Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Side 13

Frjáls verslun - 01.08.1975, Side 13
svefnbekkinn, sem hannaður var af Þorkeli G. Guðmunds- syni, en bekkurinn vakti at- hygli fyrir einfalda en út- færslugóða hönnun. Á sýningunni fengust sýnis- hornapantanir frá Sviss og Skotlandi í nokkra SPIRA svefnbekki, en skrifstofuhús- gögn Péturs Lútherssonar vöktu langmesta athygli af ís- lenzku húsgögnunum og voru margir sem báðu um tilboð í þau. Leðurstóllinn Chieftain þótti fallegur en of dýr. Álafoss komst þarna í sam- band við umboðsaðila sem sýndu áklæðum þeirra áhuga. NÝTT ÚTFLUTNINGSÁTAK GEFJUNAR Athyglisvert er útflutnings- átak sem Gefjun hefur nú haf- ið á áklæðum með nýrri línu, sem hlotið hefur nafnið Gefjun the Icelandic. Auk þess að sýna á islenzka sýningarsvæðinu tók Gefjun líka þátt í samsýningu Norrænu útflutningssamvinnu- samtakanna. Vakti línian mikla athygli og bárust góðar pant- anir. Þess má geta að Gefjun- aráklæði var á sófa, sem sýnd- ur var hjá samvinnusamtökun- um, en í þann sófa bárust álit- legar pantanir. Elliði Norðdahl Guðjónsson, tók þátt í South of England Fisheries Exhibition í júní, sem er fyrsta fiskveiðitækjasýning- in á þessu svæði. Elliði fram- leiðir sem kunnugt er ELEK- TRA rafmagns- og vökvadrifnar handfæravindur og er nýbyrj- aður að framleiða vökvadrifin línu og netaspil í smábáta. LEITAÐ MARKAÐAR I S-ENGLANDI Sýning þessi var tiltölulega lítil, en miðaðist fyrst og fremst við að ná til markaðarins á S- Englandi. ELEKTRA tækin voru sýnd í samvinnu við vænt- anlegan umboðsmann Elliða á þessu svæði, en skortur á góð- um umboðsmanni þarna hefur fram til þessa hindrað sölu á þennan markað. Á sumrin og veturna eru handfæraveiðar mikið stundað- ar á þessu svæði, á 15—20 tonna bátum. Er það ufsi og markrill, sem veiddur er á handfærin. Á síðustu árum hef- ur útgerð þessara báta mjög byggt á makrilveiðum og ef hægt væri að stilla ELEKTRA vinduna fyrir þá fisktegund yrði þarna mikill markaðui' fyrir hana. Vindan vakti mikla athygli fiskimanna, sem voru sannfærðir um ágæti hennar. Flugmál: Vildu kaupa Flugleiðir úr Cargolux Meðeigendur Fl'ugleiða í flugfélaginu Cargolux, sem aðsetur hefur í Luxemborg, buðust nýlega til þess að kaupa hlut Flugleiða, sem er Va í félaginu, þar eð íslenzka samgönguráðuneytið mun hafa ætlað að koma í veg fyrir kaup á nýrri þotu til vöruflutninga Cargolux. Forsaga málsins er sú, að vegna mikilla anna hefur Cargolux þurft að flýta flugvélakaupum, sem ekki voru fyrirhuguð fyrr en á næsta ári. Á stjórnarfundi félagsins, sem haldinn var í Luxemborg fyrir fáeinum vi'kum átti að taka afstöðu til kaupanna, en þá var í boði þota frá bandaríska flugfélaginu Flying Tiger. Vegna ríkisábyrgða á lán- um, sem Flugleiðir hafa ný- lega tekið til að festa 'kaup á tveimur farþegaþotum, sem félagið hefur haft á leigu, gerði samgönguráðu- neytið íslenzka athugasemd- ir við þessi áform. Að því er Frjáls verzlun hefur fregn- að, mun fulltrúum Flugleiða hafa verið tilkynnt, að ís- lenzk stjórnvöld gætu ekki sætt sig við að þetta dóttur- fyrirtæki félagsins í Luxem- borg réðist í flugvélakaup á sama tima og íslenzka ríkið hefði tekið á sig skuldbind- ingar vegna fyrx-nefndra þotukaupa. SÖGULEGUR FUNDUR Fulltrúar Flugleiða í stjórninni komu þessum skilaboðum áleiðis á fund- inum í Luxemborg, en full- trúar meðeigenda í Luxem- borg og frá sænska fyrir- tækinu Salinas, töldu af og frá, að íslenzka rikið gæti á nokkurn hátt skipt sér af þessu máli enda hefði það ekkert lagt af mörkum í þágu Cargolux. Stjórnarfor- maðurinn, sem er Luxem- borgarbúi, lagði til að fundi yrði frestað um sinn, en þeg- ar honum var framhaldið til- kynnti formaðurinn, að Luxemborgarar og Svíarnir, sem eiga % hluta í Cargo- lux vildu gjarnan kaupa Flugleiðir út úr félaginu. GÆTI KOMIÐ ILLA VIÐ ÍSL. FLUGMENN Ekki er ljóst, hverjar lyktir málsins voru en sam- kvæmt nokkuð öruggum heimildum er ekki yfirvof- andi að Flugleiðir hætti að- ild sinni að Cargolux og flugvélakaupin eru einn í undirbúningi. Mál þetta gæti haft alvar- legar afleiðingar fyrir þann mikla fjölda íslendinga, sem byggir afkomu sína á vinnu fyrir Cargolux. íslenzkir flugmenn, þar á meðal marg- ir sem ekki hafa haft nægi- leg verkefni hér heima, eru þar í tryggu starfi og svo er ennfremur um flugvirkja og fleiri. Ef meðeigendur Flug- leiða keyptu hlut þeirra er viðbúið að einhverjar breyt- ingar yrðu á högum íslenzku starfsmannanna þarna, þar sem búast mætti við athuga- semdum eða mótmælum flugmannasamtaka í Luxem- borg og nágrannalöndum. FV 8 1975 13

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.