Frjáls verslun - 01.02.1975, Side 78
Skrifstofutækni
Framkvæmdastjórinn og sölustjóri
- bæði innan við þrítugt
Lngt fyrirtæki í miklum vexti býður fjölhreytt úrval
fullkominna skrifstofuvéla
F.yrirtækiði Skrifstofutækni hf. er ungt að árum, stofnað í febrúar 1972. Og það er ekki bara fyrir-
tækið sem er ungt, starfsfótkið er það einnig og íA 10 starfsmönn.um eru aðeins 2 yfir þrítugt. Það
eru ekki stjórnendurnir tveir, Pétur Rafnsson, framkvæmdastjóri og Áslaug Alfreðsdóttir, sölu-
stjóri, sem hafa náð þeim merka áfanga, þau eru 26 og 24 ára.
Pétur tók við stöðu fram-
kvæmdastjóra í marz síðast-
liðnum, af Bjarna Bjarnasyni,
viðiskiptafræðingi, sem fór yfir
til systurfyrirtækisins Penn-
ans, til að taka þar við fjár-
málastjórn. Pétur varð stúd-
ent frá MA árið 1968 og
stundaði nám í viðskiptafræði
við Háskóla íslands til 1971.
Hann nam þjóðhagfræði við
h'áskólann í MunChen 1972-‘73
en varð svo sölustjóri hjá
Skrifstofutækni 1974 og gegndi
því starfi þar til nú að hann tók
við stöðu framkvæmdastjóra.
Skömmu áður en hann
skipti um stöðu kom það í
hans hlut að velja sér eftir-
mann í sitt gam’la starf. Þeg-
ar staðan var auglýst laus til
umsóknar voru umsækjendur
ekki færri en 47 og þeirra
meðal var Áslaug Alfreðsdótt-
ir, ein kvenna.
Nú hafa auðvitað ýmsir
haldið því stíft fram við Pétur
að hann hafi veitt Áslaugu
starfið vegna kvennaárs eða
persónutöfra. Hann harðneitar
því þótt hann viðurkenni að
nú standi yfir hið fyrra og
hún hafi til að bera það síð-
ara.
—- Ég talaði við alla um-
sækjendurna 47 og valdi 8 úr
til nánari athugunar. Ég komst
einfaldlega að þeirri niður-
stöðu að hún hefði beztu fram-
komuna, beztu menntunina og
annað sem þyrfti til starfans.
Það var það sem réði úrslitum.
Ég mætti teljast í meira lagi
óábyrgur ef ég byrjaði starf
mitt sem framkvæmdastjóri,
með því að ráða í starf sölu-
stjóra eingöngu vegna útlits
eða kyns.
Áslaug Alfreðsdóttir lauk
stúdentsprófi frá MR árið
1970 og fór þá til Skotlands í
skóla þar sem hún lærði hótel-
rekstur (Hotel and Catering
Management.). — Að því
loknu sneri hún heim til ís-
lands og var ráðin veitinga-
stjóri á Hótel Loftleiðum og
Hótel Esju að jöfnu. En ung-
ir þurfa stundum tilbreytingu
og nú tekur hún sem sagt við
starfi sölustjóra !hjá Skrif-
stofutækni hf.
Hér á eftir birtast upplýsing-
ar um nokkrar þeirra véla, sem
hún mun selja forstöðumönnum
fyrirtækja og stofnana á næst-
unni.
Pétur Rafnsson, framkvæmdastjóri og Áslaug Alfreðsdóttir,
sölustjóri í nýjum húsakynnum Skrifstofutækni í Tryggvagötu.
78
FV 2 1975