Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Side 70

Frjáls verslun - 01.08.1975, Side 70
Tv. eru margar gerðir slökkvitækja og asbest teppa og á hægri veggnum eru reykskynjarar. I. Pálmason hf.: Eldvarnatæki fyrir lieimahús Eldvörnum í heimahúsum hérlendis er víðast ábótavant ef þær eru þá einhverjar fyrir hendi, en fyrirtækið I. Pálma- son hf. Vesturgötu 3 er nú að byggja upp sérstaka öryggis- tækjadeild í sambandi við brunaaðvaranir og hefur þar á boðstólnum vörar fyrir hinn almenna markað. Þessi tæki voru á sýningunni og má þar fyrst nefna sjálf- virka reykskynjara, sérstak- lega ætlaða fyrir heimili. Fólk getur sjálft sett þá upp og gengur tækið fyrir rafhlöðu, til þess að vera ekki háð raf- magnstruflunum. Rafhlaðan endist í eitt ár og gefur tækið til kynna hvenær þarf að skipta um rafhlöðu. Tækið er mjög næmt á reyk og gefur frá sér 120 desibilla hljóð, skynji það reyk, en sá hávaði vekur hvern mann. Skv. reynslu í Banda- ríkjunum verða flestir elds- voðar einmitt á næturna. Þá býður fyrirtækið upp á fjöl- breitt úrval handslökkvitækja fyrir heimili, auðveld í notkun með íslenskum leiðarvísum. Einnig eru fáanleg kerfi fyrir stórhýsi, og hægt er að tengja fleiri en eitt tæki við hljóðtæk- ið, svo sem í miðstöðvarklefa. Auk þess flytur I. Pálmason inn vökvaknúin tæki fyrir fiskiflotann, svo sem togvindur, snurpuvindur, tog- og snurpu- spil, fiskidælur, kraftblakkir, hliðarskrúfur o. fl. Fram- kvæmdastjóri er Sigurður Ingv- arsson. Húsgagnaverkstæði Þórs Ingólfssonar: Staðlaðar innréttingar Víkur-eldhússkáparnir eru stöðluð íslensk framleiðsla og einu ís- lensku innréttingarnar á sýningunni í Laugardal. Það er Hús- gagnaverkstæði Þórs Ingólfssonar, Súðavogi 44, sem framleiðir þær og voru þær hannaðar á verkstæðinu, en þar eru allir starfs- menn lærðir húsgagnasmiðir. Víkur- eldhúsin voru einu íslensku eldhúsinn- réttingarn- ar á sýningunni, vönd'uð, falleg, stöðluð og fjölbreytt. Fjölbreytni í einingum gerir auðveldara að fella innrétting- arnar inn í eldhúsin og hægt er að velja um eftirtaldar gerðir efri hurða fyrir skápana: Gler í römmum, við í römmum, plast í römmum og brenndan leir í römmum. Þá verður á næst- unni mögulegt að skipta um einstakar einingar í uppsettum eldhúsum, vilji fólk breyta til Hillur í skápum eru færanleg- ar upp og niður og er plast í botnum og hillum. Hamrað harðplast er eingöngu notað á borðplötur, enda slitsterkara en annað plast og auðveldara er að þrífa það. Innréttingarn- ar henta vel við allar gerðir heimilistækja. Lamir eru allar úr sterkum málmi og 11 ára góð reynsla er á skúffuprófílum. Ný gerð hurða er nú að koma á markaðinn og einnig ný gerð efriskápa, hornskápar. Þá er á döfinni framleiðsla staðlaðra klæðaskápa með stöðluðum frönskum fellihurð- um, sem eru svo til hljóðlausar þegar opnað er eða lokað 70 FV 8 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.