Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 81
undra. Hann er örugglega sá
eini, sem getur séð eithvaft
spennandi við hana.
— En dásamlegt, sagði
Palla vinkona hennar.
— Þetta er nú ekkert snið-
ugt, þegar maður veit ekki
hver pabbinn er.
— Hamingjan góða. Það
verður þó spennandi að sjá
hvort krakkinn líkist ein'hverj-
um, sem við þekkjum.
Blaðamaðurinn var kominn
í heimsókn til gamla mannsins
á 100 ára afmæli hans. Og
eins og venjulega við slík
tækifæri gekk samtalið eitt-
hvað á þessa leið:
— Hvernig liefur þú farið
að því að ná þessum háa
aldri? Sá tíræði sat beinn í
baki, með rjóðar kinnar og
viljastyrkurinn skcin af hon-
um.
— Mjög einfalt. Ég hef
aldrei reykt, aldrei drukkið
og aðeins borðað hollan mat.
Ég hef farið í hálftíma morg-
unleikfimi upp á hvern einasta
dag og farið í rúmið kl. 10 á
liverju kvöldi.
— Svona lifði nú einn
frændi minn, sagði blaðamað-
urinn, en hann varð sannt ekki
meira en 62 ára. Hvaða skýr-
ingu gefurðu á því?
— Hann hefur einfaldlega
ekki haldið áfram nógu lengi.
— Það er ekki til neins að klaga þetta fyrir umsjónarmanninum.
Þetta er nefnilega umsjónarinaðurinn sjálfur.
í lifanda lífi var 'hann heims-
frægur leikari og skemmti-
kraftur. Nú var hann látinn og
Sánkti-Pétur hafði tekið vel á
móti honum, m. a. látið hann
hafa eitt bezta herbergið á
himnum. Allt gekk vel í fyrstu
en svo fór leikarinn að þreyt-
ast á eilífum sálmasöng engl-
anna. Því var það, að hann fór
eina helgina í heimsókn í
það neðra. Allir vinirnir hans
gömlu léku þar á alls oddi,
höfðu nóg af víni og fögrum
konum. Eftir heila viku með
þeim kvaddi hann:
— Ég verð enga stund. Ætla
bara upp að ná í farangurinn
minn.
Tveim dögum síðar var
hann kominn aftur að dyrum
helvítis með allar ferðatösk-
urnar sínar. En nú var ástand-
ið annað, reykur og brenni-
steinsþefur og eymdarvæl sáin-
anna, sem staðinn gistu.
— Hvað á þetta að þýða?
spurði hann myrkra'höfðingj-
ann. Hér var líf og fjör í
fyrri viku og sjáðu svo þetta.
— Já, sagði fjandinn og
glotti. — Við vorum líka að
búa til auglýsingakvikmynd í
síðustu viku.
Hæ! elskan. Það er brúð-
kaupsdagurinn okkar í dag. Þú
átt svo sannarlega ekki að
standa þarna við uppþvott
núna. Láttu hann bara bíða.
þangað til á niorgun. . . .
Sálfræðingurinn fékk póst-
kort frá einum tryggasta
sjúklingi sínum, sem hafði far-
ið í sumarleyfisferð:
— Hef það stórkostlegt.
Hvað getur verið að mér?
— • —
Helga var döpur í bragði.
Hún átti von á barni.
FV 2 1975
81