Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1975, Page 11

Frjáls verslun - 01.05.1975, Page 11
Viðskiptaþing 1975: „Aðförin að frjálsum atvinnu- rekstri í algleymingi44 * — sagði Gísli Einarsson, form. Verzlunarráðs Islands við setningu þingsins Viðskiptaþing Verzlunarráðs íslands 1975, hið fyrsta sinnar tegundar, var haldið í salarkynnum Hótel Loftleiða dagana 20. og 21. maí sl. Da'gskrá þingsins var að meginstofni til umræða um hlut- verk verzlunar og verðmyndunar í frjálsu markaðskerfi. Voru fluttir allmargir fróðlegir fyrir- lestrar um þætti þessa efnis og ennfremur fóru fram panelumræður. Þátttakendur í störfum við- s'kiptaþings voru um 150 talsins. í febrúar á þessu ári voru samþykkt ný lög fyrir Verzlun- arráð íslands, og er þar gert ráð fyrir töluverðum breyting- um á starfsemi ráðsins. Meðal annars er fyrirhugað að halda viðskiptaþing að minnsta kosti annað hvert ár og skulu við- skiptaþing sérstaklega móta stefnu í málefnum Verzlunar- ráðs íslands á hverjum tíma. Stjórn Verzlunarráðsins á- kvað síðan á fundi í marzmán- uði að boða til viðskiptaþings í ár. Jafnframt var ákveðið að fjalla skyldi um hlutverk verzl- unar og verðmyndunar í frjálsu markaðshagkerfi, kanna eðli og starfsemi hins frjálsa markaðs- kerfis og ræða um, hvaða breyt- inga sé þörf til þess að þetta hagkerfi geti skilað sem bezt- um árangri til þjóðfélagsins í heild. LEITAÐ EFTIR VÍÐTÆKU SAMSTARFI Verkefni viðskiptaþingsins er því í og með að hvetja til um- hugsunar, umræðu og aðgerða til varðveizlu þess frjálsa mark- aðskerfis, sem bezt hæfir í nútíð og framtíð. Til þess að tryggja, að fram kæmu sem flest sjónarmið, sam- þykkti stjórn Verzlunarráðsins að leita eftir samvinnu við önn- Séð yfir Kristalsal Hótel Loftleiða, þar sem fundir viðskiptaþingsins fóru fram. FV 5 1975 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.