Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.08.1975, Blaðsíða 13
svefnbekkinn, sem hannaður var af Þorkeli G. Guðmunds- syni, en bekkurinn vakti at- hygli fyrir einfalda en út- færslugóða hönnun. Á sýningunni fengust sýnis- hornapantanir frá Sviss og Skotlandi í nokkra SPIRA svefnbekki, en skrifstofuhús- gögn Péturs Lútherssonar vöktu langmesta athygli af ís- lenzku húsgögnunum og voru margir sem báðu um tilboð í þau. Leðurstóllinn Chieftain þótti fallegur en of dýr. Álafoss komst þarna í sam- band við umboðsaðila sem sýndu áklæðum þeirra áhuga. NÝTT ÚTFLUTNINGSÁTAK GEFJUNAR Athyglisvert er útflutnings- átak sem Gefjun hefur nú haf- ið á áklæðum með nýrri línu, sem hlotið hefur nafnið Gefjun the Icelandic. Auk þess að sýna á islenzka sýningarsvæðinu tók Gefjun líka þátt í samsýningu Norrænu útflutningssamvinnu- samtakanna. Vakti línian mikla athygli og bárust góðar pant- anir. Þess má geta að Gefjun- aráklæði var á sófa, sem sýnd- ur var hjá samvinnusamtökun- um, en í þann sófa bárust álit- legar pantanir. Elliði Norðdahl Guðjónsson, tók þátt í South of England Fisheries Exhibition í júní, sem er fyrsta fiskveiðitækjasýning- in á þessu svæði. Elliði fram- leiðir sem kunnugt er ELEK- TRA rafmagns- og vökvadrifnar handfæravindur og er nýbyrj- aður að framleiða vökvadrifin línu og netaspil í smábáta. LEITAÐ MARKAÐAR I S-ENGLANDI Sýning þessi var tiltölulega lítil, en miðaðist fyrst og fremst við að ná til markaðarins á S- Englandi. ELEKTRA tækin voru sýnd í samvinnu við vænt- anlegan umboðsmann Elliða á þessu svæði, en skortur á góð- um umboðsmanni þarna hefur fram til þessa hindrað sölu á þennan markað. Á sumrin og veturna eru handfæraveiðar mikið stundað- ar á þessu svæði, á 15—20 tonna bátum. Er það ufsi og markrill, sem veiddur er á handfærin. Á síðustu árum hef- ur útgerð þessara báta mjög byggt á makrilveiðum og ef hægt væri að stilla ELEKTRA vinduna fyrir þá fisktegund yrði þarna mikill markaðui' fyrir hana. Vindan vakti mikla athygli fiskimanna, sem voru sannfærðir um ágæti hennar. Flugmál: Vildu kaupa Flugleiðir úr Cargolux Meðeigendur Fl'ugleiða í flugfélaginu Cargolux, sem aðsetur hefur í Luxemborg, buðust nýlega til þess að kaupa hlut Flugleiða, sem er Va í félaginu, þar eð íslenzka samgönguráðuneytið mun hafa ætlað að koma í veg fyrir kaup á nýrri þotu til vöruflutninga Cargolux. Forsaga málsins er sú, að vegna mikilla anna hefur Cargolux þurft að flýta flugvélakaupum, sem ekki voru fyrirhuguð fyrr en á næsta ári. Á stjórnarfundi félagsins, sem haldinn var í Luxemborg fyrir fáeinum vi'kum átti að taka afstöðu til kaupanna, en þá var í boði þota frá bandaríska flugfélaginu Flying Tiger. Vegna ríkisábyrgða á lán- um, sem Flugleiðir hafa ný- lega tekið til að festa 'kaup á tveimur farþegaþotum, sem félagið hefur haft á leigu, gerði samgönguráðu- neytið íslenzka athugasemd- ir við þessi áform. Að því er Frjáls verzlun hefur fregn- að, mun fulltrúum Flugleiða hafa verið tilkynnt, að ís- lenzk stjórnvöld gætu ekki sætt sig við að þetta dóttur- fyrirtæki félagsins í Luxem- borg réðist í flugvélakaup á sama tima og íslenzka ríkið hefði tekið á sig skuldbind- ingar vegna fyrx-nefndra þotukaupa. SÖGULEGUR FUNDUR Fulltrúar Flugleiða í stjórninni komu þessum skilaboðum áleiðis á fund- inum í Luxemborg, en full- trúar meðeigenda í Luxem- borg og frá sænska fyrir- tækinu Salinas, töldu af og frá, að íslenzka rikið gæti á nokkurn hátt skipt sér af þessu máli enda hefði það ekkert lagt af mörkum í þágu Cargolux. Stjórnarfor- maðurinn, sem er Luxem- borgarbúi, lagði til að fundi yrði frestað um sinn, en þeg- ar honum var framhaldið til- kynnti formaðurinn, að Luxemborgarar og Svíarnir, sem eiga % hluta í Cargo- lux vildu gjarnan kaupa Flugleiðir út úr félaginu. GÆTI KOMIÐ ILLA VIÐ ÍSL. FLUGMENN Ekki er ljóst, hverjar lyktir málsins voru en sam- kvæmt nokkuð öruggum heimildum er ekki yfirvof- andi að Flugleiðir hætti að- ild sinni að Cargolux og flugvélakaupin eru einn í undirbúningi. Mál þetta gæti haft alvar- legar afleiðingar fyrir þann mikla fjölda íslendinga, sem byggir afkomu sína á vinnu fyrir Cargolux. íslenzkir flugmenn, þar á meðal marg- ir sem ekki hafa haft nægi- leg verkefni hér heima, eru þar í tryggu starfi og svo er ennfremur um flugvirkja og fleiri. Ef meðeigendur Flug- leiða keyptu hlut þeirra er viðbúið að einhverjar breyt- ingar yrðu á högum íslenzku starfsmannanna þarna, þar sem búast mætti við athuga- semdum eða mótmælum flugmannasamtaka í Luxem- borg og nágrannalöndum. FV 8 1975 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.