Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Page 31

Frjáls verslun - 01.08.1975, Page 31
Fulltrúar íslands í bækistöðvum S.Þ. Frá vinstri Hörður Helg'ason, deildarstjóri, Hans G. Ander- sen, sendiherra, Ingvi Ingvarsson, fastafulltrúi hjá S.Þ., Einar Ágústsson, utanríkisráðherra. í aftari röð: Þórarinn Þórarinsson, al'þingismaður, Tómas Karlsson, varafastafulltrúi og ívar Guð- mundsson, ræðismaður. efnin, sem sendinefndin þarf að inna af hendi meðan þingið stendur, og hvernig slcipta full- trúar þá með sér verkum? Ingvi Ingvarsson: — Dag- skrármálum allsherjarþinga S.Þ. er í upphafi hvers þings deilt niður til afgreiðslu í hin- um sjö aðalnefndum þingsins. Um nokkur mál er fjallað beint af allsherjarþinginu. Störf þessara nefnda heíjast ekki fyrr en um miðjan októ- ber, að lokinni almennu um- ræðunni, sem flestir utanríkis- ráðherrar aðildarríkjanna taka þátt í. Venja er, að fulltrúar þing- flokkanna mæti ekki á þinginu, fyrr en nefndarstörf hefjast. Fastanefndin skipar þeim í nefndir og fylgjast þeir með nefndarstörfum í sinni nefnd, en þeir geta einnig að sjálf- sögðu fylgzt með störfum í öðr- um nefndum þingsins. Utanríkis.ráðuneytinu e''u jafnóðum gefnar skýrslur um gang mála á þinginu og fyrir- mæla þess óskað, þegar vafi þykir leika á, hvernig greiða skuli atkvæði. Sendinefndin heldur daglega morgunfundi, þar sem rætt er um þau dag- skrármál, sem þingið fjallar um hverju sinni, og sendi- nefndinni eru gefnar upplýs- ingar um fyrirmæli utanríkis- ráðuneytisins varðandi af- stöðu til þeirra. Þetta er í mjög stórum dráttum, hvernig sendinefnd- in hagar störfum sínum. F. V.: — Hafa Islendingar sýnt málefnum einstakra stofnana S. Þ. nægan áhuga eða hafa þær kannske ekki haft áhuga á íslendingum, t. d. að ráða þá til starfa? Hve margir Islendingar eru í þjón- ustu S. Þ. nú og höfum við kvóta, sem e. t. v. er ekki fylltur? Ingvi Ingvarsson: —Þátttaka Islands í störfum S. Þ. og sér- stofnana þeirra takmarkast að sjálfsögðu af mannfæð og fjár- skorti. Það væri óneitanlega áhugavert og gagnlegt fyrir okkur að taka virkari þátt í ýmsum ráðum og nefndum S. Þ. Það er hins vegar, að mín- um dómi, tómt mál að tala um aðild að t. d. Öryggisráð- inu, Efnahags- og félagsmála- ráðinu, án þess að fjölga starfsfólki fastanefndarinnar og ekki síður í viðkomandi ráðuneytum heima. Aðild að þessum ráðum yrði okkur síð- ur en svo til gagns eða sóma, ef ekki væri hægt að sinna á viðunandi hátt þeim verkefn- um, sem þar er fjallað um. íslenzkir starfsmenn í aðal- stöðvum S. Þ. hér í New York eru nú fjórir talsins, þar með taldir tveir lögreglu- þjónar við öryggisgæzlu. Einn íslendingur hefur starfað hér í um 12 ár hjá Þróunarstofn- un S. Þ., en hann er nú á för- um héðan. Einnig starfar einn Islendingur í Mannrétt- indadeild S. Þ. í Genf. ís- lendingar hafa um margra ára skeið starfað fyrir Mat- væla- og landbúnaðarstofnun S. Þ. víðs vegar um heim og einnig á vegum Þróunarstofn- unar S. Þ. ísland hefur kvóta hjá S. Þ. fyrir allt að sex starfsmenn. Að því er ég bezt veit hefur sá kvóti aldrei verið fullnýtt- ur. Umsóknir íslendinga um störf hjá samtökunum hafa verið heldur dræmar, en nokk- uð aukist nú síðustu mánuðina. Samkeppni um stöður hjá S. Þ. er mjög hörð og er til- gangslaust að sækja um störf hér fyrir aðra en þá, sem eru mjög vel hæfir og menntaðir og hafa nokkra starfsreynslu að baki. F. V. — Hve mikil eru fram- Iög okkar til S. Þ. og hvað kostar að hafa sendinefnd hjá samtökunum? Ingvi Ingvarsson: — Sam- FV 8 1975 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.