Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.08.1975, Blaðsíða 70
Tv. eru margar gerðir slökkvitækja og asbest teppa og á hægri veggnum eru reykskynjarar. I. Pálmason hf.: Eldvarnatæki fyrir lieimahús Eldvörnum í heimahúsum hérlendis er víðast ábótavant ef þær eru þá einhverjar fyrir hendi, en fyrirtækið I. Pálma- son hf. Vesturgötu 3 er nú að byggja upp sérstaka öryggis- tækjadeild í sambandi við brunaaðvaranir og hefur þar á boðstólnum vörar fyrir hinn almenna markað. Þessi tæki voru á sýningunni og má þar fyrst nefna sjálf- virka reykskynjara, sérstak- lega ætlaða fyrir heimili. Fólk getur sjálft sett þá upp og gengur tækið fyrir rafhlöðu, til þess að vera ekki háð raf- magnstruflunum. Rafhlaðan endist í eitt ár og gefur tækið til kynna hvenær þarf að skipta um rafhlöðu. Tækið er mjög næmt á reyk og gefur frá sér 120 desibilla hljóð, skynji það reyk, en sá hávaði vekur hvern mann. Skv. reynslu í Banda- ríkjunum verða flestir elds- voðar einmitt á næturna. Þá býður fyrirtækið upp á fjöl- breitt úrval handslökkvitækja fyrir heimili, auðveld í notkun með íslenskum leiðarvísum. Einnig eru fáanleg kerfi fyrir stórhýsi, og hægt er að tengja fleiri en eitt tæki við hljóðtæk- ið, svo sem í miðstöðvarklefa. Auk þess flytur I. Pálmason inn vökvaknúin tæki fyrir fiskiflotann, svo sem togvindur, snurpuvindur, tog- og snurpu- spil, fiskidælur, kraftblakkir, hliðarskrúfur o. fl. Fram- kvæmdastjóri er Sigurður Ingv- arsson. Húsgagnaverkstæði Þórs Ingólfssonar: Staðlaðar innréttingar Víkur-eldhússkáparnir eru stöðluð íslensk framleiðsla og einu ís- lensku innréttingarnar á sýningunni í Laugardal. Það er Hús- gagnaverkstæði Þórs Ingólfssonar, Súðavogi 44, sem framleiðir þær og voru þær hannaðar á verkstæðinu, en þar eru allir starfs- menn lærðir húsgagnasmiðir. Víkur- eldhúsin voru einu íslensku eldhúsinn- réttingarn- ar á sýningunni, vönd'uð, falleg, stöðluð og fjölbreytt. Fjölbreytni í einingum gerir auðveldara að fella innrétting- arnar inn í eldhúsin og hægt er að velja um eftirtaldar gerðir efri hurða fyrir skápana: Gler í römmum, við í römmum, plast í römmum og brenndan leir í römmum. Þá verður á næst- unni mögulegt að skipta um einstakar einingar í uppsettum eldhúsum, vilji fólk breyta til Hillur í skápum eru færanleg- ar upp og niður og er plast í botnum og hillum. Hamrað harðplast er eingöngu notað á borðplötur, enda slitsterkara en annað plast og auðveldara er að þrífa það. Innréttingarn- ar henta vel við allar gerðir heimilistækja. Lamir eru allar úr sterkum málmi og 11 ára góð reynsla er á skúffuprófílum. Ný gerð hurða er nú að koma á markaðinn og einnig ný gerð efriskápa, hornskápar. Þá er á döfinni framleiðsla staðlaðra klæðaskápa með stöðluðum frönskum fellihurð- um, sem eru svo til hljóðlausar þegar opnað er eða lokað 70 FV 8 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.