuld ríkissjóðs við bank- ann jókst um rúmlega 3.400 m.kr. eða um 9% af ríkisút- gjöldum samanborið við um 380 m.kr. aukningu 1973, sem var innan við 2% af ríkisút- gjöldum. Ríkistofnanir bættu hins vegar stöðu sína gagnvart Seðlabankanum um 450 m.kr. nettó, en í heild versnaði staða ríkisins (ríkissjóðs, ríkisstofn- ana og Viðlagasjóðs) gagnvaxd Seðlabankanum um 3.660 m.kr. nettó samanborið við um 1.200 m.kr. versnun 1973. Útlán fjárfestingarlánasjóða eru áætluð hafa numið um 7.500 m.kr. á sl. ári, en það er um 53% aukning frá fyrra ári. Íbúðalánasjóðirnir lánuðu um 2.500 m.kr. 1974 eða um 62% meira en 1973, en atvinnuvega- sjóðirnir lánuðu um 5.000 m.kr., eða um 49% meira en 1973. FV 2 1975 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.