Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.08.1975, Blaðsíða 35
að mjög sé tímabært að stofna sendiráð í Kanada og hefði tal- ið viðeigandi að gera það í ár, þegar haldið er upp á 100 ára búsetu íslendinga þar. Þótt efling menningartengsla við fólk af íslenzkum upp.runa í Kanada sé eitt af aðalrökun- um fyrir stofnun sendiráðs þar, er þó margt fleira, sem kemur til. Verzlunarviðskipti við Kanada eru að mestu ó- plægður akur og í mjög mörg- um málum eigum við sameig- inlegra hagsmuna að gæta á alþ j óðavettvangi. Ég veit að athugað hefur verið á þessu ári um mögu- leika á að stofna íslenzkt sendiráð í Kanada, en ég hef ekki nægar upplýsingar til að geta farið nánar út í þá sálma. F. V.: --- Rætt hefur verið um skipulagsbreytingar hjá ís- lenzku utanríkisþjónustunni. Hvaða breytingar teljið þér nauðsynlegar með hliðsjón af yðar eigin reynslu? Ingvi Ingvarsson: — Það er vafasamt, hvort tilhlýðilegt er fyrir mig að bollaleggja mik- ið um þetta atriði. Endurskipu- lagning utanríkisþjónustunnar er til athugunar hjá utanríkis- ráðher.ra og hefur hann viðað að sér miklu efni þar að lút- andi. Hann hefur einnig gert tillögur um fjölgun sendiráða, sem fjármálayfirvöld hafa ekki samþykkt til þessa. Þegar haft er í huga, að ís- lenzka utanríkisþjónustan hef- ur starfað aðeins í rösklega 30 ár held ég, að þeim sem til þekkja blandist ekki hugur um, að hún hefur unnið mjög gott starf í að kynna tilveru íslands og hasla hinu unga ís- lenzka lýðveldi völl á alþjóða- vettvangi. Mannfæðin í utan- ríkisþjónustunni og raunar smæð Islands gerir það óhjá- kvæmilega að verkum, að við megum ekki spenna bogann of hátt og ekki ætla okkur stærra hlutverk í alþjóðlegum sam- skiptum en við höfum bolmagn til að rækja sómasamlega. Ég tel að um fyrirsjáanlega framtíð ræki utanríkisþjónust- an bezt það hlutverk sitt að gæta hagsmuna íslands með því að halda áfram á þeirri braut, sem við nú erum. Á ég þar við, að okkur ber að halda áfram að leggja einkum á- herzlu á að treysta samskipti, viðskiptatengsl og vináttu við þær þjóðir, sem okkur eru næstar landf.ræðilega, menn- ingarlega og hugsjónalega. Einnig ber að sjálfsögðu að taka að öðru leyti mið af við- skiptalegum og stjórnmálaleg- um hagsmunum landsins á Ihverjum tíma. Ég tel ekki grundvöll fyrir að leggja niður neitt af þeim sendiráðum eða fastanefndum, sem fyrir eru. Hins vegar tel ég timabært nú að stofna þrjú ný sendiráð, í Kanada eins og drepið var á hér á undan og sendiráð í Afríku og Asíu. Fjölga þarf einnig starfsfólki í utanríkisráðuneytinu. Til þess að greiða fyrir sölu íslenzkra framleiðsluvara er- lendis væri ástæða til að at- huga í samráði við framleið- endur og útflytjendasamtök á íslandi um ráðningu viðskipta- fullt.rúa við nokkur sendiráð- in, a. m. k. til reynslu. F. V. — Teljið þér að S. Þ. hafi orðið til gagns í starfi sínu og lialdið þér að samtök- in eigi langa framtíð fyrir sér? Ingvi Ingvarsson: — Þótt S. Þ. hafi ekki uppfyllt. aliar þær vonir, sem við þær voru bundnar í upphafi, er ekki vafi á því að samtökin hafa á- orkað mjög miklu í þágu frið- ar og framfara í heiminum í þau 30 ár sem nú eru liðin frá stofnun þeirra. Einkum hefur S. Þ. o.rðið vel ágengt við að brjóta á bak aftur nýlendu- stefnu og kynþáttamisrétti og fjölgun aðildarríkjanna úr 51, þegar sáttmálinn var undirrit- aður 1945, í 138 ber þessu nú augljóst vitni. Er nú svo kom- ið, að næstum allar þjóðir ver- aldar eiga aðild að S. Þ., sem sjálfstæð og fullvalda ríki og nokkur bætast í hópinn á næstunni. Það orkar ekki tvímælis að sérstofnanir S. Þ. hafa hver á sínu sviði náð stórkostlegum árangri, til dæmis Matvæla- og landbúnaðarstofnunin, Flug- málastofnunin, Heilbrigðis- málastofnunin, Kjarnorkumála- stofnunin, Vinnumálastofnun- in, Siglingamálastofnunin, Menningarmálastofnunin, Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn, svo nokkrar séu nefndar. Erfitt er að fullyrða nokkuð um, að hve miklu leyti S. Þ., sem stofnaðar voru í lok ægi- legustu styrjaldar og hörm- unga, sem yfir mannkynið hafa dunið, hefur tekizt að uppfylla eitt helzta markmið sitt, varðveizlu friðar í heim- inum. Þótt vart hafi liðið sá dagur að ekki hafi einhvers- staðar verið barizt á þessu tímabili hefur tekizt að afstýra heimsstyrjöld og beinum hern- aðarátökum stórveldanna. Ég fullyrði að S. Þ. hafa átt rík- an þátt í að það hefur tekizt og hlutverk friðargæzlusveit- anna t. d. á Kýpur og fyrir botni Miðjarðarhafsins hefur óumdeilanlega verið mikil- vægt. Þrátt fyrir stöðuga viðleitni S. Þ. við að stuðla að afvopn- un og takmörkun á framleiðslu og útbreiðslu kjarnavopna og annarra gereyðingarvopna, er vígbúnaðarkapphlaupið og vopnasala enn eitt alvarlegasta vandamálið, sem samtökin og heimurinn hefur við að stríða. Sóun fjármagns í þessu skyni í heimi, þar sem um 500 miljónir manna lifa hungur og örbirgð er ógnvekjandi og c- afsakanleg. Ef ekki verður fljótlega tekið í taumana á þessum ófögnuði og jafnframt lagður grundvöllur að mann- sæmandi lífskjörum allra jarð- arbúa er voðinn vís. Það er trú mín að S. Þ. reynist vand- anum vaxnar. Staða S. Þ. í dag er vissu- lega ótrygg og ýmsar blikur á lofti. Til dæmis er nú rætt um þann möguleika að á næsta allsherjarþingi verði Israel meinað að taka þátt í störfum þingsins á sama hátt og Suður- Afríku á síðasta þingi. Afleið- ingar slíks eru ógnvekjandi og mun að öllum líkindum verða fullkomin upplausn samtak- anna. Vona ber að til þessa komi ekki og ábyrg öfl ráði ferðinni. FV 8 1975 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.