Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.08.1975, Blaðsíða 53
Vestmannaeyjar: Sparisjóðurinn veitir öllum lán til húsbygginga Það er ekki aldrinum fyrir að fara hjá sparisjóðsstjóranum og útibússtjóranum í Útvegsbankanum í Vestmannaeyjum. Spari- sjóðsstjórinn í Vestmannaeyjum, Benedikt Ragnarsson, er 33 ára, en útibússtjórinn í Útvegsbankanum, Halldór Guðbjarnarson, er aðeins tæplega þrítugur. Báðir þessir menn hafa í mörg horn að líta á þessum uppbyggingartímum, sem nú ríkja í Vestmannaeyj- um. Það er óvíða svona létt yfir starfsliði í peningastofnunum landsins. Benedikt Ragnarsson sparisjóðsstjóri ásamt samstarfsfólki. Frjáls verslun heimsótti Benedikt fyrir skömmu í bank- ann, sem er til húsa í góðu hús- næði að Bárugötu 15. Benedikt er búinn að vinna hjá Spari- sjóðnum síðan 1962, en varð sparisjóðsstjóri fyrir ári síðan. Tók hann við af Þorsteini Víg- lundssyni, sem hafði gegnt starfinu frá því sjóðurinn var stofnaður árið 1942. Með Bene- dikt eru starfandi 5 manns, og eru allir á svipuðum aldri og Benedikt, svo það má með sanni segja að ungt fólk ráði ríkjum í sjóðnum. MJÖG GÓÐ AFKOMA SPARISJÓÐSINS Aðspurður sagði Benedikt að afkoma sjóðsins það sem af er þessu ári væri mjög góð. Frá áramótum hafa innistæður i sjóðnum aukist um 35.7%. Þetta þakkar hann að nokkru leyti víðtækri auglýsingastarf- semi sem sjóðurinn hefur rekið á árinu. Kjörorðið hefur verið „Eflið ykkar heimabyggð. Skiptið við sparisjóðinn“. Þessi auglýsing og fleiri svipaðar voru látnar ganga jafnt og þétt og sagðist Benedikt vera sann- færður um áhrifamátt þessarar auglýsingastarfsemi. LAN TIL 196 NÝBYGGINGA OG HÚSAKAUPA Eins og eðlilegt er þá er mik- ið um húsbyggingar í Vest- mannaeyjum um þessar mundir og frá áramótum er Sparisjóð- ur Vestmannaeyja búinn að veita lán til 196 nýbygginga og húsakaupa, sem er mjög há tala miðað við það sem áður tíðkað- ist á staðnum. Benedikt sagði að þeir lánuðu öllum sem væru að byggja 400 þúsund krónur, og væru því útlánin á árinuorð- in mjög mikil, sérstaklega þeg- ar það væri haft í huga að allt jafnvægi ' i sjóðnum riðlaðist þegar gosið byrjaði. Sparisjóði Vestmannaeyja er stjórnað af 5 manna stjórn og eru þrír þeirra kosnir af á- byrgðarmönnum og 2 af bæjar- félaginu. Þeir sem sitja í stjórn eru Magnús Magnússon, Sigur- geir Kristjánsson, Arnar Sigur- mundsson, Georg Hermannsson og Jóhann Björnsson, Stjórnin er kosin til eins árs í senn. Auk Benedikts eru starfandi í bankanum Guðjón Hjörleifsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Hauksdóttir og Sig- ríður Guðmundsdóttir. Almennt leiguflug með farþega og vörur bæði innan- lands og til nágrannaland- anna. Aðeins flugvélin fær betri þjónustu en þér. FLUGSTÖÐIH revkjavIkurflugvelu SÍHI 11422 FV 8 1975 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.