Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1975, Page 65

Frjáls verslun - 01.05.1975, Page 65
Heinz - fyrirtækið : Framleiðir í 12 löndum og selur vörur sínar tii 150 landa Bakaðar baunir frá Heinz seldar hér ■ auknum mæli IVIeir en milljón dósir af þeim seljast daglega í Bretlandi Heinz-fyrirtækiÖ stundar nú framleiðslu í 12 löndum og markaður þess nær til 150 landa. Tegundirnar eru mikl'u fleiri en nafnið „57 Varieties“ gefur til kynna. Stofnandanum, Henry John Heinz hefur verið lýst sem snillingi í auglýsinga- starfsemi og markaðskipulagn- ingu. Hann valdi þessa töfra- tölu „57“ þó að tegundirnar væru raunverulega fleiri. Síðan hefur hún orðið aðalsmerki Heinz-vara um allan heim- Fyrirtækið H. J. Heinz var stofnað 1869 og fór hægt af stað- Allmörgum árum áður hafði unglingurinn Henry Heinz ræktað grænmeti í garð- inum við heimili fjölskyidunn- ar í Sharpesburg i Pennsylvan- íu og selt nágrönnum umfram- framleiðslu. Sextán ára hafði hann bæði notað körfu og hjól- börur til að flytja grænmetið sitt í verzlanir í Pittsburgh, og hafði reyndar tekið enn stór- virkara flutningatæki í notkun hestvagninn, til að flytja af- urðirnar 8 kílómetra leið niður með ánni. BYRJAÐI MEÐ HREÐKUR Fyrsta grænmetistegundin sem Heinz sendi á markað, voru hreðkur, sem áunnu sér miklar vinsældir í nærliggjandi byggð- arlögum. Fram að þeim tíma hafði tíðkazt að selja hreðkur í lituðum glerflöskum til að halda öðrum tegundum til upp- fyllingar, eins og t. d. rófum, leyndum fyrir kaupandanum. Heinz setti hreðkurnar sínar aftur á móti i kristaltærar gler- krukkur svo að enginn þyrfti að efast um að hann væri að selja ósvikna vöru. Fyrirtækið WE1N2 BAKED BEANS II s' J Brautryðjandinn Henry Heinz, sem byrjaði að selja nágrönn'iim sínum grænmeti ,ungur að árum. — Til hægri: Aðalsöluvaran í dag, bakaðar baunir. Framleiðsla sett á lager í verksmiðju Heinz f Kitt Green í Lancashirc í Bret- landi. FV 5 1975 65

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.