Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.02.1975, Qupperneq 15
Tölvutækni KEA byrjar fjarvinnslu Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri er fyrsta fyrirtækið utan Reykjavíkiur, sem hefur fjarvinnslu á bókhaldi með tölvu. í þeim tilgangi hefur KEA leigt símalínu af Landsímanum og gert tilraunir með fjarvinnsluna í tölvu SÍS í Reykjavík. KEA sendir tölulegar upp- lýsingar eftir línunni suður, en tölvan vinnur úr upplýsingun- um og sendir niðurstöður til baka. Tölvan á að annast bæði aðalbókhald og ýmsar skýrslu- gerðir fyrir fyrirtækið. Með þessu móti fæst betri nýting á tölvu SÍS. í viðtali við Val Araþórsson kaupfélagsstjóra kom fram að bókhaldsvélar fyrirtækisins eru að ganga úr sér og var því ákveðið að fara út í tölvu- vinnslu á bókhaldinu í sam- starfi við SÍS. í þessum til- gangi hefur KEA leigt sérstaka vélasamstæðiU, sem saman- stendur af þremur vélum. Kerfið heitir „3740 gagna- skráningakerfi" og er frá IBM verksmiðjunum. „DISKETTUR“. Vél nr. 1 er tvöföld gagna- skráningarvél. Hún er notuð til þess að skrá upplýsingar á svokallaðar diskettur eða smá- diska. Þetta eru diskar með segulmögnuðu yfirborði svipað og gerist með segulbönd. Upp- lýsingarnar eru skráðar á diska á sama hátt og á segul- band og er hægt að má út efni og nota diskana aftur. Vél nr. 2 er notuð til að villuprófa og leiðrétta það sem skráð hef- ur verið á smádiskana. Á hana má einnig skrá sjálf- stætt. Þá er þessi vél notuð til að senda upplýsingar í tölvu og taka á móti niðurstöð- um frá henni, en það gerist gegnum símalinuna eins og áður er sagt. Þriðja vélin er svo prentari, sem er í sam- bandi við vél nr. 2. Hann prentar á pappír allar þær upplýsingar, sem eru í vélinni. FIMM ÞÆTTIR. Unnt er að skipta vinnslu gagnaskráningakerfisins í fimm sjálfstæða þætti: 1. Skráning upplýsinga á diska. 2. Upplýsingarnar athugaðar og leiðréttar. 3. Upplýsingarnar sendar gegn- um símalínu til úrvinnslu. 4. Niðurstöður sendar til baka að lokinni úrvinnslu og sett- ar á nýja diska til geymslu. 5. Prentun á gögnum af disk- unum. Breytingar þessar á bók- haldsfyrirkomulagi hjá KEA hafa það í för með sér, að að- gangur viðskiptavina fyrirtæk- isins að viðskiptareikningum verður að vera í öðru formi en áður. Fyrirtækið mun þó eft- ir sem áður reyna að koma til móts við óskir viðskipta- vinanna á þessu sviði eins og mögulegt er. Farareyririnn Þeir, sem leið eiga til útlanda í viðskiptaerind- um, þurfa ekki að óttast þær takmarkanir í gjald- eyrisyfirfærslu, sem al- mennir ferðamenn hafa orðið fyrir undanfarið. Gjaldeyrisdeild bankanna hefur yfirleitt afgreitt at- hugasemdalaust beiðnir kaupsýslumanna um gjald- eyri, hafi þær verið inn- an hæfilegra marka. Ekki eru líkur taldar á, að frá þessari meginreglu verði horfið, þar sem í GATT- samningum hefur áherzla einmitt verið lögð á sem mest frjálsræði í þessum efnum. GJALDEYRIR FYRIR 37 ÞÚS. Alþjóðlegur skilningur á hagsmunum hins almenna ferðamanns virðist 'hins vegar ekki vera jafnríku- lega fyrir hendi. Umsókn- ir um ferðamannagjaldeyri eru nú mlklu betur skoð- aðar en áður. Þó fá allir erlendan gjaldeyri jafn- virði 37. þús. íslenzkra króna vegna fyrstu fei’ðar á árinu en hálfa þá upp- hæð fyrir þá næstu, ef farin er. SKULDIR EKKI YFIRFÆRÐAR. Kostir ferðaskrifstof- anna, sem selja fólki sólar- ferðir með innifalinni gist- ingu og fæði, hafa aftur á móti þrengzt til muna. Þannig hefur verið sett bann við lengri ferðum en tveggja vikna. Kemur þetta sér illa fyrir ýmsa viðkomandi aðila, sem skipulagt hafa þriggja vikna ferðir auk hálfs- mánaðarferða. Þá fá ferða- skrifstofurnar ekki leng- ur yfirfærslu vegna skoð- unarferða og svokallaðra matarmiða, sem farþegar hafa getað keypt fyrir ís- lenzkar krónur. Hafa skrifstofurnar ekki fengið yfirfærðar skuldir við mat- sölustaði og ferðafyrir- tæki erlendis, sem verzlað hefur verið við í vetur. FV 2 1975 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.