Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Side 67

Frjáls verslun - 01.02.1975, Side 67
Sigurplast hf.: > Unnið á vöktum allan sólarhringinn við umbúðaframleiðslu Sigurplast hf. við Elliðavog 117 er með pIastframleiðsJ,u í aðeins fastara formi ef svo má að orði komast. Þar eru framleiddar allskonar flöskur, glös, brúsar, krukkur og talsvert af mekaniseruðum og öðrum hlutum úr plasti. Sjampóið sem þú notar eða kryddið eða terpentínan er að öllum líkindum úr umbúðum frá þessari verksmiðju. Sigur- plast hf. var stofnsett árið 1960 og sameinaðist fljótlega þeirri deild sápugerðarinnar Frigg sem framleiddi umbúðir fyrir Frigg. Reksturinn gekk samt dálítið erfiðlega þar til gripið var til þess ráðs að kaupa Orraplast hf., sem sendi frá sér sams konar vöru en siðan hefur hann gengið vel. Framkvæmdastjóri er Knud Kaaber. Hann segir: ■—- Það eru mest önnur iðn- fyrirtæki sem versla við okk- ur. Þar má t. d. nefna sápu- gerðir, lyfjaverzlanir, efna- gerðir, olíufélögin og svo vissir matvælaframleiðendur. Flestir af okkar stærri viðskiptavinum eiga sín eigin mót fyrir þær flöskur eða glös sem þeir nota undir framleiðslu. Þessi mót eru geysilega dýr en sem bet- ur fer er hægt að fá fleiri en eina „tegund“ úr hverju móti. Þar er nú eiginlega svindlað dálítið, því lögunin er alltaí eins. Hins vegar er hægt að hafa plastið mjúkt eða hart og eins er hægt að hafa það í mismunandi litum og þann- ig er hægt að nota ílát úr sömu mótunum undir mis- munandi vörutegundir. Flest mótin eru smíðuð hér á landi hjá fyrirtæki sem heit- ir Mót og stansar hf. VONLAUST AÐ FJÁRFESTA NÚ Við viljum auðvitað færa út kvíarnar og fullkomna fram- leiðsluna og gera hana fjöl- breyttari, en verðum líklega að una við það sem við höfum í bili því það er algerlega vonlaust að ætla sér að fjár- festa eittíhvað eins og nú stendur í efnahagsmálunum. — Það var mikil heppni að reksturinn í fyrra gekk vel og við vorum svo bjartsýnir að fara út í töluverð vélakaup. Við erum því ágætlega stadd- ir að því leyti, með góðar og fullkomnar vé'lar. Það er því ekki beinlínis nein neyð að þurfa að halda að sér höndun- um í bili þótt ég vildi gjarn- an leggja út í vélakaup sem með tímanum myndu bæði spara okkur peninga og þjóð,- arbúinu gjaldeyri. Við kaupum langmest af okkar hráefni frá Þýzkalandi. Plastið kemur í ögnum, einna líkast hrísgrjónum og við full- vinnum það svo, bætum t. d. í það litarefnum ef með þarf. Við höfum líka hérna sér- staka vél til að prenta á flösk- urnar og dósirnar, þannig að varan cr alveg fullunnin þegar hún fer frá okkur. Það eru um 250 lestir af ári sem við kaupum af hráefni erlendis frá. Á þessu eru auðvitað tollar, frá 5 og upp í 10 prósent og flutningar og tollar eru okkur dýrir. Einnig söluskattur af vélum. Hann var að vísu lækkaður um 50 prósent um síðustu áramót, en það hefur ekki komið okkur til góða enn- þá. Hins vegar hækkaði gengis- fellingin eðlilega skuldir okk- ar erlendis. Sem betur fór áttum við ekki nema tvær af- borganir eftir af dýrustu vél- inni. Það hefði getað verið verra. Sigurplast framleiðir margs knnar plastum- búðir, flöskur, brúsa og krukk'ar. Knud Kaaber framkv.stj. sýnir þarna nokkrar tegundir. FV 2 1975 07

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.