Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Side 9

Frjáls verslun - 01.08.1975, Side 9
Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknar- flokksins, hefur frá önd- verðu reynt að beita sér gegn útgáfu Dagblaðsins. Hann hefur m.a, tekið Kristin Finnbogason í karphúsið vegna afskipta hans af málinu. Andstöðu sína gegn blaðinu byggir Ólafur fyrst og fremst á þvi, að hann telur mjög óheppilegt að út verði gefin þrjú dagblöð, sem i meginatriðum fylgi Sjálf- stæðisflokknum að mál- um. Fari hins vegar svo, að útgáfa Dagblaðsins verði til að rugla eitthvað núverandi flokkaskipan geti það haft hinar alvar- legustu afleiðingar fyrir Framsóknarf'lokkinn, því að innan vébanda hans séu ýmsir Glistrupar, sem myndu rífa sig lausa ef tækifæri byðist. Styrjaldarástand ríkir á ritstjórnarskrifstofum Þjóðviljans. Svavar Gests- son, ritstjóri, og Einar Karl Haraldsson, frétta- stjóri, telja það bezt þjóna hagsniunu'm sínum að sinni, að blaðið losi um tengslin við þingflokk Al- þýðubandalagsins, sem jafnan á innhlaup í það með alls konar grútfúla pólitíska langhunda. En Kjartan Ólafsson, meðrit- stjóri Svavars, er á öðru máli. Hann er einn af þessum harðlínu Moskvu- kommum, sem vill láta blaðið dansa eftir fyrir- mælum þingflokksins og sovézka sendiráðsins. Mis- klíð mikil hefur magnazt með þeim Þjóðviljamönn- um vegna skoðanamunar um stefnu blaðsins. Ýmsir hafa öfundazt yf- ir velgengni Tropicana- appelsínusafans á íslenzk- um markaði. Sambandið er með umboð fyrir aðra tegund appelsínusafa, sem nefnist Donald Duck, o-g mun nú í ráði að sslja hana í pappafernuim líkt og Tropicana. Mjólkur- samsalan í Reykjavík mun hafa tekið pökkun- ina að sér en ekki fylgir sögunni hvort hún ætli að hafa vöruna á boðstólum í mjólkurbúðum sínum. Ritstjórnargreinar Jón- asar Kristjánssonar um landbúnaðarmál í Vísi vöktu tvímælalaust mesta athygli af skrifum rit- stjórans fyrir það blað. Svo sem kunnugt er hef- ur fátt eða ekkert orðið til að bregða skugga á fóstbræðralag Jónasar og Sveins Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra Dag- blaðsins. Fullyrt er, að trúnaðurinn hafi verið svo mikill að Jónas hafi ljáð Sveini nafn sitt endr- um og eins, þegar sá síð- arnefndi vildi stinga nið- ur penna og koma skoð- unum sínum á framfæri í ritstjórnargreinum Vísis. Þannig mun það vera Sveinn en ekki Jónas, scm átti upphafið að landbúnaðarskrifum Vís- is. Hætta virðist á að Vinnuveitendasambandið eigi fljótlega eftir að taka skipulagslegum breyting- um og þá á þann veg, að félög, sem eiga aðild að því nú, segi skilið við samtö-kin. Ýmis samtök smærri atvinnurekenda, sem -eru í samþandinu, telj-a -sér betur borgið með því að standa utan við það og s-emja beint við starfsmenn sína. Stefna bankanna í pen- ingamálum er mjög óljós og ekki ákveðin nema til nokk'urra vikna í senn. Bankastjórar hittast reglulega á fundum með Jóhannesi Nordal og þar eru lagðar línur fyrir næstu tvær til þrjár vik- ur. 1 höfuðdráttum er stefnan þó óbreytt: bremsa á útlánin. Starfsm-enn sovézka flugfélagsins Aeroflot í Mið-Evrópu sneru sér ný- lega til eins af hinu-m er- lendu starfsmönnum Loft- leiða í Luxemborg og vildu fá hann til að gefa reglulega upplýsingar um starfsemi félags síns, hvað viðkomandi starfsmaður féllst ekki á. Ekki -er al- mennilega vitað, hvað Rússum gekk til nema ef vera skyldi almennur á- hugi þeirra á starfsemi ís- lenzku flugfélaganna, sem kann að standa í sam- bandi við ítrekaðar óskir Rússa um loftferðasamn- ing við Íslendinga og á- ætlunarflug Aerof-lot hingað til lands. FV 8 1975 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.