Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.08.1975, Blaðsíða 9
Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknar- flokksins, hefur frá önd- verðu reynt að beita sér gegn útgáfu Dagblaðsins. Hann hefur m.a, tekið Kristin Finnbogason í karphúsið vegna afskipta hans af málinu. Andstöðu sína gegn blaðinu byggir Ólafur fyrst og fremst á þvi, að hann telur mjög óheppilegt að út verði gefin þrjú dagblöð, sem i meginatriðum fylgi Sjálf- stæðisflokknum að mál- um. Fari hins vegar svo, að útgáfa Dagblaðsins verði til að rugla eitthvað núverandi flokkaskipan geti það haft hinar alvar- legustu afleiðingar fyrir Framsóknarf'lokkinn, því að innan vébanda hans séu ýmsir Glistrupar, sem myndu rífa sig lausa ef tækifæri byðist. Styrjaldarástand ríkir á ritstjórnarskrifstofum Þjóðviljans. Svavar Gests- son, ritstjóri, og Einar Karl Haraldsson, frétta- stjóri, telja það bezt þjóna hagsniunu'm sínum að sinni, að blaðið losi um tengslin við þingflokk Al- þýðubandalagsins, sem jafnan á innhlaup í það með alls konar grútfúla pólitíska langhunda. En Kjartan Ólafsson, meðrit- stjóri Svavars, er á öðru máli. Hann er einn af þessum harðlínu Moskvu- kommum, sem vill láta blaðið dansa eftir fyrir- mælum þingflokksins og sovézka sendiráðsins. Mis- klíð mikil hefur magnazt með þeim Þjóðviljamönn- um vegna skoðanamunar um stefnu blaðsins. Ýmsir hafa öfundazt yf- ir velgengni Tropicana- appelsínusafans á íslenzk- um markaði. Sambandið er með umboð fyrir aðra tegund appelsínusafa, sem nefnist Donald Duck, o-g mun nú í ráði að sslja hana í pappafernuim líkt og Tropicana. Mjólkur- samsalan í Reykjavík mun hafa tekið pökkun- ina að sér en ekki fylgir sögunni hvort hún ætli að hafa vöruna á boðstólum í mjólkurbúðum sínum. Ritstjórnargreinar Jón- asar Kristjánssonar um landbúnaðarmál í Vísi vöktu tvímælalaust mesta athygli af skrifum rit- stjórans fyrir það blað. Svo sem kunnugt er hef- ur fátt eða ekkert orðið til að bregða skugga á fóstbræðralag Jónasar og Sveins Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra Dag- blaðsins. Fullyrt er, að trúnaðurinn hafi verið svo mikill að Jónas hafi ljáð Sveini nafn sitt endr- um og eins, þegar sá síð- arnefndi vildi stinga nið- ur penna og koma skoð- unum sínum á framfæri í ritstjórnargreinum Vísis. Þannig mun það vera Sveinn en ekki Jónas, scm átti upphafið að landbúnaðarskrifum Vís- is. Hætta virðist á að Vinnuveitendasambandið eigi fljótlega eftir að taka skipulagslegum breyting- um og þá á þann veg, að félög, sem eiga aðild að því nú, segi skilið við samtö-kin. Ýmis samtök smærri atvinnurekenda, sem -eru í samþandinu, telj-a -sér betur borgið með því að standa utan við það og s-emja beint við starfsmenn sína. Stefna bankanna í pen- ingamálum er mjög óljós og ekki ákveðin nema til nokk'urra vikna í senn. Bankastjórar hittast reglulega á fundum með Jóhannesi Nordal og þar eru lagðar línur fyrir næstu tvær til þrjár vik- ur. 1 höfuðdráttum er stefnan þó óbreytt: bremsa á útlánin. Starfsm-enn sovézka flugfélagsins Aeroflot í Mið-Evrópu sneru sér ný- lega til eins af hinu-m er- lendu starfsmönnum Loft- leiða í Luxemborg og vildu fá hann til að gefa reglulega upplýsingar um starfsemi félags síns, hvað viðkomandi starfsmaður féllst ekki á. Ekki -er al- mennilega vitað, hvað Rússum gekk til nema ef vera skyldi almennur á- hugi þeirra á starfsemi ís- lenzku flugfélaganna, sem kann að standa í sam- bandi við ítrekaðar óskir Rússa um loftferðasamn- ing við Íslendinga og á- ætlunarflug Aerof-lot hingað til lands. FV 8 1975 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.