Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Side 23

Frjáls verslun - 01.02.1975, Side 23
Skrifstofur SAS og ferðaskrifstofur eru í beinu sambandi við tölvumiðstöð SAS í Kaupmanna- höfn og senda farpantanir þangað. Með tilkomu DC-10 þotnanna hafa vöruflutning- ar SAS aukizt mikið. Sendingar fara nú á pöllum heimsálfa á milli. út fyrir ytri mörk félagsins sjálfs. Hagrup bendir á, að SAS sé dæmi um samstarf þriggja Norðurlandaþjóða, sem megi þó auðveldlega víkka út, þannig að það nái til fleiri. Slíkri sam- vinnu SAS og Swissair var komið á 1958 með samningi til 10 ára um samstarf á mörgum sviðum. Þessi samningur var endurnýjaður og gildir til 1978. Hann lýtur einkanlega að tækni- málum, m.a. samræmingu á tæknibúnaði flugvéla og við- haldi. KSSU - SAMTÖKIN Þegar SAS og Swissair ákváðu að panta hvort um sig tvær flugvélar af gerðinni Bo- eing 747, var séð fram á að sam- eiginlegur floti fjögurra fllug- véla væri ekki nægur til að standa undir kostnaði af tækni- búnaði á jörðu niðri fyrir þess- ar vélar og viðhaldsaðstöðu. Þá kom fram hugmynd um að breikka samstarfsgrundvöllinn enn frekar og fyrir valinu varð hollenzka flugfélagið KLM. Samkomulag náðist milli þess- ara þriggja félaga um að sam- ræma allan búnað Boeing 747- flugvéla sinna og gera sameignr leg innkaup hjá framleiðandan- um. Félögin mynduðu svo með sér formlegan félagsskap 1969, sem kallaðist KSS - samtökin, og var svo um samið, að þau keyptu saman nýjar flugvélar, skiptust á tæknilegri þjónustu, tryggðu sameiginlega o.s.frv. Þá var ákveðið að kaupa eitt sam- eiginlegt kennslutæki, eftirlík- ingu af flugstjórnarklefa Boeing 747 fyrir flugmenn allra félaganna til að æfa sig í. Með þessu sparaðist mikið fé og mun svo enn verða. Þegar þessi KSS - samtök töldu tímabært að kaupa flug- vélar af gerðinni DC-10, óskaði franska flugfélagið UTA eftir samstarfi, því að það ætlaði líka að fá vélar af þeirri gerð. Frá 1970 hafa samtökin því verið nefnd KSSU og þótt erfitt sé að meta starf þeirra til fjár hefur SAS þó sparað sér álit- legar upphæðir á ári hverju vegna þátttöku sinnar í því. Samanlagður flugfloti KSSU er um 200 flugvélar. Gert er ráð fyrir, að 1970 verði breiðþotur samtakanna orðnar 50 talsins. Starfsmenn félaganna fjög- urra eru um 45.000, þar af eru starfsmenn SAS, Swissair og KLM á bilinu 12-15.000 hjá hverju félagi, en 5000 manns vinna hjá UTA. KSSU - samn- ingurinn gerði ráð fyrir, að á fimm ára tímabili 1971 - 1975 myndu félögin þiggja vissan vinnustundafjölda hvert hjá öðru. Þeir hafa samanlagt verið metnir á um 10. millj. dollara á ári. Vegna samstarfs í trygging- armálum hafa iðgjöld SAS af flugvélatryggingum lækkað um hér um bil 7 millj. norskra króna á ári. DÓTTURFYRIRTÆKI OG ÖNNUR TENGD 50 TALSINS. Þá vék Knut Hagrup að dótt- urfyrirtækjum SAS og þeim margþætta rekstri, sem félagið er nú aðili að. Um þessar mund- ir eru dótturfyrirtækin og önn- ur tengd félaginu alls 50 talsins, þar af eru 20 starfandi að fram- leiðslu eða þjónustu. Hótelrekst- ur hóf SAS 1960 og nú rekur félagið 10 hótel í Skandinavíu, þrjú í Kaupmannahöfn, tvö í Oslo, eitt á hverjum þessara staða: í Stafangri, Bodö, Tromsö FV 2 1975 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.