Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1979, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.01.1979, Qupperneq 25
WíBaráttuár, Stefnt verður að auknu frjálsræði Viðtal við Ingólf Jónsson, viðskiptaráðherra í ríkisstjórn þeirri, er Ólafur Thors myndaöi í sept s.l., varð Ingólfur Jónsson, kaupfélagsstjóri, 1. þingmaður Rangaeinga, viðskiptamálaráðherra. FRJÁLS VERZLUN kom að máli við Ingólf og bað hann að svara nokkrum spurningum fyrir blaðið. Varð hann góðfúslega við þeirri málaleitun. — Ritstj. Hver verður stefna núverandi ríkisstjórnar í við- skiptamálum? — Stefna núverandi ríkisstjórnar mun verða sú sama og þeirrar, er á undan sat: Aukið frelsi í við- skiptamálum og minni höft, og þannig stuðlað að fullkomnu réttlæti í verzluninni. Um leið verður að tryggja það, að greiðslujöfnuður verði við útlönd. Til þess þarf aukna og fjölbreyttari framleiðslu. Framleiðsla atvinnuveganna verður að geta greitt fyrir það, sem til landsins er flutt. Þetta er það markmið, sem þjóðin verður ávallt að hafa í huga og stefna ber að. Teljið þér aukið verzlunarfrelsi hafa verið at- vinnulífinu til góðs? — Tvímælalaust. Öll höft og bönn í verzluninni hljóta að vera dragbítir á atvinnulífi hverrar þjóöar. Við þurfum ekki að seilast langt því til áréttingar. Á tímum einokunar og verzlunarófrelsis bjó íslenzka þjóðin við frumbýlisbúskap og atvinnulíf lands- manna var í molum. Það er ekki fyrr en þjóðin tók sjálf verzlunina í sínar hendur, að það fer að rofa til í atvinnulífi landsmanna. Stórstígar framfarir hefj- ast í þjóðlífinu og velmegun fólksins vex. Frjáls- ræði í verzluninni verður þannig atvinnulífi þjóð- arinnar ávallt til góðs. Hvaða áframhaldandl aðgerða má vænta í verzl- unarmálunum? — Markmið ríkisstjórnarinnar í verzlunarmálum er, að stefnt verði sem allra fyrst að fullkomnu frjálsræði í verzluninni, eftir því sem gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar leyfa. Ríkisstjórnin mun haga aðgerðum sínum eftir aðstæðum hverju sinni og framleiðslugetu landsmanna. En stefnt verður að því, að afskipti ríkisvaldsins af verzluninni verði sem minnst, því að það er og verður farsælast fyrir þjóðfélagsþegnana. Hvernig er útlitið í gjaldeyrismálum þjóðarinnar? — Segja má, að útlitið sé ekki sem verst. Framleiðslan hefur selzt sæmilega. Þjóðin verður að stefna að því að afla sér einhverra gjaldeyris- sjóða, sem hægt er að grípa til, ef harðnar í ári fyrir framleiðslunni og sölutregða gerir vart við sig á mörkuöum vorum erlendis. Svo er það heldur enginn búskapur aö eyða jafnóðum öllu, sem aflað er, og eiga ekkert, ef illa gengur. Þjóðin verður þess vegna að keppa að því að framleiða sem mest og búa í haginn fyrir framtíðina. Samtíningur Árið 1787 var verzlunarlóð Reykjavíkur útmæld. Árlð 1788 kom til framkvæmda auglýslngin frá 18. ágúst 1786, en þar með var einokunarverzl- unln úr sögunni, en hún hafði þá staðið í 121 ár. Reykjavík er þannig jafn gömul verzlunarfrelsinu. Þegar einokunin féll úr sögunni reis höfuðstaður íslands upp. Árlð 1789 er fyrsta verzlunarhúsið byggt í Reykjavík, svonefnt Brekkmannshús, er stóð við Kaðlarabraut „Innréttinga'1 Skúla fógeta, er síðar nefndist Strandgata og nú heitir Hafnarstræti. Árlð 1790 er enn byggt verzlunarhús og tveim- ur árum síðar eru byggð þrjú ný verzlunarhús. Verzlun P.C. Knudtzons byrjaði hór í bæ um 1792, og nefndist framan af Norðborgarverzlun, en frá 1815 var hún alltaf kennd við Knudtzon eða „grosserann", eins og það var kallað. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.