Frjáls verslun - 01.01.1979, Side 44
■ Stríðsárl
Vígbúnaðurinn fær
yfirhöndina í
Bandaríkjunum
Viðtal við Friðþjóf O.
Johnson, formann V.R.
Formaður V.R., Friðþjófur O. Johnson, er ný-
kominn heim eftir fimm mánaða dvöl í Bandaríkj-
unum, þar sem hann starfaði á skrifstofu föður
síns, Ólafs Johnson, í veikindaforföllum hans.
,,Frjáls verzlun" hefir haft viðtal við Friðþjóf, sem
fer hér á eftir:
— Hvað er að segja um viðskipti íslendinga og
Bandaríkjanna nú að undanförnu?
— Um þessi viðskipti má ýmislegt segja, en eftir
þá breytingu, sem nú er orðin á afstöðu þessara
landa hvors til annars, er ekkert vitað um hvaða
breytingum þessi viðskipti taka. Mikið hefir borið á
því undanfarið að erfitt hefir verið fyrir innflytjend-
ur frá Bandaríkjunum aö fá bindandi tilboð í sumar
vörur, svo sem járnvöru. Verölag hefir breytzt frá
degi til dags og símskeyti héðan eru lengi á leið-
inni, þannig, að þegar svar kemur að heiman, er
tilboðið oft orðið úrelt. Stundum missa innflytj-
endur jafnvel af vörunum fyrir þessar sakir, vegna
þess aö þær hafa orðið ófáanlegar. Markaður í
Bandaríkjunum er nú afar óviss, þannig, að alltaf
má búast við snöggum breytingum á verðlagi vara
og framboði á einstökum vörutegundum. Verk-
smiðjur eru nú margar hverjar farnar að krefjast
langs afgreiðslufrests, sumar heimta jafnvel árs
afgreiöslu fyrirvara og bjóða vörurnar með föstu
verði eftir langan tíma eða þá, að miðað er viö
verð, sem tilteknir hringar ákveði á hverjum tíma,
Strítlsskopmynd.
Þesai skopmymi uýnir liitlor og Goeriuffp cr þeir liika viö aö stiikkva út í Ermarsund til þcaa
að syuda yfirti) Englanda.
44