Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1979, Page 51

Frjáls verslun - 01.01.1979, Page 51
■ Framfaraár Flugbáturinn og þeir sem flugu honum helm. Þrjár flugvélar F.í. á Eyjafjarðarflugvellinum. flug. Ferðir til Danmerkur og Noregs eru einnig athugunarefni. Millilandaflugið yrði aðallega fyrir farþega og póst, en hver veit nema fariö yröi einnig að fljúga með ferskar, íslenzkar afuróir, svo sem lax og silung og annað þvílfkt, sem er dýrt nýnæmi er- lendis. Annars er það mála sannast, að enn er ekki vitað hvaða möguleikar eru mestir um flug eftir styrj- öldina. Eins og öllum er Ijóst hefir flugi fleygt fram nú ístríðinu, en mikið af þeim framförum, sem hafa orðið á allskonar flugútbúnaði, er nú hernaðar- leyndarmál hinna ýmsu landa. En eftir styrjöldina kemur það væntanlega allt í dagsljósið og þá sést fyrst úr hverju er að moða. Ef til vill er þar um merkilegri nýjungar að ræða en okkur órarfyrir, en hvernig sem það nú allt er, þá er engum blöðum um það að fletta, að flug er orðinn ómissandi liður í búskap þjóðanna og verður það einnig fyrir okkur íslendinga." (1944) 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.