Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1979, Síða 43

Frjáls verslun - 01.01.1979, Síða 43
Stríðsár Viðskiptin á hverfanda hveli Það hefir komið í Ijós upp á síðkastið að erfið- leikar fara vaxandi með að ná vörum frá Bretlandi. Hernaðariðja landsins fer vaxandi og gerir æ meiri kröfur til flestra iðnaðargreina. Má því búast við að þegar líður á þetta ár að erfitt verði að fá ýmsar þrezkar vörur sem nú eru fáanlegar. Það virðist því sanngjörn krafa að íslenzkir innflytjendur fái nú að flytja inn eftir því sem hægt er þær vörur, sem nú eru fáanlegar í Bretlandi og þörf er fyrir hér. Inn- flutningurinn er því aðeins mögulegur að sam- göngum verði haldið uppi milli landanna. Er nú útlit fyrir að íslenzku skipin fari að sigla aftur og væntanlega verða þau brezku skip sem nú eru í förum á milli, ekki tekin úr þessum siglingum. Er þar átt sérstaklega við þau tvö leiguskip sem Eim- skipafélag íslands hefir nú í förum og skip þau sem eru á vegum firmans Culliford & Clark, frá Fleet- wood. Vegna hins mikla vígbúnaðar, sem nú er hafinn í Bandaríkjunum, er þegar farið að bera á því, að erfitt er orðið að fá þar ýmsar vörur nema með löngum fyrirvara. Full ástæða er til að ætla, að því meira sem Bandaríkin auka hjálpina við lýðræðis- ríkin og hraða eigin vígbúnaði, því meiri erfiðleikar verði á því aö fá vörur þaðan. Enginn vafi er á því að vér ættum að festa nú kaup á matvælum og öðrum nauðsynjum þar í landi í svo stórum stíl sem frekast er kostur. Því meira, sem keypt er því betra. Ef til vill mætti athuga möguleikana á því að taka þráðaþirgða lán í þessu skyni. Það verður að gera einhverjar ráðstafanir til þess að landið skorti ekki algerlega alla kornvöru þótt siglingar stöðvist einn til tvo mánuöi, eins og nú hefir komiö á daginn. Matvörurnar veróa að sitja fyrir öllu öðru eins og nú standa sakir. Kornvörur getum við ekki fengið frá Bretlandi þótt við mundum fá úrlausn um ýmsar aðrar nauðsynjavörur, svo sem járn o.fl. ef í nauð- irnar ræki. Menn fagna því að komizt hefir á samkomulag um siglingu verzlunarflotans, enda má segja að bæði hafi legið við líf og sæmd þjóðarinnar að landsmenn hættu ekki að sigla. Farmgjöld hafa eins og kunnugt er hækkað stórkostlega síðan stríðið hófst og má vænta þess að sú hækkun haldi áfram. En vegna vörufátæktar okkar má ekkert lát verða á siglingum. Ef þær stöðvast, þó ekki sé nema stuttan tíma þarf að gera róttækar ráðstaf- anir til að takmarka neyzluna. Þetta öryggisleysi þarf að hverfa, eftir því sem unnt er, og ráðið er að leggja nú meiri áherzlu á innkaup nauösynjavara í stærri stíl, en gert hefir verið. (1941) Styrjöldin heldur áfram mánuð eftir mánuð og telja sumir að lokaúrslitin nálgist, en aðrir telja að vopnaviöskipti og upplausnarástand muni verða í Evrópu svo árum skiptir. Vafalaust hefir almenn- ingur í álfunni aldrei beðið með eins mikilli eftir- væntingu eftir því sem verða vill eins og nú. Hér við er að athuga, að samgöngur nútímans og útvarpið gera að verkum að meiri fjöldi manna getur nú fylgzt með heimsviðburðum en nokkru sinni fyrr og áhrifin af því sem skeður verða því djúptækari. Hér á landi er óvissan jafn mikil fyrir almenning og annars staðar, sem styrjöldin nær til. Menn spyrja: Hvernig stöndum við? Hvaða möguleika höfum við til þess að afla þess, er við þurfum, og greiða það? Hvað verður um (sland að styrjöldinni lokinni? Eins og víðast hvar annars staðar í lönd- um þeim, sem styrjöldin snertir mest, er hér lítiö eða ekkert látið uppi um opinber fjármál eöa afla. Ýmsar fregnir um þessi atriði fljúga fyrir, en svo mikið mun víst vera, að eins og nú standa sakir er verzlunarjöfnuðurinn við útlönd hagstæður um hærri upphæð en verið hefir. En á þessu virðist ekki unnt að byggja neinar bjartar vonir um efna- legt öryggi lengri eða skemmri tíma. Óvissan um allt er svo mögnuð. Leiðir, sem eru opnar í dag, geta orðið harðlokaðar á morgun. í dag er ekki opin leið nema til Englands og ef til vill Spánar af þeim löndum Evrópu, sem ísland hefir skipt mest viö á seinni árum. Hvernig ástandið verður á morgun veit enginn. — Ef marka má spár sumra manna um algjört eyðileggingarstríð í Evrópu á næstu mán- uðum, getur ísland hvaða dag sem vera skal orðið þannig sett að engin leið sé opin. Um viöskipti Breta hér innanlands er lítið vitað og ekkert látið uppi um þau opinberlega. Flest matvæli hafa þeir flutt með sér, meira að segja mjólk. Væri athugunarefni fyrir Mjólkursamsöluna að reyna að komast að samningum um að selja Bretum nokkuð af þeirri mjólk, sem nú fer í verð- litla osta. Mætti ef til vill selja þeim hana við lægra verði en selt er í bænum, ef um verulegt magn er að ræða, en þó hærra en það, sem fæst fyrir hana í ostunum, og nota síðan hagnaðinn til þess að lækka mjólkurverðið í bænum. (1940) 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.