Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1975, Page 37

Frjáls verslun - 01.05.1975, Page 37
Talsmenn verzlunarsamtakanna spuróir Hver er staða verzlunarinnar ? FRJÁLS VERZLUN bað franikvænidastjóra verzlunarsamtakanna að lýsa í stuttu máli viðhorfum þeirra til síðustu aðgerða í efnahagsmálum, þróunarinnar undanfarna mánuði og hverju þeir vitdu spá um framvindu mála á næstunni. Þeir sem svara spurningunni að þessu sinni eru: Magnús Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands og Júlíus S. Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags ísl. stórkaupmanna og Bílgrcinasambandsins. „Samdrátturinn er minni búast hefði mátt við“ - segir IVIagnús Finnsson Ef fyrst er vikið að álagningarmálum, þá er það ljóst, að stefna Kaupmannasamtaka íslands hefur frá upphafi verið sú, að álagn- ing verði gefin frjáls á öllum vörutegundum. Við teljum, að það verðlagskerfi sem í gildi er í dag sé orðið úrelt og samræmist ekki þcim breyttu þjóðfélagsaðstæðum, sem orðnar eru í vestrænum hcimi. Magnús Finnsson, fram- kvæmda- stjóri Kaup- manna- samtaka íslands. Hér er átt við, að verðlagsá- kvæðin séu leifar frá þeim tíma þegar vöruframboð var af mjög skornum skammti vegna hafta, sem hið opinbera setti og vörudreifing var á fárra hönd- um. Þegar vöruframboð er orð- ið jafnmikið og nú, og eftir- spurnin mikil, myndast jafn- vægi í þessum málum. Kaupmannasamtök íslands telja jafnframt, að með því að gefa verðlag frjálst sé stigið stærsta skrefið í þá átt að draga úr verðbólgu. ® STRÖNG VERÐLAGS- ÁKVÆÐI — MINNA VÖRUFRAMBOÐ Með þvi að beita ströngum verðlagsákvæðum er stuðlað að því að framboð af vörum minnki og ýmsar vörutegundir hverfi af markaðinum eða að vörur verði á hærra verði en eila. Það er skoðun allra, að sá sem leggur á sig mikla vinnu með starfi, sem er arðbært fyr- ir þjóðarheildina og aflar gjald- eyris, eigi að bera ávöxt af því. Jafnframt á sá aðili, sem gerir hagstæð vöruinnkaup og sparar þannig gjaldeyri og útgjöld að fá að njóta sín. Til þess að verðlag verði gef- ið frjálst þarf að gera ýmsar ráðstafanir. Setja þarf lög um hringamyndun og samkeppnis- hömlur, þannig að komið sé í veg fyrir að einstakir aðilar geti náð undirtökum í verzlun FV 5 1975 37

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.