Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Síða 31

Frjáls verslun - 01.02.1975, Síða 31
Greinar ag uiðtöl Stjórn á sókn og svciflum -eftir dr. Guðmund IX/lagnússon, prófessor Þeim skilyrðium, sem íslenska þjóðarbúinu eru sett, verður ekki breytt í skyndi. Það er því eitt brýn- asta úrlausnarefni hagfræðinga að benda á aðgerðir, sem grípa má til, ef stýra þarf sókn í sjávarút- vegi og jafna sveiflur lífskjara frá einum tíma tilannars. § Haftabúskapur og tollar Frá 1945 - 1960 var útflutn- ingstekjum mestmegnis deilt út meðal þjóðarinnar með skömmt- unarseðlum, tollum og fjöl- gengi. Með þessu móti var kom- ist hjá stórfelldri lækkun á skráðu gengi íslensku krónunar. Fyrir hinn almenna neytanda skiptir það auðvitað ekki máli hvort hið endanlega vöruverð, sem hann greiðir, samanstend- ur af tolli og lágu verði á er- lendum gjaldeyri, eða hærra verði á erlendum gjaldeyri og engum tolli. Hið lægra gengi hlaut hins vegar að draga úr hvers konar útflutningsfram- leiðslu og efla margskonar starfsemi, sem aðeins gat þrif- ist í skjóli tollmúra. Skömmt- unarseðlarnir og f jölgengið ollu síðan handahófskenndri mis- munum milli atvinnugreina inn- byrðis annars vegar og neyt- enda innbyrðis hins vegar. # Gengisbreytingar Eftir að horfið var til meira frjálsræðis í viðskiptum upp úr 1960 og eftir inngönguna í EFTA hefur reynt meira á gengið sjálft til leiðréttingar á kostnaðarafstöðu milli innan- landsframleiðslu og innflutn- ings. Þetta er eðlilegt, þar sem þær leiðir, sem áður voru farn- ar, eru annaðhvort ekki „leyfi- legar“ lengur eða reynslan hef- ur kennt mönnum, að þær eru villigötur. Því miður hafa gengisbreyt- ingar verið aðallega í aðra átt- ina. Skýringin á því er senni- lega sú, að fátt annað hefur verið til úrræða þegar í óefni er komið, en stundum hefur þetta verið vegna þess, að þjóðin hef- ur ekki fengist til að horfa framan í staðreyndir með öðr- um hætti. # Verðjöfnunarsjóður f því skyni að jafna verð- sveiflur innan sjávarútvegs var Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðar- ins stofnaður. Hann hefur kom- ið að góðu haldi. Sem dæmi má nefna, að í honum eru nú um 2 milljarðar króna, sem hefðu e.t.v. aukið þensluna um 4-5 milljarða á árinu 1973, ef féð hefði fengið að renna beint út í þjóðfélagið. (Viðskiptajöfnuður hefði einnig orðið mun óhag- stæðari en raun ber vitni og verðbólga sennilega enn meiri). Sjóðurinn hefur þó alls ekki megnað að jafna verðsveifluna, sem varð eftir 1970, enda var ekki við því að búast. # Sókn í sjávarútvegi Flest bendir til þess, að aukin sókn í sjávarútvegi hafi gengið nærri ýmsum fiskstofnum og afrakstur hafi ekki aukist í hlutfalli við tilkostnað. Út- færslan í 50 mílur virðist ekki hafa leyst þessi vandamál og vafasamt er að 200 mílurnar geri það fyrst um sinn að minnsta kosti. Á sumum teg- undum veiða og í samningum við erlendar þjóðir er farin sú leið að takmarka aflamagn og úthluta leyfum. Þessi leið er eflaust nauðsynleg í sumum til- vikum og verður það áfram. En eins og sést af Flóabardaga hinum nýja, fer að hitna í kol- unum, þegar deilan færist upp á land. 9 Augunum lokað Ég held, að ekki sé ósann- gjarnt að segja, að fslendingar hafa ekki fengist til að horfast alvarlega í augu við aðgerðir, sem yrðu til að stýra sókn þeirra sjálfra til minnkunar. Hið sama gildir að nokkru leyti um sveiflujöfnun þjóðartekna. Ég hef stundum líkt þeirri sveiflujöfnun, sem tíðkast hef- ur, við hitakerfi í húsi, þar sem reynt væri að kynda alltaf jafn- mikið en losna við mesta hit- ann með því að opna glugga í stað þess að lækka stillinguna á kerfinu. Bjarni Bragi Jónsson vakti athygli á því fyrir nokkrum árum að fara mætti skattleið í sjávarútvegi til að stýra sókn. Einkum hafði hann í huga, að þar sem enginn hefur séð til FV 2 1975 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (01.02.1975)
https://timarit.is/issue/232946

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (01.02.1975)

Gongd: