Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.08.1975, Blaðsíða 12
árið, en jafnvægi síðara árið. „Að landsbyggðin skuli hafa haldið þannig til jafns við mið- þyngdarsvæði landsins, sem eðlilega ag venjulega hefur mikið aðdráttarafl, hlýtur að teljast stórvægilegur árangur, sem ástæða væri til að leita nánari skýringa á. Vafalaust á almennur uppgangur og upp- bygging sjávarútvegsins hér mikinn hlut að máli, einkum öflun skuttogara og eflinig hraðfrystihúsa á hinum ýmsu útgerðarstöðum um landið, enda eðlilegt að þau áhrif séu sterkari fyrra árið, áður en á móti tók að blása. Hér virðist einnig mega greina áhrif byggðastefnu í margvíslegum myndum, ekki síst með eflingu Byggðasjóðs og sérstökum út- lánum hans til byggðamála" segir í greinargerðinni. MIKIL FJÖLGUN Á SUÐURLANDI Af landshlutum utan höfuð- staðar og Reykjanessvæðis, hef- ur Suðurland fleytt rjómann af fjölguninni. Má rekja það til áhrifa stórra orku- og hafnar- framkvæmda, óbeinna áhrifa af aðstreymi Vestmannaeyinga og góðs vegarsambands, og koma þessar ástæður heim við það, að vöxturinn er öflugri síðara árið, gagnstætt því, sem á sér stað um hina ytri lands- hlutana. Næst því koma Norð- urland eystra og Austurland best út, og nokkurn veginn jafnt, fyrra árið mun hagstæðar en landsheild, en síðara árið að- eins lakar. Endurreisnaraðgerða var hvað mest þörf víða um Austurland, og marka þær að- gerðir því væntanlega hvað skörpust skil þar. Að auki kunna bættar samgöngur við opnun hringvegar og vegabæt- ur skv. samgönguáætlun Aust- urlands að hafa haft nokkra þýðingu í þessu sambandi. Norðurland eystra nýtur eink- um styrks Akureyrar og vaxtar sumra hinna smærri útgerðar- staða. ÓHAGSTÆÐ UTKOMA Á VESTURLANDI Vesturland hafði óvenjulega óhagstæða afstöðu til annarra landshluta, þó til muna ofan landsmeðaltals fyrra árið, en nokkru lakara síðara árið. Kom þar einkum til, að fólksfjöldi útgerðarstaðanna á Snæfells- nesi snerist til fækkunar 1974. Á Norðurlandi vestra hefur einnig orðið fjölgun, sem var nærri landsmeðaltali 1973, en um % þess 1974. STÖÐNUN Á VESTFJÖRÐUM í greinargerðinni segir enn- fremur: Aðeins á Vestfjörðum hefur orðið stöðnun, þ. e. jafnmikil fækkun síðara árið og fjölgun nam fyrra árið. Fækkunin varð einikum á ísafirði, Flateyri og Bíldudal á móti nokkurri fjölg- un annarra staða. Framhald á fólksfækkun á Vestfjörðum, í kjölfar áratuga reynslu af fækkun í þeirn landshluta, hlýtur að vera áhyggjuefni. Skorti á atvinnu og tekjúm er ekki til að dreifa, nema þá í einstaka undantekningum, enda voru meðaltekjur virkra fram- teljenda á Vestfjörðum 1973 jafn háar og á öllu landinu. Hins vegar kreppa að sam- gönguleysi og einangrun, og er vert að minnast þess í sam- bandi við þá miklu og nokkuð einhliða áherslu, sem nú er lögð á hringvegarframkvæmd- ir. Af samanburði meðalbrúttó- tekna framteljenda eftir skatt- umdæmum kemur fram, að meðaltekjur um landið hafa jafnast mjög milli 1971 og 1973. Árið 1971 voru 3 umdæmi með 10% hærri meðaltekjur að ó- vegnu meðaltali en landsmeðal- tal, en 6 umdærni með 10.3% lægri meðaltekjur. Árið 1973 voru 3 umdæmi með 7.3% með- altekjur og 5 umdæmi með 8.8 % lægri meðaltekjur, en Vest- firðir með tekjur jafnar lands- meðaltali sem fyrr sagði. Hér hefur orðið veruleg þrenging bilsins milli landshluta með tekur yfir og undir meðaltali. Útflutningur iðna&arvara: Þátttaka ■ sýningum vakti athygli íslenzkar framleiðsluvörur vöktu talsverða athygli á fjölþjóð- legum vörusýningum, sem haldnar voru erlendis í vor og í sum- ar. Hefur árangurinn þegar komið fram með pöntunum frá er- lendum aðilum á sumum þeirra tegunda, sem íslenzk'u þátttak- endurnir sýndu. Útflutningssamtök húsgagna- framleiðenda tóku þátt í sýn- ingunni Scandinavian Fumi- ture Fair í maí. Á þeirri sýn*- ingu voru húsgögn frá eftir- töldum framleiðendum hérlend is: Á Guðmundsson hf., sem sýndi „SPIRA“ svefnbekk, Kristján Siggeirsson hf., sem sýndi „Chieftain“ leðurstól og borð, Model húsgögn sýndu gærukollinn „Fuzzy“ og stólinn „Chrunk“ og Gamla kompaníið og Stáliðjan sýndu skrifborðin „Boline“. Auk þess sýndu Gefj- un og Álafoss áklæði. íslenzka sýningarsvæðið var 100 m2 að flatarmáli, hannað af samstarfshópi húsgagnaarki- tekta, sem unnið hafa með Út- ílutningssamtökunum um nökkurt skeið. Vegna mikillar eftirspurnar frá hinum Norður- löndunum, en sýningin er á veg- um útflutningssamtaka þeirra, tókst ekki að fá inni í sýningar- höllinni sjálfri heldur í Bella Centrets Mart Bygning í Shera- ton Hotel. BOLINE-SKRIFBORÐ VÖKTU ATHYGLI „Boline“ skrifborðin vöktu mikla athygli fyrir skemmti- lega hönnun segir í fréttum frá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Pétur B. Lúthersson, húsgagna- arkitekt teiknaði þau. Pantanir bárust frá Sviss, Þýzkalandi, U.S.A. og Skotlandi i ,,SPIRA“ 12 FV 8 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.