Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.08.1975, Blaðsíða 31
Fulltrúar íslands í bækistöðvum S.Þ. Frá vinstri Hörður Helg'ason, deildarstjóri, Hans G. Ander- sen, sendiherra, Ingvi Ingvarsson, fastafulltrúi hjá S.Þ., Einar Ágústsson, utanríkisráðherra. í aftari röð: Þórarinn Þórarinsson, al'þingismaður, Tómas Karlsson, varafastafulltrúi og ívar Guð- mundsson, ræðismaður. efnin, sem sendinefndin þarf að inna af hendi meðan þingið stendur, og hvernig slcipta full- trúar þá með sér verkum? Ingvi Ingvarsson: — Dag- skrármálum allsherjarþinga S.Þ. er í upphafi hvers þings deilt niður til afgreiðslu í hin- um sjö aðalnefndum þingsins. Um nokkur mál er fjallað beint af allsherjarþinginu. Störf þessara nefnda heíjast ekki fyrr en um miðjan októ- ber, að lokinni almennu um- ræðunni, sem flestir utanríkis- ráðherrar aðildarríkjanna taka þátt í. Venja er, að fulltrúar þing- flokkanna mæti ekki á þinginu, fyrr en nefndarstörf hefjast. Fastanefndin skipar þeim í nefndir og fylgjast þeir með nefndarstörfum í sinni nefnd, en þeir geta einnig að sjálf- sögðu fylgzt með störfum í öðr- um nefndum þingsins. Utanríkis.ráðuneytinu e''u jafnóðum gefnar skýrslur um gang mála á þinginu og fyrir- mæla þess óskað, þegar vafi þykir leika á, hvernig greiða skuli atkvæði. Sendinefndin heldur daglega morgunfundi, þar sem rætt er um þau dag- skrármál, sem þingið fjallar um hverju sinni, og sendi- nefndinni eru gefnar upplýs- ingar um fyrirmæli utanríkis- ráðuneytisins varðandi af- stöðu til þeirra. Þetta er í mjög stórum dráttum, hvernig sendinefnd- in hagar störfum sínum. F. V.: — Hafa Islendingar sýnt málefnum einstakra stofnana S. Þ. nægan áhuga eða hafa þær kannske ekki haft áhuga á íslendingum, t. d. að ráða þá til starfa? Hve margir Islendingar eru í þjón- ustu S. Þ. nú og höfum við kvóta, sem e. t. v. er ekki fylltur? Ingvi Ingvarsson: —Þátttaka Islands í störfum S. Þ. og sér- stofnana þeirra takmarkast að sjálfsögðu af mannfæð og fjár- skorti. Það væri óneitanlega áhugavert og gagnlegt fyrir okkur að taka virkari þátt í ýmsum ráðum og nefndum S. Þ. Það er hins vegar, að mín- um dómi, tómt mál að tala um aðild að t. d. Öryggisráð- inu, Efnahags- og félagsmála- ráðinu, án þess að fjölga starfsfólki fastanefndarinnar og ekki síður í viðkomandi ráðuneytum heima. Aðild að þessum ráðum yrði okkur síð- ur en svo til gagns eða sóma, ef ekki væri hægt að sinna á viðunandi hátt þeim verkefn- um, sem þar er fjallað um. íslenzkir starfsmenn í aðal- stöðvum S. Þ. hér í New York eru nú fjórir talsins, þar með taldir tveir lögreglu- þjónar við öryggisgæzlu. Einn íslendingur hefur starfað hér í um 12 ár hjá Þróunarstofn- un S. Þ., en hann er nú á för- um héðan. Einnig starfar einn Islendingur í Mannrétt- indadeild S. Þ. í Genf. ís- lendingar hafa um margra ára skeið starfað fyrir Mat- væla- og landbúnaðarstofnun S. Þ. víðs vegar um heim og einnig á vegum Þróunarstofn- unar S. Þ. ísland hefur kvóta hjá S. Þ. fyrir allt að sex starfsmenn. Að því er ég bezt veit hefur sá kvóti aldrei verið fullnýtt- ur. Umsóknir íslendinga um störf hjá samtökunum hafa verið heldur dræmar, en nokk- uð aukist nú síðustu mánuðina. Samkeppni um stöður hjá S. Þ. er mjög hörð og er til- gangslaust að sækja um störf hér fyrir aðra en þá, sem eru mjög vel hæfir og menntaðir og hafa nokkra starfsreynslu að baki. F. V. — Hve mikil eru fram- Iög okkar til S. Þ. og hvað kostar að hafa sendinefnd hjá samtökunum? Ingvi Ingvarsson: — Sam- FV 8 1975 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.